Fréttablaðið - 12.11.2010, Síða 16
16 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
FRÉTTASKÝRING: Aðdragandi stuðningsyfirlýsingar við innrás í Írak
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson vissu ekki í hvaða
tilgangi átti að nota listann yfir viljugar þjóðir. Þeir ákváðu
að Ísland skyldi vera á listanum tveimur dögum fyrir
innrás Bandaríkjanna og bandalagsríkja í Írak. Þjóðréttar-
fræðingur utanríkisráðuneytisins taldi innrásina ólöglega
og lét ráðherra vita af því sama dag og innrásin hófst.
Vissu ekki til hvers átti að nota listann
■ Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson,
þáverandi utanríkisráðherra, tóku einir ákvörðun um stuðning Íslands við
innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak 18. mars 2003.
■ Ekkert samráð var haft við Alþingi eða utanríkismálanefnd Alþingis áður
en ákvörðun um stuðning var tekin.
■ Það kom íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu þegar listi yfir ríki sem
studdu innrásina var birtur opinberlega seinna sama dag og Davíð og
Halldór ákváðu að Ísland myndi styðja innrásina.
■ Þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneytisins taldi innrásina brot á alþjóða-
lögum. Hann ráðlagði stjórnvöldum að tala ekki um að fyrir hendi væri
„ótvíræður lagalegur grundvöllur“ fyrir beitingu vopnavalds í Írak.
Aðdragandi stuðningsins í hnotskurn
ÁKVÁÐU STUÐNING Skjöl utanríkisráðuneytisins sýna að hvorki Davíð Oddsson né Halldór Ásgrímsson vissu hvernig bandarísk
stjórnvöld ætluðu að nota lista yfir ríki sem studdu innrás þeirra í Írak fyrr en listinn var birtur opinberlega. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Alls voru 30 þjóðir á lista yfir bandalag viljugra þjóða þegar hann var gerður
opinber á blaðamannafundi í bandaríska utanríkisráðuneytinu 18. mars
2003. Eftirtaldar þjóðir voru á listanum:
Viljugar þjóðir
■ Afganistan
■ Albanía
■ Aserbaídsjan
■ Ástralía
■ Bretland
■ Danmörk
■ Eistland
■ El Salvador
■ Erítrea
■ Eþíópía
■ Filippseyjar
■ Georgía
■ Holland
■ Ísland
■ Ítalía
■ Japan
■ Kólumbía
■ Kórea
■ Lettland
■ Litháen
■ Makedónía
■ Níkaragva
■ Pólland
■ Rúmenía
■ Slóvakía
■ Spánn
■ Tékkland
■ Tyrkland
■ Ungverjaland
■ Úsbekistan
Skjöl sem utanríkisráðuneytið birti
í gær bregða nýju ljósi á aðdrag-
anda þess að Ísland komst á lista
yfir viljuga bandamenn Bandaríkj-
anna tveimur dögum fyrir innrás-
ina í Írak árið 2003.
Þar er staðfest að það var ákvörð-
un tveggja manna að setja Ísland á
listann, þeirra Davíðs Oddsson-
ar, þáverandi forsætisráðherra, og
Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi
utanríkisráðherra.
Í skjölunum kemur enn fremur
fram að afar stuttur fyrirvari var
að því að Ísland var sett á listann, og
þegar það var gert vissu þeir Davíð
og Halldór ekki til hvers listinn yrði
notaður.
Davíð vildi ekki veita Fréttablað-
inu viðtal vegna málsins. Í svari
hans, sem barst með tölvupósti,
segir aðeins: „Ekkert bitastætt í
þessu.“ Ekki náðist í Halldór.
Utanríkisráðuneytið birti í gær
tæplega 300 síðna skjalabunka um
aðdraganda stríðsins. Þar eru sam-
tals 67 aðgreind skjöl úr skjalasafni
ráðuneytisins.
Ráðuneytið ákvað að birta ekki 25
vinnuskjöl eða skjöl sem varða sam-
skipti við önnur ríki. Þau eru sam-
tals um 100 síður á lengd. Heimilt
er samkvæmt upplýsingalögum að
hafna því að veita aðgang að þess
konar gögnum og ákvað ráðuneytið
að nýta þá heimild.
Hér má sjá feril málsins:
Bandaríkin, Bret-
land og Spánn
hættu við að
leggja fram til-
lögu í öryggis-
ráði Sameinuðu
þjóðanna þar
sem lagt var til að
ráðið veitti heimild til innrásar í
Írak. Ríkjunum hafði mistekist að
afla tillögunni stuðnings.
Þjóðirnar þrjár lýstu því yfir
að þær væru tilbúnar til að beita
vopnavaldi til að koma Saddam
Hussein frá völdum í Írak. George
W. Bush Bandaríkjaforseti veitti
Hussein tveggja sólarhringa frest
til að gefast upp og yfirgefa Írak.
Þá hvatti hann Íraka til að snúast
gegn Hussein, og íraska herinn til
að leggja niður vopn.
Fram kemur í minnisskjali um
Íraksmálið, sem aðeins er auðkennt
sem „Skjal nr. 35“, að fulltrúi banda-
rískra stjórnvalda hafi óskað eftir
því að Ísland bættist á lista yfir ríki
sem styddi „aðgerðir“ Bandaríkj-
anna og Bretlands.
Ríkisstjórn
Íslands fundaði,
eins og venjulega
á þriðjudögum. Á
dagskrá fundar-
ins var liðurinn
„ófriðarhorfur“
sem utanríkisráð-
herra er skrifaður fyrir. Ekki kemur
fram hvað var rætt á fundinum, og
því ekki ljóst af gögnunum hvort sú
ákvörðun að setja Ísland á listann
var rædd þar eða ekki.
Í áðurnefndu „Skjali nr. 35“
kemur fram að fulltrúi bandaríska
sendiráðsins á Íslandi hafi afhent
starfsmönnum utanríkisráðuneyt-
isins lista yfir 23 ríki sem studdu
hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna
og Bretlands í Írak.
Í skjalinu segir: „Listinn hafði
verið afhentur forsætisráðuneyti í
morgun og fulltrúi forsætisráðherra
segist hafa borið hann undir utan-
ríkisráðherra. Samkvæmt því hafi
verið samþykkt að Ísland bætist í
hóp þeirra 23 ríkja sem þegar voru
á listanum.“
Þar segir að listinn sé „algjört
trúnaðarmál“, en vakin er athygli
á því að þar vanti dygga stuðnings-
menn Bandaríkjanna í málinu fram
að þeim tíma, til dæmis Ástralíu,
Japan og Portúgal.
Í „Skjali nr. 35“ kemur fram að
sendiráð Bandaríkjanna hér á landi
muni láta vita með hvaða hætti væri
ætlunin að nota listann, og hvort
fleiri ríki myndu bætast á listann.
„Þá var og rætt hvað það þýddi
fyrir ríki að vera á listanum, og
fulltrúa sendiráðsins gert ljóst að
hér væri um pólitískan stuðning að
ræða eingöngu. Ísland sem herlaust
ríki gæti ekki stutt hernaðaraðgerð-
ir,“ segir í skjalinu.
Strax sama dag var blaðamönn-
um í Washington tilkynnt um 30 ríki
sem hefðu lýst sig fylgjandi fyrir-
hugaðri árás á Írak á blaðamanna-
fundi í utanríkisráðuneytinu. Þar
var lesinn upp listi með ríkjunum
30, og var hann birtur í fjölmiðl-
um.
„Hvert ríki mun leggja sitt af
mörkum eins og þeim þykir við-
eigandi. Sum þessara ríkja, eða
öll þeirra reikna ég með, hafa rætt
opinberlega um það sem þau eru að
gera,“ sagði talsmaður bandaríska
utanríkisráðuneytisins við fjöl-
miðlamenn, eftir að hann hafði lesið
upp lista yfir ríkin 30.
Alþjóðaskrifstofa
utanríkisráðu-
neytisins sendi
utanríkisráð-
herra minnis-
blað þar sem
farið var yfir
stöðu mála og
mögulega réttlætingu fyrir því að
gera árás á Írak.
Í skjalinu kemur fram að listi
yfir 30 ríki sem styðji aðgerðirn-
ar hafi verið „lesinn upp í fréttum
á CNN-sjónvarpsstöðinni“ kvöldið
áður. „Þá höfðu, þrátt fyrir beiðni
íslenskra stjórnvalda, ekki bor-
ist upplýsingar frá bandarískum
stjórnvöldum um það hvernig þau
hygðust nota listann eða hvenær og
með hvaða hætti hann yrði gerður
opinber,“ segir þar.
„Enn vantar upplýsingar um það
frá bandarískum stjórnvöldum hvað
felist í því að vera á þessum 30 ríkja
lista. Fátt hefur verið um svör í þeim
efnum og virðist sem það sé banda-
rískum stjórnvöldum ekki fullljóst
sjálfum,“ segir þar enn fremur.
Af þessu má ráða að þeir Davíð og
Halldór hafi ekki haft möguleika á
að vita í hvaða tilgangi ætti að nota
lista yfir þjóðirnar, hvort á annað
borð ætti að gera hann opinberan
og þá hvenær.
Sú ákvörðun bandarískra stjórn-
valda að gera listann opinberan
strax, án þess að ræða það frekar
við íslensk stjórnvöld virðist hafa
komið utanríkisþjónustunni í opna
skjöldu, og má gera ráð fyrir því að
það sama hafi þá átt við um ráðherr-
ana tvo.
Í minnisblaðinu er farið yfir stöðu
málsins í sögulegu og þjóðréttarlegu
samhengi. Þar kemur meðal annars
fram að ekki liggi fyrir afdráttar-
laus ályktun öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna sem heimili innrás í
Írak. Því sé ljóst að deilt verði um
lögmæti aðgerðanna. Færa megi
sterk rök fyrir því að fyrri ályktan-
ir öryggisráðsins feli í sér víðtækar
heimildir til að fylgja eftir kröfum
alþjóðasamfélagsins um afvopnun
Íraks.
Innrás Banda-
ríkjamanna og
Breta hófst. Loft-
árásir og flug-
skeytaárásir
voru gerðar
samhliða innrás
frá Kúvæt.
Þjóðréttarfræðingur utanríkis-
ráðuneytisins sendi utanríkisráð-
herra og fleirum minnisblað þar
sem farið var yfir lagalegan grund-
völl innrásarinnar í Írak.
Í minnisblaðinu, sem merkt er
sem trúnaðarmál, er rakið að meg-
inregla þjóðréttar sé sú að ríki
megi ekki beita önnur ríki vopna-
valdi. Undantekningar á þessu séu
aðeins tvær. Sú fyrri sé þegar um
sjálfsvörn ríkis að ræða eða hern-
aður bandalagsríkja til að verja ríki
sem ráðist er á. Síðari undantekn-
ingin gildir aðeins ef öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna heimili beit-
ingu vopnavalds.
Þjóðréttarfræðingurinn segir í
minnisblaðinu að vafasamt hljóti að
teljast að þær ályktanir sem örygg-
isráðið hafi samþykkt fram að þeim
tíma gefi innrás lögmæti.
Þar er þó vísað í rökstuðning
breska ríkisins fyrir innrás, þar
sem byggt er á því að ályktun örygg-
isráðsins frá árinu 1990, sem heim-
ilaði fyrra Persaflóastríðið, hafi í
raun aldrei fallið úr gildi, heldur
aðeins verið frestað.
„Framangreindur lagaleg-
ur grundvöllur breska utanríkis-
ráðuneytisins verður [...] að teljast
tæpur,“ segir í minnisblaðinu.
Þar er mælt með því að ráðamenn
forðist eins og framast sé kostur að
fullyrða að fyrir hendi sé ótvíræður
lagalegur grundvöllur til beitingar
vopnavalds gegn Írak.
Brjánn
Jónasson
brjann@frettabladid.is