Kylfingur - 01.01.1944, Síða 58

Kylfingur - 01.01.1944, Síða 58
50 KYLFINGUR til aðalgjaldkera klúbbsins, skv. síðari greinum. Launaða að- stoð fær nefndin greidda og fastlaunaða starfsmenn getur stjórn klúbbsins falið vallarnefnd að ráða. (sjá 7. gr.) 2. gr. Starf vallarnefndar er að annast friðun og vörzlu golf- vallarins allt árið, undirbúa völlin til leika jafnskjótt og tíðarfar leyfir notkun hans, halda vellinum í leikhæfu standi meðan tíðarfar leyfir golfleik á vellinum, og búa völlinn undir veturinn. Vallarnefnd ber sérstaklega að sjá um, að völlurinn verði ekki notaður, ef alvarlegar skemmdir á hon- um eru fyrirsjáanlegar vegna holklaka eða vatnsaga. 3. gr. Vallarnefnd ber að gera allar hugsanlegar ráðstafanir til þess að girða fyrir að skepnur komist á völlinn, einkum þegar vorar og grasvörðurinn er meir og ræturnar viðnáms- litlar. Hún á heimtingu á að allir félagsmenn veiti henni aðstoð í þessu, með því að tilkynna henni ef þeir verða var- ir við skepnur á vellinum, og ef þeir hafa hugboð um hvar og með hverjum hætti þær hafi kamist inn. Vallarnefnd ber að sjá um að halda við girðingunum, hafa þær í lagi, stigaþrep á þeim þar sem vænta má að kylfingar þurfi um að ganga til að ná boltum utan vallar, og að koma í veg fyrir átroðning og skemmdir af óviðkom- andi fólki. 4. gr. Vallarnefnd ber að fylgjast með hvenær frost byrjar að fara úr vellinum á vorin, til þess að geta bannað leik á honum, valtað hann þegar hann þiðnar, en áður en hann verður of þurr, og láta dreifa á hann áburði. Hún lætur, eftir því sem kostur er, flatir fá sérstaka meðferð, sem þeim tilheyrir (topdressing) og sérstaklega góða völtun. Hún und- irbýr flögg, stengur og potta í flatirnar og brautir og teiga undir leik, og vinnur með kappleikanefnd að opnun leik- ársins. Allt leikárið sér hún um slátt brauta og flata og und- irbúning þeirra undir kappleiki (völtun, slátt og h’oluflutn- ing). Að haustinu býr hún völlinn undir veturinn.

x

Kylfingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.