Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 20
 9. nóvember 2010 4 Orðið jól kemur þegar fyrir í heiðnum sið og var þá notað um miðsvetrarblót, sólhvarfahátíð. Síðar þegar kristni barst til Norð- urlanda og fæðingar Krists var minnst á svipuðum tíma færðist heitið á heiðnu hátíðinni yfir á þá kristnu. www. visindavefur.hi.is Jólaföndurhugmyndir er hægt að nálgast á vef Sorpu. Farið er undir Fræðslu/Náms og fræðsluefni/Jólaföndur. Þar má finna hugmyndir að því hvernig nýta má algengt rusl í jólaskraut og gjafir. Til dæmis hitaplatta úr kóktöppum, jólatré úr klósettrúllum og nammibréfi, jólakúlur úr almanaki Sorpu og dagatal úr eggjabökkum. Mörgum þykir ótrúlegt að nærri hálf öld sé liðin frá því að fyrstu jólasveinarnir birtust í gluggum Rammagerðarinnar í Hafnar- stræti. Enda muna margir eftir því að hafa verið börn að skoða sveinana, sem vöktu ekki síst athygli fyrir það að geta hreyft hendur eða búk lítið eitt. Það er því ekki síður fullorðið fólk, sem ólst upp við að kíkja eftir sveinun- um á hverri aðventu, sem guðar á glugga Rammagerðarinnar fyrir jólin. „ Jól a svei n a r n i r í Rammagerðinni eiga sér langa sögu. Fyrstu upp- runalegu Rammagerð- ar-sveinarnir komu frá Ameríku í kring- um 1960. Síðan þá hafa sveinarnir eftir því sem við kom- umst næst einu sinni verið endur- nýjaðir með svein- um frá Danmörku og Þýskalandi. Í dag eru sveinarnir fimm í gluggunum auk nokkurra minni sveina,“ segir Hilm- ar Már Aðalsteins- son, rekstrarstjóri Rammagerðarinnar. Hann bætir við að reynt sé eftir fremsta megni að fara vel með sveinana milli jóla til að þeir eigi sem lengsta lífdaga. „Ég vildi að ég gæti sýnt þér sérherbergi og rúm sem sveinarn- ir hvíla sig í á milli jóla, en svo er nú ekki þótt við reynum að fara afar vel með þá milli hátíða og löpp- um upp á þá reglulega með hjálp smiða og rafvirkja. Þeir stíga svo á svið í enda októbermánaðar.“ Hilmar segir starfsfólkið ekki síður hafa gaman af því að sjá upplitið á leikskólabörnum sem koma að kíkja í gluggana en börnunum þykir gaman að sjá sveinana. „Við fáum mikið af fullorðnu fólki til okkar sem ólst upp við það sem börn að kíkja á svein- ana í gluggunum í Rammagerð- inni og það þykir okkur voðalega vænt um – að geta verið hluti af jólamenningunni á Íslandi. juliam@frettabladid.is Jólasveinarnir glatt úti í glugga í nærri hálfa öld Tæp fimmtíu ár eru liðin frá því að Rammagerðin í Hafnarstræti flutti inn jólasveina sem vöktu mikla athygli meðal borgarbúa. Sumir Reykvíkingar sem hafa að reglu að heilsa upp á sveinana frá barnæsku. Hilmar Már Aðalsteinsson, rekstrarstjóri Rammagerðarinnar. Jólasveinarnir í Rammagerðinni fá reglulega upplyftingu frá smiðum og rafvirkjum sem huga að þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐ BJÓÐUM BETUR SANNKALLAÐ JÓLAVERÐ Á ÖLLUM INNRÉTTINGUM LÁTTU REYNA Á ÞAÐ Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur ALVEG NÝTT teg. FALLON - push up fyrir þær stærri í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 7.680,- buxur í stíl á kr. 2.990,- teg. FALLON - push up í A,B,C,D skálum á kr. 7.680,- buxur í stíl á kr. 2.990,- F í t o n / S Í A ÞAÐ ER AUÐVELTAÐ KAUPA ÁSKRIFT Á STOD2.IS RIKKI G ALLA DAGA FRÁ 17 – 20 TOPPGAUR FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? www.sorpa.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.