Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 27
lífsstíll ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2010 7 ● BETRA AÐ BORGA MEÐ REIÐUFÉ Fólk sem borgar með korti í matvöruverslunum er lík- legra til að kaupa óhollustu en fólk sem greiðir með reiðufé. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Cornell- og New York háskóla. Rannsókn þeirra náði til eitt þúsund þátttakenda sem fylgst var með um sex mánaða skeið. Fólkinu var skipt í tvo hópa og var því gert að versla ávallt í sömu verslun. Annar hópurinn greiddi með korti en hinn með reiðufé. Þeir sem notuðu kortin voru líklegri til að setja óhollustu í inn- kaupakörfuna sína en þeir sem greiddu með reiðufé og héldu þeir sig síður við innkaupalistann. Þeir sem greiða með reiðufé í mat- vöruverslunum tína síður óhollustu ofan í innkaupakörfuna. ● NÝSTÁRLEG HÖNNUN Ron Arad er ísraelskur arkitekt, hönnuður og listamaður sem þekktur er fyrir nýstárlega hönnun. Hann hefur meðal annars hannað ljósakrónur fyrir Swarowski sem sýna sms með díóðum. Einnig er hann þekktur fyrir að hafa hannað fyrsta ilmvatnsglasið fyrir Kenzo. Þessi skemmtilega bókahilla, sem ber nafnið Bókaormur og er frá árinu 1993, er dæmigerð fyrir húsgagnahönnun Arads, en hann hefur meðal annars hannað borð sem liðast upp veggi í stað þess að standa á fjórum fótum á gólfinu. Ron Arad stundaði nám við Bezalel Academy of Art and Design í Jerúsalem frá 1971 til 1973 og The Architectural Association in London frá 1974 til 1979 og var yfirmaður vöruhönnunardeildar The Royal College of Art í London frá 1997- 2009. Hann á tvær dætur og er nágranni Gwen Stefani í London. Sýnishorn af hönnun hans má skoða á vefsíðunni www.ronarad.co.uk. Bókaormurinn liðast fagurlega upp vegginn. ● DETOX JÓNÍNU VERÐUR HEILSUHÓTEL ÍSLANDS Detox Jónínu Ben hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Heilsuhótel Íslands. Nýir eigendur eru komnir að rekstrinum ásamt Jónínu og eru það þau Ragnar Sær Ragnarsson framkvæmdastjóri, Anna Katrín Ottesen, sjúkraþjálfari og Chad Keilen, lífs- stílsráðgjafi og nuddfræðingur. Meðal nýjunga sem boðið verður upp á er Heilsuskóli til lífsstílsbreytinga, sem hugsaður er sem þjónusta fyrir fyrirtæki og stofn- anir sem vilja styðja við heilsurækt starfsfólks síns. Þá var nýlega gengið frá viðamiklum samningi um rann- sókn á árangri félagsins sem mun hefjast í árslok og standa yfir næstu þrjú árin. Árangursmatið er unnið af dr. Ásgeiri Helgasyni við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og samstarfsfólki hans. ● ORKUDRYKKUR Í SKAMMDEGINU Hvernig væri að gefa skammdegis- myrkrinu langt nef og byrja daginn á heimalöguðum orku- drykk? Þessi drykkur er fljótlag- aður og kemur blóðinu á hreyf- ingu. Rífðu niður sirka 10 senti- metra af engiferrót með rifjárni út í sjóðandi vatn. Pressaðu saf- ann úr hálfri sítrónu út í og bættu við örlitlu af cayenne- pipar. Láttu sjóða augnablik og drekktu í einum teyg á meðan drykkurinn er heitur. Þessi drykkur eykur brennsl- una, virkar úthreinsandi og bólguhemjandi samkvæmt heilsublaði Alt for damerne. www.lyfja.is - Lifið heil Heilnæm mýkt og hreinlæti fyrir alla fjölskylduna DANATEKT eru hágæða húðvörur fyrir alla fjölskylduna. Þær eru ofnæmisprófaðar og innihalda ekki aukaefni á borð við ilmefni, litarefni eða parabena. Vörurnar frá Danatekt eru svansmerktar, sem tryggir gæði, heilnæmi og umhverfisvæna framleiðslu. Í DANATEKT línunni er krem og húðmjólk sem nærir húðina og hlífir henni og hársápan er svo mild að hana má nota á allan líkamann. Danatekt Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Setbergi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík Nánari upplýsingar á www.portfarma.is Danatekt Intim DANATEKT INTIM er hreinsikrem og hlífðarkrem fyrir viðkvæmustu staði líkamans. Intim hentar allri fjölskyldunni, einnig ungabörnum. Danatekt brjóstakremið þarf ekki að þurrka af fyrir gjöf og er eina svansmerkta brjóstakremið á markaðnum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.