Kylfingur - 01.01.1944, Page 29

Kylfingur - 01.01.1944, Page 29
KYLFINGUR 27 Landsmótið 1944. Landsmótið hófst að þessu sinni, laugardaginn hinn 22. júlí s. 1., á hinum grænu og gróðursælu bökkum Héraðsvatna í Skagafirði. Þar hafði verið gerður ágætur 9-holu golfvöll- ur í því skyni, í landareign Valla í Hólmi. Land þetta, sem er aðal bithagi jarðarinnar, er einkar vel fallið til golf- leiks, og mætti hæglega gera þar glæsilegan 18-holu völl, þótt því yrði ekki við komið að þessu sinni. Þeir kylfingar, sem áttu því láni að fagna, að fá að leika á þessum velli, munu geyma mynd hans í minni sér, svo lengi sem beir fá valdið golfkylfunni. Þeirra vegna gerist þess eigi þörf, að lýsa honum hér, en vegna hinna, er heima sátu, þykir það þó hlýða, þótt slík lýsing hljóti óhjákvæmilega að vei’ða harla ófullkomin, því að jafnan er sjón sögu ríkari. Þá mætti og mynd þessi hafa nokkurt golfsögulegt gildi, síðar meir, því að mót þetta markar að því leyti tímamót, að þá mæta íslenzkir kylfingar í fyrsta sinni til leika úti á landi, á velli, gjörðum að mestu leyti af náttúrunnar hendi. Slíkir staðir eru margir á landi voru og verða vafalaust hagnýttir sem skyldi á ókomnum árum. Til glöggvunar er hér á eftir birtur lauslegur uppdrátt- ur af vellinum, gerður af Helga H. Eiríkssyni.

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.