Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 6
6 9. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Kynningarfundur um Þróunarsjóð EFTA Fulltrúar sjóðsins halda sérstakan kynningarfund um áherslur í starfsemi hans á nýju starfstímabili og möguleika á samstarfi við styrkþega sjóðsins í utanríkisráðuneytinu, miðvikudaginn 10. nóvember nk. kl. 10-12. Þróunarsjóður EFTA er starfræktur til að draga úr efnahagslegu og félagslegu misræmi milli svæða innan Evrópska efnahagssvæði- sins. Sjóðurinn er um þessar mundir að hefja nýtt starfstímabil og mun samtals starfa á 17 áherslusviðum. Þau taka m.a. til endur- nýjanlegra orkugjafa, umhverfismála, lýðheilsu, jafnréttismála og varðveislu menningarverðmæta auk þess sem gert er ráð fyrir að reknar verði áætlanir um rannsóknir og skólastyrki. Styrkþegar sjóðsins eru auk nýju aðildarríkja Evrópusambandsins í A-Evrópu Grikkland, Spánn og Portúgal. Annað meginmark- mið sjóðsins á nýja starfstímabilinu er að styrkja tvíhliða tengsl milli þessara ríkja og EFTA-ríkjanna sem taka þátt í EES. Ýmsir möguleikar eru á samstarfi í því skyni, bæði með rekstri sam- starfsáætlana og þátttöku í fyrirfram skilgreindum verkefnum. Allir sem áhuga hafa á að kynna sér samstarfsmöguleika við sjóðinn eru velkomnir á fundinn en þátttaka óskast tilkynnt á netfangið: gyda.einarsdottir@utn.stjr.is Nánari upplýsingar um sjóðinn og áherslusvið á nýja starfstíma- bilinu er að finna á eftirfarandi slóð: http://www.eeagrants.org/id/1940 Utanríkisráðuneytið INDÓNESÍA, AP Þúsundir flúðu heim- ili sín undan rótum eldfjallsins Mer- api í Indónesíu í gær. Opinber við- vörun var gefin út um að eldfjallið gæti gosið aftur hvenær sem væri og fjölmenntu íbúar inn í rútur, lest- ir og bíla til að flýja í kjölfarið. Fjöldaútför var haldin á sunnudag fyrir þá 141 sem höfðu látið lífið í eldgosinu á síðustu tveimur vikum, en þetta er mannskæðasta gos sem hefur orðið í fjallinu á síðustu 80 árum. Nálægasti flugvöllur á svæðinu hefur verið lokaður vegna ösku síðustu daga. Hefur því umferð til höfuðborgarinnar Jakarta tvöfald- ast og er orðin mjög þung. Mörg flugfélög hafa þó hætt við flug til höfuðborgarinnar vegna öskufalls. Merapi er eitt af virkustu eldfjöll- um heims og hafa gosin á síðustu öld orðið meira en 1.400 manns að bana. Á föstudaginn síðasta var tala lát- inna orðin sú hæsta síðan 1930. Samkvæmt íslömskum trúar- brögðum skal grafa hina látnu eins fljótt og auðið er og fengu ætt- ingjar fórnarlambanna þrjá daga til að bera kennsl á ástvini sína. Var líkunum síðan komið fyrir í fjöldagröf, sem er algengt í Indónesíu þegar hörmungar sem þessar dynja yfir. - sv Mannskæðasta eldgos Merapi í áttatíu ár: Þúsundir manna flýja MERAPI Í INDÓNESÍU Sjálfboðaliði beinir íbúum leið frá rótum eldfjallsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Telur þú að þjóðfundurinn skili góðum árangri? JÁ 40,8% NEI 59,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að kjósa í kosningum til stjórnlagaþings 27. nóvember? Segðu þína skoðun á visir.is MENNTAMÁL SAMFOK, sam- tök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, lýsa yfir áhyggjum af fyrirhuguðum niðurskurði á menntasviði Reykjavíkurborgar þriðja árið í röð. Guðrún Valdimarsdóttir, for- maður SAMFOK, segir helsta áhyggjuefnið vera að fjárveiting- ar til skólanna muni vart duga til að fylgja ákvæðum grunnskóla- laga að fullu. „Við höfum verið í samráði með niðurskurðinn hingað til og skiljum þörfina á honum,“ segir Guðrún. „En nú höfum við mikl- ar áhyggjur af því að kerfið þoli ekki meira og að gæði skóla- starfsins muni skerðast.“ - sv SAMFOK lýsa yfir áhyggjum: Telja að gæði skólastarfs muni skerðast Bæjarráð Hafnarfjarðar segir sér ekki fært að verða við ósk Þórdísar Kötlu Bjartmarz um fjárstyrk til að sækja leiðtoganámskeið á Suðurskauts- landinu í mars á næsta ári. HAFNARFJÖRÐUR Suðurskautsfara hafnað BÚRMA, AP Að minnsta kosti tíu þúsund manns hafa flúið yfir landamærin til Taílands vegna bardaga milli stjórnarhers Búrma og uppreisnarhers karena. Bardagar brutust út í kjölfar þingkosninga í Búrma, sem haldnar voru um helgina. Kosn- ingarnar hafa verið harðlega gagnrýndar, og þykja eingöngu til þess ætlaðar að styrkja völd herforingjastjórnarinnar í Búrma. Karenar hafa barist, með mis- löngum hléum, gegn herforingja- stjórninni áratugum saman. - gb Átök í kjölfar kosninga: Þúsundir hafa flúið frá Búrma FLÚNIR TIL TAÍLANDS Hópur flótta- manna kominn yfir landamærin. NORDICPHOTOS/AFP ALÞINGI Það er forseta Íslands að ákveða hvort hann skjóti Icesave- málinu til þjóðarinnar öðru sinni, sagði Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra á Alþingi í gær. Þar svaraði hann fyrirspurn Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Sigmundur spurði hvort Össuri þætti ekki hæpið að ljúka málinu án þess að þjóðin fengi að eiga síð- asta orðið, í ljósi þess að þegar hafi verið gengið til þjóðaratkvæðis um Icesave-samningana einu sinni. „Ég tel að þetta mál eigi að koma til þingsins, og þingið eigi að afgreiða það. Það er síðan þannig að forsetinn hefur þennan rétt, sem hann hefur nýtt sér áður. Ég spái ekkert í gang himintungla varðandi niðurstöðu hans,“ sagði Össur. Fyrri samningi sem náðist við Breta og Hollendinga vegna Icesave-málsins var hafnað í þjóð- aratkvæðagreiðslu um málið. Það gerðist í kjölfar þess að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði því að staðfesta lög rík- isstjórnarinnar 5. janúar síðast- liðinn, og skaut málinu þar með í þjóðaratkvæðagreiðslu. - bj Forseti ákveður hvort þjóðaratkvæðagreiðsla verður um Icesave segir utanríkisráðherra: Segist ekki spá í gang himintunglanna TIL ÞINGSINS Þegar samningar nást í Icesave-málinu eiga þeir að fá afgreiðslu hjá Alþingi, sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á Alþingi í gær. UTANRÍKISMÁL Íslensk stjórnvöld fara fram á að fá upplýsingar um eftirlit bandaríska sendiráðsins hér á landi með íslenskum borgurum, og hvort samráð hafi verið haft við stjórnvöld vegna þessa. Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra segir að engin gögn um eftirlitið finnist í skjölum ráðuneyt- isins og starfsmenn kannist ekki við samráð af nokkru tagi. Hann segir að óskað verði eftir upplýs- ingum um eðli eftirlitsins. „Mér geðjast illa að því ef erlend ríki hafa afskipti af íslenskum þegnum eða innanríkismálum hér, hvað þá að menn séu að snuðra um fólk eða njósna,“ segir Ögmundur Jónasson dómsmála- og mannrétt- indaráðherra. Hann hefur óskað eftir upp- lýsingum frá ríkislögreglustjóra um hvort slíkt samráð hafi verið haft. Ögmundur segir aðspurður að honum þætti afar óeðlilegt hafi íslensk lögregluyfirvöld tekið þátt í slíku eftirliti. Talsmaður bandaríska sendi- ráðsins hefur staðfest að eftirlits- hópur á vegum sendiráðsins sé starfræktur hér á landi. Vilja upplýsingar um eftir- lit bandaríska sendiráðsins Bandaríska sendiráðið á Íslandi starfrækir hóp sem fylgist með ferðum fólks. Geðjast illa að snuðri og njósn- um segir dómsmálaráðherra. Ekki leynilegt verkefni eða hluti af leyniþjónustu segir talsmaður sendiráðsins. „Þetta er ekki leynilegt verkefni og ekki hluti af starfsemi leyniþjón- ustu,“ segir Laura Gritz, talsmað- ur bandaríska sendiráðsins. Hún segir hlutverk hópsins að fylgjast með ferðum fólks við sendiráð- ið og nærri starfsmönnum sendi- ráðsins. Eftirlitssveitir bandarískra sendiráða komust í hámæli á hinum Norðurlöndunum eftir að upp- lýst var um tilvist þeirra nýver- ið. Stjórnvöld í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hafa óskað eftir skýr- ingum bandarískra stjórnvalda á eftirlitinu. Spurð hvort íslensk stjórnvöld hafi vitað af eftirlitinu segir Gritz: „Við munum ræða við íslensk stjórnvöld vegna málsins og svara þeirra spurningum, en það munum við ekki gera í gegnum fjölmiðla.“ Hún gat ekki upplýst um þjóð- erni þeirra sem gegnt hafi eftirlit- inu. Norskir fjölmiðlar staðhæfa að norskir borgarar hafi sinnt eft- irliti fyrir sendiráðið í Osló, gjarn- an fyrrverandi lögreglumenn. Gritz segir að slíkir eftirlitshóp- ar séu starfræktir í öllum sendiráð- um Bandaríkjanna. Tildrög þess séu hryðjuverkaárásir sem gerð- ar hafi verið á sendiráð landsins í Tansaníu og Kenía árið 1998. Í ljós hafi komið að hryðjuverkamenn- irnir hafi fylgst með sendiráðunum í nokkurn tíma áður en þeir létu til skarar skríða. brjann@frettabladid.is LAUFÁSVEGUR Upplýst hefur verið að bandaríska sendiráðið hefur fylgst með fólki í nágrenni sendiráðsins við Laufásveg í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.