Fréttablaðið - 12.11.2010, Side 4
4 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is
Árið 1955 stóð til að
reisa nýja flugstöð þar
sem Hótel Loftleiðir
stendur. Ekki fékkst fjár-
veiting til framkvæmda.
Árið 1962 réðust
Loftleiðir í byggingu
skrifstofa og flugstöðvar
þar sem Hótel Loftleiðir
stendur. Skömmu síðar
fluttist millilandaflugið
til Keflavíkurflugvallar
og byggingin var endur-
hönnuð sem hótel.
1973 var lagt til að
ný 4.000 fermetra
flugstöð yrði reist
á suðausturhluta
flugvallarsvæðisins.
Fjárskortur kom í veg fyrir framkvæmdir.
1974 var lögð fram tillaga um að breyta hluta Hótels Loftleiða
í flugstöð með tæplega 5.000 fermetra viðbótarbyggingu. Ekki
varð af framkvæmdum.
1985 var lagt til að ný 3.400 fermetra flugstöð yrði byggð
fyrir vestan og sunnan flugturn og skrifstofur Flugmálastjórnar.
Ekki náðist samstaða um málið. Sama ár var lagt til að 4.000
fermetra flugstöð risi á suðausturhluta flugvallarsvæðisins.
2001 voru kynntar tillögur um flugstöð/samgöngumiðstöð í eða
tengt Hótel Lofleiðum.
2005 eru lagðir til tveir kostir; nýbygging, 5.100 fermetrar að
grunnfleti, á norðausturhorni flugvallarsvæðisins (skammt frá
Hótel Loftleiðum og íþróttasvæði Vals) og breyting neðstu
hæðar Hótels Loftleiða í samgöngumiðstöð.
2006 leggur vinnuhópur til að samgöngumiðstöð rísi á norð-
austurhorni flugvallarsvæðisins.
2008 ákveður samráðshópur að miðstöðin rísi á norðaustur-
horninu. Ráðgert er að byggingin verði 3.200 fermetrar í fyrsta
áfanga.
2009 er samkomulag gert um bygginguna.
2010 er samgöngumiðstöð slegin út af borðinu.
Samgöngumiðstöð í skoðun frá 1955
1955
1956
1957
1958
1959
1960
1961
1962
1963
1964
1965
1966
1967
1968
1969
1970
1971
1972
1973
1974
1975
1976
1977
1978
1979
1980
1981
1982
1983
1984
1985
GENGIÐ 11.11.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
205,2081
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
111,38 111,92
179,78 180,66
153,02 153,88
20,527 20,647
18,917 19,029
16,446 16,542
1,3532 1,3612
174,20 175,24
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
LÖGREGLUMÁL Björgvin Björgvins-
son aðstoðaryfirlögregluþjónn
hefur tekið aftur við stjórn kyn-
ferðisbrotadeildar lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu. Björg-
vin óskaði eftir flutningi í starfi
eftir að haft var eftir honum í
DV að fórnar lömb nauðgana ættu
að líta í eigin barm. Þau ummæli
vöktu hörð viðbrögð.
Lögreglustjóri hefur nú óskað
eftir því að hann endurskoði þá
ákvörðun sína. Björgvin hefur
ásamt samstarfsfólki sínu byggt
upp starfsemi deildarinnar „með
afar góðum árangri“, segir í til-
kynningu frá LRH. „Björgvin
nýtur og hefur ætíð notið fyllsta
trausts yfirstjórnar lögreglu.“
- jss
Verður við kalli lögreglustjóra:
Björgvin aftur
yfir kynferðis-
brotadeildinni
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur
dæmt Sophiu Guðrúnu Hansen í
tólf mánaða skilorðsbundið fang-
elsi fyrir að
hafa komið því
til leiðar að
rannsókn hófst
gegn Sigurði
Pétri Harðar-
syni hjá lög-
reglu. Málið
varðaði undir-
skrift á þremur
viðskiptabréf-
um að upp-
hæð um 42 milljónir króna sem
Sophia taldi nafn sitt falsað á og
kvaðst gruna Sigurð Pétur um
það. Málið var kært til lögreglu
árið 2007. Rannsókn sænskra rit-
handarsérfræðinga leiddi í ljós
að sennilega skrifaði Sophia sjálf
undir viðskiptabréfin. - jss
Sakfelld fyrir rangar sakargiftir:
Dómur þyngd-
ur yfir Sophiu
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
22°
15°
10°
10°
13°
10°
10°
10°
22°
14°
21°
15°
26°
1°
15°
17°
6°Á MORGUN
Sums staðar strekkings-
vindur.
SUNNUDAGUR
Hægur eða fremur
hægur vindur. -6-6
-4
-10
-11
-1-2
-2 -3
-1
-3
-3
-4
-3
-2
-1
-3
-4
-1
-8
13
10
14
14
18
5
8
11 8
15
12
9
7
15
0
KULDALEG HELGI
Það má búast
við vaxandi frosti
á landinu nú
um helgina og á
sunnudag nær
frostið væntanlega
tveggja stafa tölu
inn til landsins en
verður minna með
ströndum. Það
snjóar norðan til
í dag og austan-
lands á morgun en
á sunnudag verður
víða bjart veður.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
FRAMKVÆMDIR „Það er ánægjuefni
að niðurstaða sé komin,“ segir
Árni Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Flugfélags Íslands.
Borgarstjóri og samgönguráð-
herra hafa ákveðið að samgöngu-
miðstöð rísi ekki í Vatnsmýri.
Rætt hefur verið um slíka fram-
kvæmd í áratug og undirbúning-
ur staðið í sex ár.
Á meðan hefur Flugfélagið
setið og beðið og farþegar þess
mátt gera sér lúinn og þröngan
húsakostinn við Reykjavíkurflug-
völl að góðu.
Sem dæmi um ástand mála var
hluti af starfsemi félagsins rek-
inn í gámum síðastliðið sumar.
Árni segir að þar sem yfir-
völd hafi áformað byggingu
samgöngumiðstöðvarinnar hafi
ekki verið ráðist í kostnaðar-
samar endurbætur á húsakynn-
um félagsins og þaðan af síður í
nýbyggingu. Nú sé ný staða uppi.
„Nú förum við í gegnum málið og
ég sé fyrir mér bæði endurbæt-
ur á núverandi húsnæði og við-
byggingu,“ segir Árni. Einnig
verði hugað að öðrum þáttum,
líkt og malbikun bílastæðis sem
ekki þótti borga sig að ráðast í
vegna yfirvofandi flutninga í
samgöngumiðstöðina.
„Já, já, alveg hiklaust,“ svarar
Árni spurður hvort aðrir flugrek-
endur fái inni í stærri og endur-
bættum húsakynnum Flugfélags-
ins.
Í hönd fara viðræður við skipu-
lagsyfirvöld um mögulegar fram-
kvæmdir.
bjorn@frettabladid.is
Flugfélagið er sátt og
ætlar að byggja sjálft
Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands er ánægður með að áralöngum vanga-
veltum um samgöngumiðstöð í Vatnsmýri sé lokið. Félagið hyggst bæta húsa-
kost sinn við Reykjavíkurflugvöll og býður aðra flugrekendur velkomna.
SVEITARSTJÓRNIR Gunnar Ingi Birg-
isson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokks í Kópavogi, segir Guðríði
Arnardóttur, fulltrúa Samfylk-
ingar og formann bæjarráðs, hafa
„látið kjósa sig í urmul af nefnd-
um“ á vegum Sambands íslenskra
sveitarfélags. Því sé ljóst að for-
mennska í bæjarráði Kópavogs telj-
ist ekki tímafrekt starf. Þetta bók-
aði Gunnar á bæjarstjórnarfundi.
„Undirrituð bendir á að Gunn-
ar Ingi Birgisson sat á Alþingi á
sama tíma og hann gegndi for-
mennsku í bæjarráði,“ svaraði Guð-
ríður. Gunnar sagði það aldrei hafa
komið niður á starfi sínu sem for-
manni bæjarráðs. „Bendi einnig á
að Guðríður Arnardóttir er í fullu
starfi sem framhaldsskólakennari
með öðrum störfum sínum,“ sagði
Gunnar. - gar
Önnum kafnir bæjarfulltrúar:
Deilt um byrði
aukastarfanna
UMFERÐ Nær tíundi hver ökumað-
ur í Reykjavík talar í síma undir
stýri án handfrjáls búnaðar. Álíka
margir nota ekki bílbelti. Þetta
kemur fram í niðurstöðum könnun-
ar sem tryggingafélagið VÍS gerði
í október. Kannaðir voru 26.186
bílar.
Fylgst var með umferðinni tvisv-
ar sinnum á fyrirfram ákveðnum
stöðum við stofnbrautir á höfuð-
borgarsvæðinu. Einungis voru þeir
bílar taldir þar sem sjá mátti með
vissu hvort notað væri bílbelti og
hvort ökumaður var að tala í far-
síma án handfrjáls búnaðar.
Sigrún A. Þorsteinsdóttir, for-
varnafulltrúi VÍS, segir niðurstöð-
urnar koma á óvart. „Það er undar-
legt að allir skuli ekki framkvæma
eins einfalda athöfn og að spenna á
sig beltið þegar þeir setjast undir
stýri,“ segir Sigrún. - sv
Atferli ökumanna í Reykjavík:
Um tíu prósent
nota ekki belti
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suður-
nesjum náði afritum af fótsporum
þjófa sem grunaðir eru um allmörg
innbrot í umdæminu. Hæstiréttur
hefur staðfest úrskurð héraðsdóms
um gæsluvarðhald mannanna.
Um er að ræða tvo menn sem
eru grunaðir um að hafa stolið
umtalsverðum verðmætum með
því að brjótast inn í íbúðarhús-
næði. Þeir eru báðir af erlend-
um uppruna. Lögreglan segir
rökstuddan grun um að þeir séu
við riðnir umfangsmikla og skipu-
lagða þjófnaðarstarfsemi. - jss
Tveir þjófar áfram inni:
Afrit náðust af
fótsporunum
SVÍÞJÓÐ Peter Mangs, 38 ára Svíi
sem handtekinn var um síðustu
helgi grunaður um eitt morð og
nokkrar skotárásir í Malmö und-
anfarið ár, er einnig talinn sekur
um fleiri óupplýst morð frá fyrri
árum.
Þar á meðal er hann grunað-
ur um morð á tveimur mönnum
í Malmö árið 2003, en þeir voru
báðir af erlendum uppruna rétt eins
og fólkið sem hann hefur skotið á
undanfarið.
Saksóknaraembættið í Malmö
hefur gagnrýnt fjölmiðla fyrir að
birta myndir af manninum. Þar
með verði tilgangslítið að biðja vitni
um að bera kennsl á manninn.
Hann neitar enn allri sök þannig
að málatilbúnaður gegn honum
þarf að byggja á öðrum sönnun-
argögnum. Samkvæmt sænskum
fjölmiðlum hefur lögreglu tekist
að tengja að minnsta kosti aðra
af tveimur byssum, sem hald var
lagt á á heimili mannsins, við eina
eða fleiri af þeim skotárásum, sem
hann er grunaður um.
Maðurinn, sem er 38 ára, hefur
verið úrskurðaður í tveggja vikna
gæsluvarðhald og mun einnig gang-
ast undir geðrannsókn. - gb
Saksóknari í Malmö gagnrýnir fjölmiðla fyrir myndbirtingu af byssumanninum:
Grunaður um fleiri morð
HINN GRUNAÐI Peter Mangs kom fyrir
dómara í vikunni og var úrskurðaður í
tveggja vikna gæsluvarðhald.
NORDICPHOTOS/AFP
1986
1987
1988
1989
1990
1991
1992
1993
1994
1995
1996
1997
1998
1999
2000
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
FLUGSTÖÐ TIL FRAMTÍÐAR
Flugfélag Íslands hyggst ráðast í
endurbætur á húsakosti sínum við
Reykjavíkurflugvöll í ljósi ákvörð-
unar yfirvalda um að ekkert verði
af nýrri samgöngumiðstöð.
SOPHIA HANSEN