Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 4
4 9. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 08.11.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,2887 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 110,46 110,98 178,12 178,98 153,7 154,56 20,618 20,738 18,968 19,08 16,551 16,647 1,3604 1,3684 173,88 174,92 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR MENNTAMÁL Hlutfall lögfræðinga frá Háskólanum í Reykjavík (HR) sem í fyrstu tilraun stóðust rétt- indapróf til að starfa sem héraðs- dómslögmaður er í ár hærra en hlutfall útskrifaðra lögfræðinga frá lagadeild Háskóla Íslands (HÍ). Tæp 69 prósent útskrifaðra nem- enda HR stóðust prófið í fyrstu til- raun á móti tæpum 65 prósentum frá HÍ. Hlutfallið breytist svo HR í óhag þegar einnig er horft til endurtekt- arprófs, en þá standast 73 pró- sent nemenda HÍ prófið á móti 68 prósentum frá HR. Öllu færri útskrifaðir lögfræð- ingar frá Háskólanum á Bifröst og Háskólanum á Akureyri þreyta prófið og því vafamál hvort sú töl- fræði sé samanburðarhæf. Í heild stóðust tveir nemendur af sjö frá Bifröst prófið í ár og einn nemandi af fjórum frá HA. Þegar horft er til heildartalna áranna 2007 til 2010 virðist þó mega draga þá ályktun að útskrif- aðir lögfræðingar skólanna séu misvel undir það búnir að þreyta héraðsdómslögmannsréttindapróf, eins og þau eru upp sett. Á tíma- bilinu hafa 84 prósent lögfræðinga frá HÍ staðist prófið, 76 prósent frá HR, 46 prósent frá Bifröst og 38 prósent frá Háskólanum á Akur- eyri. Í forsíðufrétt blaðsins í gær fórst fyrir að taka fram að tafla sem sýndi hlutfall þeirra sem náð höfðu réttindaprófi til héraðsdóms- lögmanns árin 2005 til 2009 tók ekki til endurtektarprófa, heldur einungis fyrstu tilraunar. Af öllum sem þreyttu prófið á þessum árum féllu nærri 40 prósent í fyrstu til- raun. Í fréttinni lýsti Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands, áhyggjum af því að menntun lögfræðinga væri ekki nógu góð í öllum tilvikum. Hann kallaði eftir úttekt á laganámi sem hér færi fram og að kannað yrði hvort það fullnægði eðlilegum kröfum. Hann vill samræma kröfur sem gerð- ar séu til grunnáms í lögfræði í ólíkum skólum. „Ég deili ekki þeirri átjándu aldar sýn sem birtist í skoðunum Brynjars Níelssonar um að það sé til eitthvað eitt samræmt laga- námsfont sem öllum beri að fara eftir,“ segir Bryndís Hlöðversdótt- ir, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. „Að því er ég best veit er það ekki hugsun sem á sér neins staðar stoð í hinum vestræna heimi að til sé einhver slík skilgreining, eða að í sjálfu sér sé æskilegt að mennta alla lögfræðinga út úr sömu formúlunni. Ég tel þetta sorg- lega gamaldags viðhorf sem ég get á engan hátt tekið undir.“ Til viðbótar bendir Bryndís á að saga laganáms í nýju háskólunum sé stutt og varhugavert að draga of víðtækar ályktanir út frá töl- fræðilegum samanburði á þeim. „Nýju skólarnir byggja nám sitt upp með öðrum hætti og leggja mögulega höfuðáherslu á aðra þætti en þarna reynir á. Það eru ekki allir lögfræðingar menntaðir til að verða lögmenn.“ Þá furðar Bryndís sig á því að formanni Lögmannafélagsins virð- ist ekki kunnugt um að reglulega séu gerðar úttektir á laganámi hér á landi. „Það er í gangi gæðaeftir- lit með þessu námi, en því miður finnst mér þetta viðhorf sem hann sýnir bera vott um að hann hafi ekki fylgst með því hvernig laga- nám hefur þróast í heiminum og að fjölbreytni sé æskileg í slíku námi.“ Þórður S. Gunnarsson, forseti lagadeildar HR, hafnar einnig gagnrýni Brynjars og telur hann skorta upplýsingar um inntak og gæði laganáms við skólann. Þórð- ur kveðst ætla að svara Brynjari betur á vettvangi Lögmannablaðs- ins, en furðar sig, líkt og Bryndís, á því að hann skuli ekki vita um þær úttektir sem þegar hafi verið gerð- ar á laganámi í landinu, en niður- stöður tveggja slíkra sé að finna á vef menntamálaráðuneytisins. olikr@frettabladid.is HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK Í VATNSMÝRI HR tekur forystuna í laganámi hér á landi ef horft er til gengis útskrifaðra lögfræðinga skólans sem stóðust í ár í fyrstu tilraun próf til að starfa sem héraðsdómslögmaður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Deilir ekki átjándu aldar sýn Formaður lagadeildar HR segir skoðun formanns Lögmannafélagsins á tilhögun laganáms úr takti við nútíma kennsluhætti. Munur er á skólum þegar skoðaður er fjöldi lögfræðinga sem standast réttindapróf. Próf til héraðsdómslögmannsréttinda 2007-2010* Skóli Skráðir Lokið Hlutfall Háskóli Íslands 131 110 83,97% Háskólinn í Reykjavík 67 51 76,12% Háskólinn á Bifröst 24 11 45,83% Háskólinn á Akureyri** 8 3 37,50% Skólarnir allir 230 175 76,09% Réttindapróf 2010 – fyrsta tilraun Skóli Skráðir Lokið Hlutfall Háskóli Íslands 17 11 64,71% Háskólinn í Reykjavík 19 13 68,42% Háskólinn á Bifröst** 5 2 40,00% Háskólinn á Akureyri** 3 0 0,00% Skólarnir allir 44 26 59,09% *Fyrsta tilraun og endurtektarpróf, skv. uppl. frá HR og Lögmannafélaginu. **Vegna þess hve fáir þreyttu próf eru tölurnar vart marktækar í samanburði. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 11° 6° 5° 9° 10° 6° 6° 23° 9° 20° 12° 25° 1° 10° 15° 4° Á MORGUN Vaxandi NA-átt síðdegis. FIMMTUDAGUR Víðast 10-18 m/s. 2 1 4 1 0 0 0 -2 -3 -1 -5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 -3 -1 -4 -1 1 0 0 -1 1 3 KALT Í VEÐRI Ágætt veður verður á landinu í dag þar sem vindur verður nokkuð hægur. Síðdegis á morgun gengur í vaxandi norðaustanátt og á fi mmtudag verður mjög víða hvasst með éljum á Norð- ur- og Austurlandi. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður ALÞINGI Tekjuviðmið vegna gjafsókn- ar verða hækkuð um 20 til 25 prósent í kjölfar fjölmargra ábendinga um að viðmiðið sé of lágt, sagði Ögmundur Jónasson, dómsmála- og mannrétt- indaráðherra, á Alþingi í gær. Með því að sækja um að fá gjaf- sókn fyrir dómstólum geta tekju- lágir höfðað mál þótt þeir hafi ekki efni á því að bera kostnað við mál- sóknina. Gjafsóknarnefnd þarf að samþykkja umsóknina, en geri hún það fellur kostnaður við málsókn- ina á ríkið. Eitt af því sem gjafsóknarnefnd þarf að horfa til eru tekjur þeirra sem sækja um. Árstekjur þeirra sem sækja um þurfa að vera undir 1,6 milljónum, eða 2,5 milljónum í tilviki hjóna eða sambúðarfólks. Tekjuviðmiðin munu hækka um 25 prósent, í tvær milljónir króna, fyrir einstaklinga, og um 20 pró- sent, í þrjár milljónir króna, fyrir sambúðarfólk. Ögmundur sagði kostnað vegna gjafsókna falla á ríkið einu til tveim- ur árum eftir að gjafsókn er veitt. Rýmkun á heimild muni því ekki auka útgjöld ríkisins strax. Málið er nú í skoðun í dómsmála- og mann- réttindaráðuneytinu. - bj Margar ábendingar til ráðuneytis um að tekjuviðmið vegna gjafsóknar sé of lágt: Hækka viðmið um 20 til 25% GJAFSÓKN Einstaklingur með tekjur undir tveimur milljónum mun geta feng- ið gjafsókn eftir að Ögmundur Jónasson hækkar tekjuviðmiðið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA INDLAND, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti styður óskir Indlands um að fá varanlegt sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Kom þetta fram í ræðu sem Obama flutti á indverska þinginu. Obama hefur verið í þriggja daga opinberri heimsókn á Ind- landi og er talið að álit hans um sæti Indlands í öryggisráði muni skapa meira traust á milli þjóð- anna tveggja, en landið hefur óskað eftir sæti í öryggisráðinu í mörg ár. Obama er nú í opinberri heimsókn um Asíu og heldur til æskuslóða sinna á Indónesíu í dag. - sv Obama styður Indland: Landið fái sæti í öryggisráði SÞ OBAMA OG SINGH Bandaríkjaforseti og Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, á blaðamannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Tveir karlmenn um tví- tugt hafa verið ákærðir fyrir lík- amsárás í síðasta mánuði. Mönnunum er gefið að sök að hafa ráðist á mann á sjötugsaldri á svölum á fjölbýlishúsi á Akureyri eftir að hann hafði gert athuga- semdir við hávaða í þeim. Í ákæru segir að annar maðurinn hafi kýlt þann sem ráðist var á í andlitið en hinn sparkað í höfuð hans. Fórnar- lambið hlaut talsverða áverka við árásina, bæði sár, mar og bólgur. Báðir árásarmennirnir eru einn- ig ákærðir fyrir fíkniefnabrot. - jss Ávítaðir fyrir hávaða: Réðust á mann á svölum húss BORGARMÁL Jón Gnarr borgar- stjóri velti upp þeirri hugmynd í gær að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Það myndi spara 87 milljónir króna. Þetta kom fram í Kastljósinu í gær. Heiður Hjaltadóttur, formaður skíðadeildar Breiðabliks, segir hugmyndina fjarstæðukennda. Börn stundi skíðaæfingar í Blá- fjöllum og þúsundir fólks njóti svæðisins á hverjum vetri. Borgarstjóri vill spara: Lokun Bláfjalla sparar milljónir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.