Kylfingur - 01.01.1944, Page 38
36
KYLFINGUR
Þðrhallnr berst í bökkinn.
sjá hvor sigur fengi. Öll fór keppnin hið ágætasta fram, þótt
oft- væri harizt af móði og tvisýnt um úrslitin og lýkur hér
þeim þætti sögu vorrar, er að bardögum veit.
Um félagslíf og skemmtanir kylfinga á móti þessu
mætti margt segja, þótt á fátt eitt verði drepið hér. Gisti-
húsið í Varmahlíð varð þegar í upphafi miðstöð mótsins.
Þar bjuggu og flestir keppenda og mötuðust. Þar bjuggu
t. d. Vestmannaeyingar allir, með sínu fríða föruneyti, kon-
um sínum, sem þeir höfðu haft með sér að heiman til heilla
í bardögunum, þótt misjafnlega gæfist. Allar reyndust þær
þó til prýði og gleðiauka. Þá höfðu og nokkrir aðrir keppend-
ur slegið tjöldum sínum á barmi sundlaugarinnar miklu.
Voru það einkum hinir værukærari og mun þeim hafa þótt
hæg heimatökin að velta sér út úr tjöldunum, beint í morg-
unbaðið. Á Sauðárkróki bjuggu Akureyringarnir og áttu
langa leið milli næturstaðarins og vallarins. Á Völlum hr.fði