Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 12
12 9. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR OBAMA Á NÖGL Indverski örlista- maðurinn Ramesh Shah málaði mynd af Barack Obama á nögl þumal fingurs síns í tilefni af Asíuferð Bandaríkjaforseta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL Erlendir aðilar bera allan fjárhagslegan kostnað af hruninu og borga einnig hallann á viðskiptum Íslands við útlönd á síðustu árum. Þ et t a seg i r Gylfi Zoëga hagfræðipróf- essor að hafi gleymst í þeirri miklu ólgu sem verið hafi hér á landi frá því að bankarnir fóru á hliðina í okt- óber 2008. Í nýlegri grein í efnahagsrits- inu Vísbendingu ber Gylfi saman skuldastöðu þjóðarinnar erlend- is í „upphafi ævintýrisins“ árið 2003 og svo árið 2010. „Niðurstaða þessa yfirlits er sú að skuldastaða Íslands erlendis sé furðulega góð þegar tillit er tekið til erlendra eigna þjóðarbúsins, þótt mikl- ar brúttóskuldir feli vissulega í sér hættu,“ segir hann í grein- inni. Gylfi segir hreinar skuldir á öðrum ársfjórðungi þessa árs geta verið minni á öðrum ársfjórðungi þessa árs en þær voru á öðrum ársfjórðungi 2003, jákvæð eigna- staða um 2,6 prósent, í stað nei- kvæðrar um 68 prósent af vergri landsframleiðslu. „Ef hrein skuldastaða gagn- vart útlöndum hefur ekki breyst eða mögulega batnað á tímabil- inu er niðurstaðan sú, að erlendir lánardrottnar hafi greitt fyrir viðskiptahallann og hann sé hluti af því tjóni sem erlendir lánar- drottnar hafi orðið fyrir hér á landi,“ segir Gylfi og bendir á að eftir standi bílafloti, byggingar og borgarhverfi, en reikningurinn sé falinn í gjaldþrota bönkum. Gylfi slær engu að síður þann varnagla að tveir stóru viðskipta- bankanna séu nú í eigu erlendra aðila. „Einnig hefur landið glat- að lánstrausti sínu og óvíst hvert skuldaóþol (e. debt intolerance) erlendra lánardrottna gagnvart Íslandi verður í framtíðinni.“ Um leið bendir Gylfi á að þótt landið virðist sleppa vel þegar litið sé á stöðu þess gagn- vart útlöndum, þá eigi ekki hið sama við um ýmsa þjóðfélags- hópa. Íslendingar verði eftir sem áður fyrir þeim skakka- föllum sem fylgi hruni bólu- hagkerfis, atvinnuleysi, skerð- ingu kaupmáttar og samdráttar framleiðslu. Meginverkefni stjórnvalda segir Gylfi nú hljóta að vera að sannfæra erlenda fjárfesta og banka um að greiðslufall íslenskra banka og fyrirtækja árin 2008 og 2009 sé undantekning frá reglunni. „Markmiðið hlýtur að vera að tryggja íslenskum fyrir- tækjum aðgang að erlendu fjár- magni á sem lægstum vöxtum og gera landið eftirsóknarvert fyrir erlenda fjárfesta. Einungis með þeim hætti er unnt að rjúfa einangrun landsins, vinna bug á gjaldeyriskreppunni og bæta lífs- kjör.“ olikr@frettabladid.is GYLFI ZOËGA BIÐRÖÐ EFTIR NAUÐSYNJUM Þótt erlendir lánardrottnar taki á sig fjárhagslegt tjón hrunsins verða Íslendingar að glíma við afleiðingar þess fyrir raunhagkerfið, segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor í Vísbendingu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Reikningurinn falinn í gjald- þrota bönkum Erlendir lánardrottnar greiða fyrir viðskiptahalla bankaævintýrisáranna. Hagfræðiprófessor telur erlenda stöðu þjóðarbúsins betri nú en um mitt ár 2003. Landið sleppi þó ekki við afleiðingar hrunsins. Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 6611 eða hjá næsta umboðsmanni. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 02 80 8 Ha? Hvenær? Oh! Ég gleymdi að kaupa miða. Drögum miðvik udagin n 1O. nóv ember , vertu m eð! Á morgun kl. 18! Ekkert stress, það er ekki of seint! 3.OOO manns fá vinning! EFNAHAGSMÁL Robert Zoellick, forstjóri Alþjóðabankans, mælir með því að helstu iðn- ríki heims taki upp gullfót eða aðra viðmiðun fyrir gjaldmiðla landanna. Með gullfæti er átt við það þegar gengi gjaldmiðla er tengt ákveðnu magni af gullforða sem seðlabanki hvers lands þarf að koma sér upp. Slík viðmiðun var við lýði með einum eða öðrum hætti allt frá nítjándu öld og fram til 1971. Zoellick skrifaði um málið í breska dagblað- ið Financial Times í gær en þar segir hann gullfótinn geta styrkt trú á gjaldmiðla heims- ins eftir kreppuna og dregið úr verðbólgu, sem fylgt hafi fljótandi gengi. Skrif forstjórans komu á óvart í alþjóðlegum fjármálageira í gær og vísuðu margir henni út af borðinu. Jean Claude-Trichet, aðalbanka- stjóri evrópska seðlabankans, sagði í sam- tali við fréttastofu Reuters, málið ekki hafa verið rætt á fundi hans með nokkrum af helstu seðlabankastjórum heimsins hjá Alþjóðlega greiðslumiðlunarbankans í Basel í Sviss í gær. „Ég man eftir því að Jim Baker hafi viðrað þessa hugmynd síðast fyrir löngu síðan, þegar hann var fjármálaráðherra Bandaríkjanna á níunda áratugnum. Ég hef ekkert um þetta að segja frekar,“ sagði Trichet. - jab ROBERT ZOELLICK Tillaga forstjóra Alþjóðabankans um upptöku gullfótar hefur ekki fallið í kramið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Skrif forstjóra Alþjóðabankans í Financial Times vekja athygli: Mælir með því að gullfótur verði tekinn upp FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.