Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 22
 9. NÓVEMBER 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● lífsstíll Ragnhildur Þórðardóttir er að eigin sögn heilsufíkill. Hún bloggar um áhugamál sitt á netinu og bendir þar á hluti sem betur mættu fara, algeng- an misskilning fólks og þau mistök sem það gerir í leit að heilsusamlegu líferni. Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga agli eins og hún kallar sig á bloggsíðu sinni, er með meist- arapróf í heilsusálfræði frá há- skóla í Bretlandi og stundar nú cand psych nám í klínískri sál- fræði í Kaupmannahöfn. Hennar aðaláhugamál er þó heilsuræktin og holl næring. „Ég byrjaði að væflast í lík- amsrækt í kringum 19 ára aldur. Það vatt síðan upp á sig og er í dag orðið að hálfgerðri fíkn, áhuga- máli og lífsstíl,“ útskýrir Ragn- hildur, sem byrjaði að blogga fyrir fimm árum meðan hún var í námi í Bretlandi. „Það var til að leyfa vinum og vandamönnum að fylgj- ast með. Fljótlega varð ég þó leið á að skrifa um það sem á daga mína dreif, því það var ekki æði margt,“ segir Ragnhildur, sem ákvað þá að skrifa um það sem henni þætti skemmtilegast og fræða bæði sjálfa sig og aðra um líkamsrækt og mataræði. Ragnhildur skrifar bæði um það sem hún þekkir sjálf og leitar sér upplýsinga á netinu. Þá lætur hún oftar en ekki fólk heyra það ef henni mislíkar. „Ég er ekki bara nagli í ræktinni heldur líka lífinu og ég nenni ekki einhverju grenji og væli. Svo ég bölsótast heilmikið á síðunni,“ segir hún glettin. Meðal þess sem Ragnhildur skrifar um er algeng mistök sem fólk gerir í ræktinni. Hún var innt eftir nokkrum staðreynd- um um helstu mistökin og helsta misskilninginn varðandi heilsu- rækt. - sg Nagli í ræktinni og lífinu Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli eins og hún er stundum kölluð, hefur brennandi áhuga á líkamsrækt og mataræði. Hún bloggar um þetta hugðarefni sitt á http://blog.eyjan.is/ragganagli ALGENG MISTÖK ALGENGUR MISSKILNINGUR „Að telja hitaeiningar.“ Bæði er það hundleiðinlegt, og allt of erfitt fyrir byrjend- ur að vita hve margar hitaeiningar eru í mis- munandi fæðutegundum og reikna það svo allt saman fyrir heila máltíð. Til að byrja með skiptir meira máli hvað er borðað frekar en hve mikið. „Að nota kílóa- tölur sem viðmið á árangur.“ Kílóin ein og sér eru ekki áreið- anleg mælieining á ár- angur, það er bara ein breyta af mörgum. „Óþolin- mæði.“ Árang- urinn á að sjást eftir viku og ef það gerist ekki þá finnst mörgum þetta vonlaust. Þá lætur fólk ginn- ast af alls konar töflum og skjót- fengnum lausn- um. „Að sleppa máltíðum.“ Blóð- sykur verður of lágur. Það hægist á brennslu líkamans því hann vill spara orkuna. Með því að borða 5-6 litlar máltíðir á dag komum við í veg fyrir blóðsykursfall og niðurbrot vöðva. „Að borða of lítið.“ Algengt sér- staklega hjá konum. Þær kroppa eins og hænuungar í um 1200 kaloríur. Það hægir á öllu kerfinu og líkaminn fer að vinna á móti fólki, sem gerir fitutap í framtíðinni mun erfiðari. „Fólk einblínir á ræktina. „Algeng setn- ing er: „Ég skil þetta ekki, ég er búin að fara í ræktina þrisvar í viku í fjórar vikur og ekkert gerist.“ Ok, segi ég þá, en skoðum hvað þú ert að borða. Árangurinn ákvarðast við matarborð- ið. Æfingarnar móta líkam- ann og styðja við fitutapið, en það sem þú lætur ofan í þig er númer 1, 2 og 3. „Að borða of lítið af kolvetnum.“ Kolvetni eru meginorkugjafi líkamans og eini orkugjafi heilans. Án kolvetna er vitsmunastarf ekki 100%. Kolvetnissvelti eða of lítið af kolvetnum tæmir sykur úr vöðvunum og því verðum við orkulaus á æfingu. Þegar líkaminn fær ekki næg kolvetni þá notar hann prótín sem orkugjafa í staðinn sem á að nýtast í að byggja upp vöðva. Því verður lítil sem engin vöðvauppbygging þegar kolvetni vantar í mataræðið. Kolvetni eiga að vera 40% af daglegri orkuneyslu. „Að stunda eingöngu brennsluæfingar en ekki lyftingar.“ Vöðvar eru virkur vefur og maður gerir líkam- ann svo effektívan með því að „virkja kjötið.“ „Ef maður fer að sofa um leið og það kemur myrkur og vaknar kl. 6 þá grennist maður hraðar af því að það hægist á brennslunni í myrkri.“ Þannig að Íslendingar og aðrir á norðurhjara veraldar hljóta að hríðhorast á sumrin en tútna á veturna í öllu þessu fitandi myrkri. „Prótein- stykki eru fín sem millimál.“ Alveg hreint ríf- andi hollusta, næstum jafn heil- næmt í kroppinn og Snickers. „Ef ég fæ mér Special-K í morgunmat þá þarf ég ekki að borða aftur fyrr en í hádeginu.“ Af hverju að sleppa yndis- lega morgunkaffinu? Svo ekki sé minnst á að næringin úr Speci- al K er mest megnis einföld kolvetni og blóðsykurinn í rússíbana og hann fellur langt niður fyrir normalmörk svo miðmorguns ertu froðufellandi af hungri. „Aldrei drekka vökva með mat. Til þess að matur nýtist sem eldsneyti þarf að borða hann einan og sér. Vökvi eyði- leggur meltingarensímin.“ Hhhmmm… sem þýðir að rotinn matur safnast í þörm- unum og nýtist ekkert hjá þeim sem dirf- ast að bleyta í matnum í skoltinum. „Líkaminn getur ekki unnið vatn sem er kaldara en stofu- heitt. Það hindrar fitutap að hafa það of kalt.“ Og hvað gerist? Safn- ast vatnið líka upp í innyflunum þar til það fer að renna út um nasir og eyru ef þú dirfist að snúa kranan- um í átt að bláa litnum? Svo ekki sé minnst á alla fituna sem þú munt aldrei losna við!! „Alls ekki borða kartöflur, þær eru fitandi.“ Naglinn hefur heyrt þetta afdala kjaftæði nokkrum sinnum undanfarið. Já einmitt, einföld unnin kolvetni og transfitur hafa ekkert með aukakílóin þín að gera…. Hljóta að vera allar helv… kart- öflurnar. Í alvörunni?? Trúir fólk þessu?? „Það er alls ekki gott að borða mikið af kjöti, frekar borða meira grænmeti.“ Ööö?? Af því að kjöt er svo óhollt með allar fullkomnu amino- sýrurnar, járnið, sinkið, B-vítamínið? „Allt sem þú borðar eftir kl. 19 á kvöldin mun strax breytast í fitu meðan þú sefur.“ Ef þú treður þig út af kolvetnum rétt fyrir svefn þá kannski… en rétt næring fyrir svefn heldur þér í bull- andi uppbyggingu í staðinn fyrir að svelta maskínuna í 12- 14 tíma og lenda í niðurtæt- ingu á kjöti. Hollráð um heilsuna heitir hlekkur á vef Landlæknisembættisins en þar er að finna fræðslugreinar um margvísleg efni sem varða heilsu- far. Auk almennrar fræðslu er lögð áhersla á það sem fólk getur gert sjálft til að bæta andlega og líkam- lega heilsu sína með daglegum lífs- venjum og viðhorfum. Þar er meðal annars að finna viðmið fyrir svefnþörf eftir aldri og góð ráð til að sofa vel og hvíl- ast. HÉR ERU NOKKUR ÞEIRRA: ● Reglulegur fótaferðartími styrkir líkamsklukkuna og leiðir til reglu- legs svefntíma. ● Dagleg reglubundin hreyfing leiðir til dýpri og betri svefns en óregluleg líkamsrækt rétt fyrir svefn getur gert ógagn. ● Hungur truflar svefn en þó er ekki gott að ganga of saddur til hvílu. ● Ekki er gott að liggja andvaka í rúminu. Betra er að fara fram úr í skamma stund, lesa í bók eða fá sér bita en skríða svo aftur upp í. ● Dempuð lýsing nokkrum klukku- stundum fyrir svefn virkar vel. Sömuleiðis heitur koffínlaus drykk- ur eða heitt bað. ● Svefnlyf geta hjálpað í skamman tíma en notkun þeirra til lengri tíma er árangurslaus og jafnvel skaðleg. ● Tuttugu mínútna daglúr getur hjálpað mikið eftir svefnlausa nótt. Heimild: www.landlaeknir.is Góð ráð til að sofa vel og hvílast Góður nætursvefn bætir og kætir. Sumar staðreyndir eru fengnar af bloggsíðu Ragnhildar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.