Kylfingur - 01.01.1944, Page 47

Kylfingur - 01.01.1944, Page 47
KYLFINGUR 45 nefndrar Sandgryfju. Fyrst var að þurka landið og þurfti til þess um 1,2 km. af opnum skurðum og nær 8—9 km. af holræsum og stokkræsum. Síðan þurfti að plægja, herfa, bera mikinn áburð á 'landið, sá í það grasfræ, valta, laga skurðkanta, veita vatni úr sandgryfjunni og gera hana gang- færa vegna stórgrýtis eða aurbleytu, girða landið, gera ak- vegi, gangvegi, bílastæði, teiga á vellinum og flatir o. s. frv. Og ég get fullvissað ykkur um það, lesndur góðir, að ef við hefðum ekki haft Gunnlaug heitinn Einarsson, sem for- mann á þessu tímabili, og ef hann hefði ekki verið þeim áhuga og atorku gæddur, sem raun bar vitni, og sýnt jafn- mikla fórnfýsi og lipurð í stjórn og eftirliti með þessum framkvæmdum og hann gerði, þá hefðum við ekki fengið völlinn til leika, sumarið 1937. Eftir að við höfðum verið reknir af Sogamýrarvellin- um, lágu leikar niðri um hríð, .meðan nýi völlurinn var að gróa það vel. að jarðvegurinn þyldi berserksgang kylfinga, þegar þeim yrði hleypt á gi’aslendið. En þótt landið væri vel girt, stóðst sú girðing ekki ásókn golffénaðarins lengur en til 20. júlí, þá hófu menn æfingar á hinum nýja velli. Fyi’sti kappleikurinn á þeim velli var háður, 8. ágúst og var að sjálfsögðu blindkeppni. En formlega vígslu fékk hann ekki fyrr en 1. ágúst 1938, enda ekki fullgróinn fyrr. Fi’amkvæmdi Helgi Eiríksson þá vígslu með tveim fallegum teigskotum eftir tilmælum for- manns og að viðstöddum Friðriki krónprins og Ingiríði ki’ónprinsessu og mörgum öðrum gestum. Á þessum velli eru nú 9 holur. Er það miðparturinn úr hinum teiknaða framtíðarvelli á Bústaðahálsi, sem einnig er áætlaður 9 brauta völlur, en brautirnar miklu lengri og erfiðari, en nú er. Komist hann í framkvæmd verður hann mjög skemmtilegur völlur og hæfur leikvangur fyrir góða kylfinga. Klúbbhús. I Austurhlíð fékk klúbburinn lánaða skúrbyggingu, sem áður hafði víst verið notaður sem sumarbústaður, og útbjó hana sem klúbbhús. Þui’fti húsið talsverðra viðgerða en lítilla

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.