Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 9. nóvember 2010 21 Bækur ★★ Tregðulögmálið Yrsa Þöll Gylfadóttir Sögur útgáfa Bókmenntafræðingar eru, eins og raunar rithöfundar, meðal fjöl- mennustu starfstétta skáldsagna- heimsins – líklega vegna þess hversu margir bókmenntafræðing- ar og rithöfundar leiðast út í skáld- sagnaskrif. Háskólaskáldsagan er þekkt og nokkuð útbreidd bók- menntagrein, ekki síst í enskumæl- andi heiminum. Á íslensku eigum við ekki margar slíkar sögur en að minnsta kosti eina vel heppnaða, Mína kátu angist eftir Guðmund Andra Thorsson. Tregðulögmálið eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur er tilraun til að skrifa slíka sögu úr íslensku umhverfi og samþætta sögu úr einkalíf- inu við umræðu um fræðin, stöðu hugvísinda og tilgang. Bókmenntafræðineminn Úlf- hildur á að vera að vinna að BA-rit- gerð sinni. Hún er föst í sambandi við heimspekinginn og níhilistann Binna, ríkan strák sem hefur reynt að berjast til fátæktar en endað á því að flýja heim á Hótel mömmu þaðan sem hann lítur niður á allt og alla. Líf Úlfhildar er komið í hálfgerða sjálfheldu. Hún á erfitt með að réttlæta námið og tilgang þess fyrir sjálfri sér og sambandið við kærastann er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu. Eina ljós- glætan í lífi hennar virðist vera vonin um að komast til útlanda, nánar tiltekið til New York þar sem hún hefur sótt um framhalds- nám. Verkefnið sem lagt er upp með í Tregðulögmálinu er metnaðar- fullt og margar hugmyndanna sem fjallað er um eru miðlægar í vestrænni menningu, hér eru pælingar um stöðu kynjanna, til- gang og takmarkanir heimspeki og hugvísinda og fleira í þeim dúr. Þessar pælingar birtast bæði í hugsunum Úlfhildar og í samtölum hennar við aðra. Framan af getur lesandann grunað að verið sé að undirbúa einhverja meiriháttar afbyggingu eða írón- íska afhjúpun þeirrar háalvarlegu speki sem veltur upp úr Úlfhildi og vinum hennar. En sú afhjúpun kemur aldrei. Hvorki í lífi Úlfhildar, hugsun hennar eða námi verður nokkur þróun eða umbreyting sem virkar sannfær- andi á lesandann. Sagan verður allt of langdregin og eintóna. Pælingarnar og samtölin verða eins og langt endurrit af tali háskólanema sem margir þekkja eflaust af eigin reynslu, nema hvað að í minningunni var það skemmtilegra og umfram allt ábyrgðar- lausara og frjórra. Persónurnar í Tregðu- lögmálinu eru flestar óhemju alvarlegar og lifna aldrei við. Þær eru týpur, farvegir fyrir tal og orðræður sem eru kunnuglegar fyrir þá sem hafa lifað og hrærst í bókmennta- heiminum undanfarna áratugi, en þær ná aldrei að varpa neinu nýju ljósi á viðfangsefnin, þær koma aldrei á óvart. Stíll sögunnar er í samræmi við þetta, oft stífur og bókmálslegur, sjaldan er brugð- ið á leik, látið reyna á tungumálið eða tekin áhætta með það. Jón Yngvi Jóhannsson Niðurstaða: Tregðulögmálið er því miður misheppnuð tilraun til að skrifa íslenska háskólaskáldsögu. Sagan tekur sjálfa sig allt of hátíðlega og nær aldrei að varpa nýju ljósi á viðfangsefni sín. Háskólaskáldsaga úr samtímanum Tónlist ★★★ The End Is as Near as Your Teeth Swords of Chaos Keyrsla og læti Swords of Chaos er fjögurra manna band, skipað þeim Úlfi Einarssyni söngvara, Alberti Finnbogasyni gítarleikara, Ragnari Hrólfssyni trommuleikara og Úlfi Hanssyni bassaleikara. Þeir spila hratt og hart rokk. Flest lögin á þessari fyrstu plötu þeirra hljóma við fyrstu hlustun eins og tónlist ótal annarra harðkjarna metal- sveita. Þegar maður hlustar betur fer maður hins vegar að taka eftir smáatriðunum í sándinu og útsetningunum og lagasmíðarnar sem sumar virka kaótískar í byrjun síast inn. Það er góður kraftur í þessu bandi. Hljóðfæraleikararnir gefa ekkert eftir og Úlfur söngvari er í meira lagi efnilegur. Nokkur lög plötunnar skera sig úr og breyta heildaryfirbragði hennar. Alexis Mardas sem er unnið í samstarfi við Kiru Kiru er eins og hljóð- landslag, Each Thousand Years but a Day hefst á lúðrakafla og lokalagið, Northern Crater, leysist upp í miðri keyrslunni og tekur góðan tíma í að fjara út með tilþrifum. Þessi plata virkar best spiluð í gegn í heild sinni. Ekki er hægt að sleppa því að minnast á umslagið, sem er hannað af Söru Riel og sem er sérstaklega flott. Það má reyndar alveg hrósa Kima fyrir metnað og framsækni í umslagagerð. Á heildina litið er þetta ágæt rokkplata. Ef þeir félagar bæta aðeins í undarlegheitin gæti næsta plata orðið meistaraverk! Trausti Júlíusson Niðurstaða: Kraftmikil og á köfl- um stórskemmtileg rokkplata. RESTAURANT ÆVINTÝRALEGUR MATSEÐILL OG JÓLALEGT ÚTSÝNI Þú upplifir einstaka jólastemningu á Grillinu fyrir jólin. Jólamatseðillinn inniheldur hefðbundna sem óhefðbundna jólarétti sem vekja forvitni sannra mat- gæðinga og útsýnið yfir höfuborgina í ævintýralegum jólabúningi kórónar stemninguna. Hátíðin verður einstök með ljúfri kvöldstund, bragðgóðum mat, dýrindis víni og gullfallegu útsýni. P IP A R S ÍA 91 77 7 Bókaðu núna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.