Kylfingur - 01.01.1944, Qupperneq 34
32
KYLFINGUR
ráðgjafi kappleikanefndar um allt það, er að keppninni laut.
Eins og áður er getið hófst mótið hinn 22. júlí. Þáttíak-
endur voru 29 að tö!u, frá öllum hinum þremur sambands-
klúbbum. Gisting og beini hafði þeim verið fenginn á Sauð-
árkróki, Holtsmúla, Varmahlíð og Völlum. Voru þeir flestir
mættir til leika, föstudaginn hinn 21., en þann dag var
þeim heimilað að leika tvær umferðir á vellinum, hverjum
og einum, til reynslu.
Laugardagurinn rann upp, heiður og fagur, og drifu
leikendur að vellinum á afliðnu hádegi. Gat þar að líta marg-
Lagt vpp ú „EySimörkina“. Til vinstri sér út á Héraðsvötn.
an vaskan dreng, vel vopnaðan og vígdjarfan. Fagui’t var
um að litast af vellinum, um hið glæsta og söguríka hérað,
hvert sem augum var litið —
„suður til heiða frá sæbotni skáhöllum,
sólheimur ljómandi, varðaður bláfjöllum".
Og í öllum áttum blasa við sögustaðirnir frægu. Vestan
Vatnanna, beint á móti, blikar á kirkjuna á Flugumýri.
Nokkru sunnar blasir Haugsnes við sjónum og suður með
Blönduhlíðarfjalli hillir undir sauðagerðið á Örlygsstöðum.
Þarna hafa verið háðar tvær hinar mannskæðustu orustur
á íslandi.
Og enn er fylkt liði í Skagafirði. Þórhallur Eyja-jarl
reiðir til höggs og orustan er hafin. Var barizt af miklum