Kylfingur - 01.01.1944, Page 42

Kylfingur - 01.01.1944, Page 42
40 KYLFINGUR Golfklúbbur Islands 10 ára. Þann 14. desember þetta herrans ár, lýðveldistökuárið, varð Golfklúbbur íslands, Reykjavík, 10 ára gamall. Var hann stofnaður fyrir forgöngu læknanna Gunnlaugs Einars- sonar og Valtýs Albertssonar, sem hugðust bæta heilsufar manna með því að draga þá út úr daunillri reykjasvælu Forseti Islands, herra Sveinn Bjurnsson, talar í afmælisliófi G. í. vindlinganna á heimilum þeirra, og út í guðs græna nátt- úruna, í fagurt umhverfi og mismunandi fjörugan og skemmtilegan leik, eftir skapferli og heilsufari hlutaðeigandi sjúklings. Gunnlaugur heitinn hugðist lækna þannig ótætis kvefið, sem alltaf fyllir nef manna og háls, svo þeir fylltu aftur biðstofu hans og gáfu honum ekki matarfrið, en Valtýr hugðist að lækna á grasinu hálfónýta maga og þarma. svo að hann fengi frið til þess að lækna önnur mein manna, á meðan hinir berðu bolta á golfvellinum. Þessum tveimur ágætu læknum tókst nú að hóa saman 11 úrvalsmönnum á undirbúningsfund þ. 30. nóv. 1934, þar á meðal núverandi forseta íslands, og með sprautum og

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.