Kylfingur - 01.01.1944, Page 54

Kylfingur - 01.01.1944, Page 54
52 KYLFINGUR netto skor og plús/mínus mismunur hvers keppanda í hverj- um kappleik, svo að skýrt megi sjá í hverri keppni eftir aðra hvernig hann ver forgjöf sína. 5. gr. Nefndinni ber að bóka fundargerðir sínar stuttlega í bók, er stjórnin leggur til og ber öllum viðstöddum fundar- mönnum að rita nöfn sín undir í lok fundarins. Bókina ber að geyma ásamt öðrum skjölum nefndarinnar í geymslu. er félagsmenn eiga ekki beinan aðgang að og stjórnin leggur henni til. Ber nefndinni að afhenda stjórninni þau skjöl öll í lok leikárs. 6. gr. Veigamiklar kærur og ágreiningsatriði út af forgjöfum ber nefndinni að leggja fyrir stjórn klúbbsins til úrskurð- ar. Ber nefndinni að geyma öll útfyllt golfkort til loka leik- ársins og láta þau stjórn klúbbsins í té hvenær sem hún óskar. Starfsreglur. (Samþykktar á golfþinginu, 1944). Kappleikanefnd er skipuð af stjórn klúbbsins á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund. I hana skal skipa 3—5 áhuga- sama iðkendur golfleika. Formaður nefndarinnar getur, ásamt formanni og ritara klúbbsins, skipað varamenn um stundarsakir, ef ekki mæta nægilega margir til að sjá um kappleik, annars skipar stjórn klúbbsins varamenn eða uýja menn, eftir því sem formaður nefndarinnar óskar, ef ein- hver nefndarmanna forfallast eða sinnir ekki kalli um nefndarstörf. Nefndin kýs sér formann, ritara og gjaldkera og bók-

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.