Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 24
 9. NÓVEMBER 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● lífsstíll Verslunin Kailash, sem opnuð var síðasta laugardag að Strandgötu 11 í Hafnarfirði, sérhæfir sig í vörum frá Tíbet og Nepal. Bergþór Morthens, eig- andi Kailash, segir hugmyndina að versluninni hafa sprottið upp úr pílagrímsferð til Tíbet. „Við fórum mikla reisu austur í ágúst, Tolli bróðir og ég. Við geng- um meðal annars kringum fjallið Kailash en það er miðja alheimsins í hugum innfæddra og margra ann- arra,“ segir Bergþór, sem heillaðist af landi og þjóð á ferðalaginu um Tíbet en þeir bræður ferðuðust, í félagi við tvo aðra, í heilan mánuð um landið. „Þetta er stórmerkileg þjóð sem hefur úr litlu að spila því þarna er mikil fátækt. Það sem greip mig var að fólkið var alltaf brosandi og gaf sér alltaf tíma. Þegar maður kemur héðan frá Íslandi þar sem erfitt er að fá bros frá fólki og lítill er tím- inn þá fer maður hvað hugsa hvað er það sem Tíbetbúar hafa sem við gætum haft gagn af? Þeir hafa stundað hugleiðslu í hundruð ára og ég vildi opna gluggann til austursins fyrir þá sem vilja reyna það á eigin skinni,“ segir Bergþór en vöruúrval- ið í versluninni byggir á hugleiðslu- vörum. Þar er meðal annars hægt að kaupa Búddastyttur, talnabönd, skartgripi, reykelsi, herðaslár, hug- leiðsludiska og myndlist og íslenskt handverk, unnið úr ull og silki. „Við ætlum að reyna að miðla einhverju af því sem við fengum að upplifa, ég held að Íslendingum veiti ekki af andlegu fóðri núna eins og ástandið í þjóðfélaginu er í dag. En fólki er líka velkomið að líta hér við og þiggja tebolla, þótt það ætli ekkert að versla,“ segir Bergþór, sem stendur sjálfur bak við borðið í Kailash. - rat Heillaðist af fólkinu í Tíbet Bergþór Morthens ásamt Helgu Guðlaugu Einarsdóttur við opnun verslunarinnar Kailash á laugardaginn en Bergþór heillaðist af landi og þjóð á ferða- lagi um Tíbet í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Hugleiðsluvörur eru uppistaðan í vöruúrvali verslunarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Skart frá Tíbet og Nepal. MYND/BERGÞÓR Allir regnbogans litir og asískur und- irtónn í fögrum klæð- um voru áberandi á tísku- vikunni í Jakarta, höfuð- borg Indónesíu, sem hófst með pompi og prakt á laugardaginn var. Yfir hundrað innlend- ir hönnuðir, bæði ungir og upprennandi sem og þekktari og reyndari taka þátt í tískuvikunni sem fer nú fram í þriðja sinn í ár og er hugsuð sem eins konar svar Indónesíu við tískuvikum Parísar, Rómar og New York. Asísk áhrif voru augljós um helgina, þar sem engum duldist að hönnuðirnir sóttu í hefðbundin klæði og efni frá Indónesíu þrátt fyrir að einblína á nútíð og framtíð í hönnun sinni. Tískuvikan stendur yfir til föstu- dagsins næstkomandi. - jbá Litadýrðin allsráð- andi í Jakarta Amalia Agus á heiðurinn af þessari hönnun og asísku áhrifin leyna sér svo sannarlega ekki. Sterkir litir voru áberandi í hönnun Siti Haida. Siti Haida hannaði þennan fagurrauða kjól sem hæfir hvaða prinsessu sem er. „Að laða til sín það góða“ Léttur og kraftmikill fyrirlestur þar sem þátttakendur fá í ,,nesti” – ,,tæki og tól” til að halda út í framtíðina bjartsýnir og upplits- djarfir og laða að sér hamingjudaga. Fræðslunámskeið í Heilsuborg 11. nóvember frá kl. 20.00–22.00 Sirrý er félags- og fjölmiðlafræðingur og hefur áralanga og farsæla reynslu af námskeiðahaldi í samskiptafærni Fyrirlestur og happdrættis vinningar Frjáls aðgangur að heilsurækt Heilsuborgar í eina viku Verð aðeins kr. 2.000.- (20% afsl. fyrir korthafa Heilsuborgar) Skráning í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is • • • • Gómsætt heilsusmakk frá Happdrættisvinningar frá m.a.:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.