Kylfingur - 01.01.1944, Qupperneq 27
KYI.FI NTGUR
25
Þá var lögð fram fjárhagsáætlun fvrir árið 1944. Sýndi
hún rúmlega 5000.00 kr. tekjuhalla og voru í því sambandi
ræddar ýmsar leiðir til þess að mæta honum. Samþykkt var
tillaga frá Jóhanni Þorkelssyni um að hækka skatt klúbbanna
úr kr. 10.00 í kr. 15.00 fyrir hvern klúbbfélaga og jafnt
fyrir alla, eins konur og börn klúbbfélaga. Breytingartillaga
frá Jóhannesi Helgasyni, um að hækka skattinn í kr. 20.00,
var felld.
I kappieikanefnd fyrir landsmótið voru kjörnir: Helgi
H. Eiríksson, Georg Gíslason og Finnbogi Jónsson.
Að lokum voru lögð fram frumvörp að starfsreglum
og erindisbréfum fyrir forgjafar-, kappleika-, og vallar-
nefndir og voru kjörnar nefndir til að fjalla um þau. Þing-
fundi var þá frestað til næsta dags.
Á framhaldsfundi næsta dag, voru áðurncfndar starfs-
reglur og erindisbréf samþykkt með þeim breytingum,
sem nefndirnar báru fram. (Reglurnar, eins og þær voru
endanlega samþykktar, eru birtar á öðrum stað hér í ritinu).
Þessu næst var gengið til stjórnarkosninga. Var stjórn-
in öll endurkosin, en hana skipa: Helgi H. Eiríksson, forseti
og meðstjórnendur: Georg Gíslason, Halldór Hansen og
Jóhann Þorkelsson.
Endurskoðendur voru kjörnir: Helgi Eiríksson og
Magnús Andrésson.
Fulltrúi á ársþing í. S. f, var kosinn: Jóhannes Helga-
son, en varamaður hans Gísli Ólafsson.
Ákveðið var, eftir nokkrar umræður, að landsmót og
golfþing skyldi háð n. k. sumar. Var stjórn sambandsins
falið að kveða á um stund og stað fyrir mót og þing.
Gísli Ólafsson bar fram tillögu þess efnis, að ákvæði
I. gr. í reglum um landsmót í golfi, að skilyrði fyrir rétti
til þátttöku í landsmótinu væri, að hafa „12 eða læga“ í
forgjöf, yrði breytt í „10 eða lægra“ og að forgjafanefndir
klúbbanna bæru ábyrgð á því, að þátttakendur reyndust
leikmenn eftir forgjöf þeirra. Eftir nokkrar umræður var
tillagan felld með 7 atkvæðum gegn. 1.
Jóhannes Helgason bar fram tillögu um það, að þingið
skori á stjórn sambandsins, að beita sér öfluglega fyrir