Kylfingur - 01.01.1944, Page 31

Kylfingur - 01.01.1944, Page 31
KYLFINGUR 29 Golfvöllurinn að Völlum í Skagafirði. Skýringar við uppdráHum. Teigar, par, brautir og lengjir og flatir eru markaSar á upp- dráttinn, eins og sjá má. 1., 2., og 3ja braut liggja til noröurs (3ja braul þó nokkuö til vesturs) á vestri bökkum HéraÖsvatnanna. AU brattir bakkar og börð liggja þar aÖ fljótinu. Misbreiðar sandejTar liggja frá þessum bókk- um niður að vatnborðinu. Sumsstaðar fellur þó fljótið næstum því upp að bökkunum, til angurs og liugarhrellirigar öllum „slæsurum“. Jarðvegur er þarna fremur harður og sendinn og gróður frekar gis- inn valllendisgróSur. Að vestan liggur aS þessum brautum mýri, ill- ræmd af „húkkurum“. Þriðja flöt er, eins og sjá má af uppdrættin- um, umgirt á þrjá vegu af hættulegum sandhindrunum. 4. braut liggur til vesturs og varð þegar í upphafi illræmdust þeirra allra. Var hún ýmist nefnd „Eyðimörkin“ eða „Shahara“ og þótti hvorttveggja réttnefni. Brautin liggur yfir harðan sand, vaxin gisnum gróöri, nokkm lægra en aðal völlurinn. AS sunnanverðu liggja að henni all há, vikótt sandbörð og undir þeim hinar ákjósalegustu sandhindranir, en að norðan lágir bakkar niSur aS breiðum sand- eyrum aS fljótinu. sem þarna er orðið all fjarlægt og hættulausf kúl- um manna, jafnvel hinna harðsvíruSustu „slæsara“. Að baki flatar- innar eru börð og sandhindranir. Teiguririn er á háu barði, hærra en brautin. 5. bi-aut liggur aftur meira til norðurs, yfir börð og hættulegar sandhindranir, neSan til, en þegar nær dregur flöt tekur við sendið gróðurlendi. 6. braut liggur til suðvesturs, vel gróin, meinlaus og auðveld. 7. braut liggur nokkurnveginn til hásuðurs. Hún er ósléttari und- ir fæti en hinar, en gróður er þar orSinn jafnari og þéttari. Að vest- anverSu er mýri, all viðsjál „húkkurum“. Þó er þessi braut ein hin auðveldasta. . 8. braut liggur til austurs. Að sunnanverðu er mýri, en flötin hættulega sett milli sandhindrana. Þá er loks komið aS 9. og síðustu brautinni og jafnframt hinni hættulegustu. Teigurinn er hættulega settur milli sandhindrana, mýri á aðra hönd brautarinnar, en hin viðsjálu sandbörð út að Eyðimörk- inni á hina höndina, og flötin illa sett á barði, umkrindu sandhindr- unum á þrjá vegu en mýrin á hinn fjórða. Reyndi hér mjög á skot- f-imi kylfinga, einkum í uppskotunum, enda var þar jafnan mikiS „barizt í bökkum“. Um flatirnar er það að segja, að þær voru flestar vaxnar frem- ur gisnum gróSri, eltingarskotnum, sendnar og sumar all ósléttar.

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.