Kylfingur - 01.01.1944, Page 56

Kylfingur - 01.01.1944, Page 56
54 KYLFINGUR 5. gr. Kappleikanefnd ákveður frest kylfinga til þátttóku- áskrifta í keppni, og festir áskriftalista upp á tilkynninga- töflu klúbbsins í klúbbhúsinu með nægum fyrirvara. Hún mætir í klúbbhúsinu a. m. k. x/2 stundu áður en kappleikur á að hefjast, úrskurðar hvort honum skuli frestað sökum óveðurs eða ónógrar þátttöku, sér um flöggun, hirðir þátt- tökugjald, raðar mönnum saman eða flokkar þá til leiks og tilkynnir hvenær byrja skuli, svo og röð keppenda eða keppi- flokka. Hún úrskurðar einnig um þátttöku þeirra, er mæta eftir auglýstan tíma (þ. e. of seint). 6. gr. Kappleikanefnd úrskurðar ágreining keppenda í ölium auglýstum keppnum, og einnig hvort völlurinn sé leikhæf- ur í hvert sinn, er keppt skal, ef vafi leikur á slíku sökum veðurs eða af öðrum ástæðum. I öllum lokakappleikum bikar- keppna skipar hún dómara, en úrskurði hans geta keppend- ur áfrýjað til kappleikanefndar að leik lo’knum. Rétt hefur kappleikanefnd, ef keppendur óska, til að skipa dómara í öðrum umferðum aðalkappleika en úrslitaumferðum. 7. gr. Að lokinni keppni ber kappleikanefnd að sjá um: 1. að flaggið sé dregið niður. 2. að innkalla þegar öll útfyllt leikkort af öllum keppenrium og afhenda þau eftir eigin afnot, til handikappnefndar, eða ef hún er ekki viðstödd, þá að fá húsverði þau til fyrirgreiðslu í lokuðu árituðu umslagi. 3. að tilkynna sigui'vegara úrslit kappleika. 4. að raða mönnum til framhaldskeppni, ef svo ber undir, og auglýsa lokakeppni þeirra í blöðunum, þar sem því verður við komið. 5. að vera í samvinnu við skemmtinefnd um klúbbfagnað eftir lokakeppni kappleika og afhenda þá verðlaun ef fært þykir.

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.