Kylfingur - 01.01.1944, Side 55

Kylfingur - 01.01.1944, Side 55
KYLFIXGUR 53 færir kappleika og aðrar gerðir sínar, og skrifa allir við- staddir nefndarmenn undir hverja fundargjörð. 2. gr . Sambandsstjórn, í samráði við hlutaðeigandi klúbb- stjórn, ákveður ,,par“ á golfvöllum, en klúbbstjórn setur sér- reglur í samráði við kappleikanefnd. Kappleikanefnd gerir tillögur um þátttökugjald í kappleikum til klúbbstjórnar, og afhendir það að hverjum kappleik loknum til gjald- kera klúbbsins. Klúbbstjórn getur falið henni að sjá um prentun á golfkortum, enda ber henni að gera klúbbstjórn aðvart, ef hún verður þess áskynja að upplag golfkorta nægi ekki til næsta mánaðar. 3. gr. Kappleikanefnd auglýsir kappleika leikársins þegar er séð verður að vorinu hvenær leikar muni geta hafist, og ekki síðar en við opnunarkeppni leikársins. Skal hún til- kynna bréflega öllum félögum klúbbsins leikskrá sumarsins og auk þess festa hana örugglega upp á töflu í klúbbhúsinu og ennfremur í ytri forstofum þess, svo að aðkomu leik- endur, sem ekki hafa aðgang að húsakynnum klúbbsins, geti séð hvenær þeir geti fengið aðgangskort til leika. Ber að taka greinilega fram á tilkynningum, að vallarafnot séu ekki leyfð öðrum en keppendum meðan kappleikur stendur yfir. Ætla skal hún rúm fyrir aukakeppnir og á sínum tíma færa þær inn á hinar uppfestu tilkynningar áður en þær eru haldnar. (Sjá 4. gr.) 4. gr. Ekki má breyta eða færa til auglýsta keppni, né fresta henni eða fella hana niður, nerna illviðri eða ónóg þátttaka hamli. Hinsvegar má bæta inn í smákeppnum um helgar, þar sem engar keppnir voru auglýstar í leikskrá ársins. Þær keppnir skal þá auglýsa í dagblöðunum eða á annan áber- andi hátt með 1—2 sólarhringa fyrirvara. Æskilegt er að nefndin geti án mikils kostnaðar, látið minna félaga á aug- lýsta keppni, jafnóðum og þær nálgast.

x

Kylfingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.