Kylfingur - 01.01.1944, Blaðsíða 60
-58
KYLFIXGUR
4. Að gera tillögur um hindranir á vellinum og auglýsa
greinilega í klúbbhúsinu hverjar þær séu.
5. Önnur atriði, sem í golfklúbbnum yfirleitt heyra undir
vallarnefnd, eins og takmörkun vallarafnota o. s. frv.
Reglugerð um
Nýli^abikar Golfklúbbs íslands.
1. gr.
Bikarinn heitir „Nýliðabikar Golfklúbbs Islands“.
2. gr.
Tilgangur bikars þessa er sá, að örfa og auka áhuga
nýliða innan Golfklúbbs íslands fyrir golfíþróttinni og hvetja
þá til þess að ná sem fyrst og bezt árangri í íþróttinni.
3. gr.
Nýliðar Golfklúbbs Islands á fyrsta og öðru ári, sem
þeir leika golf, hafa einir rétt til að keppa um bikarinn, en
engum er heimilt að keppa um hann oftar en tvisvar sinnum.
4. gr.
Bikarinn er farandgripur, sem aldrei vinnst til eignar.
Um hann skal háð forgjafarkeppni, samkvæmt þeirri for-
gjöf leikmanna, sem forgjafarnefnd Golfklúbbs íslands
ákveður. Kappleikanefnd Golfklúbbs íslands skal sjá um
bikarkeppni þessa og skipuleggja hana. Úrslitaleikur (final)
skal ávallt vera 36-holu keppni. Séu keppendur þá jafnir,
skulu næstu 18 holur skera úr o. s. frv.
5. gr.
Keppni um bikar þenna, skal háð í septembermánuði ár
hvert og skal henni lokið íyrir 20. september.