Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 16
16 9. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Íslendingar séu virkir þátttakendur í um- ræðunni um aðild að Evrópusambandinu … Ísland og Evrópusambandið aðhyllast sömu grundvallargildi, lýðræði og mannréttindi, og vinna nú þegar saman að því að breiða þau út á alþjóðavettvangi. Sem framkvæmdastjóri stækkunar- og nágrannastefnu ESB fagna ég því að aðildarviðræður við Ísland séu formlega hafnar. Það hvernig Ísland hefur tekist á við afleiðingar banka- hrunsins, hvort heldur sem litið er til efnahagsumbóta eða stjórnkerfis- breytinga, sýnir hversu rótgróin og sterk lýðræðishefðin á Íslandi er. Ísland og Evrópusambandið auðga hvort annað. Evrópusambandið reið- ir sig nú þegar á sérfræðiþekkingu Íslendinga í málefnum Norður-Atl- antshafsins og norðurskautssvæð- isins, ekki síst varðandi aðferðir til að bregðast við loftslagsbreyting- um. Í því efni metum við reynslu og þekkingu Íslendinga á sviði endur- nýjanlegrar orku. Íslendingar gætu, með aðild að Evrópusambandinu, styrkt verulega getu sína til að tak- ast á við þær áskoranir sem fram- undan eru og nýtt þau tækifæri sem munu skapast vegna breytinga á norðurslóðum. Þessu til viðbótar getur aðild að Evrópusambandinu – með markað 500 milljón neytenda og sameiginlegan gjaldmiðil – lagt grunninn að hagvexti og stöðug- leika til langs tíma. Ég veit vel að íslenskt samfélag stendur frammi fyrir grundvallar- ákvörðun hvað varðar aðild að Evr- ópusambandinu. Sem tékknesk- ur ríkisborgari hef ég reynslu af stækkun ESB þegar land mitt gerð- ist aðili að Evrópusambandinu. Það ferli kallar á upplýsingamiðlun og víðtæk skoðanaskipti sem byggjast á staðreyndum og tölum fremur en á ótta eða goðsögnum. Fyrsta framvinduskýrsla fram- kvæmdastjórnar ESB um Ísland gefur mynd af núverandi stöðu í undirbúningi hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er að finna greinargott yfirlit við- fangsefna sem taka þarf til athug- unar í viðræðuferlinu, einkum þau sem varða fiskveiðar, landbúnað og fjármálaþjónustu. Okkur ber skylda til að vinna með opnum hug og jákvæðni að lausnum sem báðir aðilar hafa ávinning af. Í samningaviðræðunum framund- an munum við taka tillit til sérstöðu Íslands og væntinga og standa um leið vörð um grundvallarreglur Evr- ópusambandsins. Nú þegar komið er að mikilvægum áfanga aðildarvið- ræðnanna mun samstarf okkar auk- ast enn frekar. Næstu vikur og mán- uði koma sérfræðingar frá Íslandi og framkvæmdastjórninni saman og meta þann mun sem er á löggjöf okkar. Því næst ræðum við hvernig og hvenær við fjöllum um útistand- andi atriði og hefjum að því loknu eiginlegar samningaviðræður um einstaka kafla. Miklu skiptir að Íslendingar séu virkir þátttakendur í umræðunni um aðild að Evrópusambandinu svo að þeir geti sjálfir tekið ákvörðun varðandi framtíðarstefnu þjóðar sinnar. Þróttmiklar og markviss- ar umræður í aðdraganda þjóðar- atkvæðagreiðslu eru fyrst og fremst á ábyrgð íslenskra stjórn- málamanna og Íslendinga sjálfra. Ég er ætíð reiðubúinn að leggja mitt af mörkum til umræðunnar. Ég er sannfærður um að vel undirbúin ákvörðun um aðild að Evrópusam- bandinu, sem fengið hefur ítarlega umræðu, er ávinningur fyrir báða aðila. Þetta markmið er ofarlega á dagskrá minni. Ég er sannfærður um að Ísland og Evrópusambandið eiga svo margt sameiginlegt að þau komast betur af saman en sitt í hvoru lagi. Sterkari saman Ísland og ESB Stefan Füle framkvæmdastjóri stækkunar- og nágrannastefnu ESB Um daginn birtist heilsíðuaug-lýsing í blaði þar sem ákveðin tegund örbylgjupopps var auglýst undir orðunum „Engin transfita“. Auglýsingin gladdi mig mjög því hún sýnir að markaðurinn bregst við umræðunni um óhollustu trans- fitusýra í matvælum. Nýlega birtist einnig þessi áskorun: „Aðalfundur Læknafélags Íslands [...] skorar á Alþingi Íslendinga að samþykkja nú þegar þá þingsálykt- unartillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi um takmörkun á transfitusýrum í matvælum á Íslandi. Neysla transfitusýra í mat- vælum eykur tíðni hjarta- og æða- sjúkdóma verulega.“ Auglýsingin og áskorunin sýna að nú er lag fyrir stjórnvöld að taka af skarið og setja reglur um trans- fitusýrur í matvælum. Undirrituð hefur ásamt meðflutningsmönn- um lagt slíka tillögu fyrir Alþingi. Kröfur um að efni hættuleg heils- unni verði takmörkuð eða bönnuð í matvælum fara vaxandi. Trans- fitusýrur í matvælum eru dæmi um þetta. Nýlega kynnti danskur læknir, Steen Stender, aðalfundi Lækna- félags Íslands og fulltrúum í heil- brigðisnefnd Alþings reynsluna af takmörkun transfitusýra í mat- vælum í Danmörku. Hann er leið- andi á þessu sviði og dró vagn- inn árið 2003, þegar Danir settu, fyrstir allra, reglur um að mat- vara mætti ekki innihalda meira en 2 g af transfitusýrum í hverj- um 100 g fitunnar. Sviss og Aust- urríki hafa nú sett svipaðar reglur. Reynsla Dana er mjög góð og sýnir rannsókn að þeir innbyrða minnst af transfitusýrum af þeim 24 þjóð- um sem skoðaðar voru. Íslending- ar skipuðu sér hins vegar í verstu sætin ásamt Austur-Evrópuþjóðum og Bandaríkjamönnum. Transfitusýrur myndast þegar olía er hert í harða fitu. Hörð fita er notuð til að matvæli fái eftir- sóknarverða eiginleika, s.s. aukið geymsluþol. Transfitusýrur eru einkum í matvörum þar sem bökun- arsmjörlíki eða djúpsteikingarfeiti sem inniheldur herta fitu er notuð við framleiðslu. Vörur sem mögu- lega innihalda transfitusýrur eru t.d. smjörlíki, steikingarfeiti, kökur, kex, franskar kartöflur, djúpsteikt- ur skyndibitamatur, örbylgjupopp, snakk og sælgæti. Þessar vörur eru vinsælar meðal barna og unglinga. Dæmi eru um að transfitusýrur geti verið allt að 60% af heildarfitu- magni í matvöru. Neysla á transfitu- sýru eykur líkur á hjarta- og æða- sjúkdómum mun meira en neysla á mettaðri fitu, sem þó er vel þekktur áhættuvaldur. Ef neytt er meira en 5 g af transfitusýrum á dag aukast líkur á slíkum sjúkdómum um 25- 30%. Hér á landi er auðvelt að fá það magn í einni máltíð. Neysla trans- fitusýra eykur einnig hættu á offitu og sykursýki. Hin seinni ár hefur neysla transfitusýra hér minnkað nokkuð, m.a. vegna minni neyslu og breyttrar samsetningar smjörlíkis. Meðaltalshlutfall er samt of hátt og ljóst að fjöldi Íslendinga er að inn- byrða allt of mikið magn transfitu- sýra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- in mælir með að neyslan fari ekki yfir 2 g á dag. Meðan ekki er búið að setja reglur um hámarksmagn transfitusýra geta neytendur reynt að verjast með því að rýna í merk- ingar á matvörum. Matur sem inniheldur transfitusýrur er oft- ast merktur á ensku sem „parti- ally hydrogenated oil“ og á dönsku „delvist hærdet olie/fedt“. Neytend- ur geta einnig valið olíur og mjúka fitu í stað harðrar fitu og tekið lýsi. Brýnt er að Alþingi taki af skarið sem fyrst í þessu mikilvæga neyt- endamáli og setji reglur um tak- mörkun transfitusýra í matvælum. Ávinningurinn er mikill. Engin transfita Heilbrigði Siv Friðleifsdóttir alþingismaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.