Fréttablaðið - 12.11.2010, Síða 18

Fréttablaðið - 12.11.2010, Síða 18
18 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL: Eiríkur Steingrímsson og Magnús Karl Magnússon, prófessorar við HÍ. E iríkur Steingrímsson og Magnús Karl Magnús- son segja að laustengd- ur hópur fræðafólks úr Háskóla Íslands, Háskóla Reykjavíkur og Landspítala vilji breyta vísindaumhverfinu hér á landi til hins betra, og hefur hann meðal annars kallað eftir því að opinberum fjárframlögum til rann- sókna verði í auknum mæli beint í gegnum svokallaða samkeppnis- sjóði, enda sé það virk og öflug leið til að verja fjármunum á sem best- an hátt. Magnús segir að það sem tengi hópinn helst sé áhersla þeirra á að vilja auka veg rannsókna í háskól- um landsins. „Varðandi fjármögnun rann- sókna viljum við öll sjá þá aðferða- fræði sem notuð er í þeim löndum þar sem við höfum starfað og lært, bæði fyrir vestan hafs og aust- an. En við rekum okkur á það hér heima að þau úrræði og sjóðir sem eiga að styrkja vísindin og rekstur vísinda, standa ekki undir sér.“ Bylting í rannsóknastarfi Þeir Magnús og Eiríkur segja að mikil bylting hafi átt sér stað í háskólasamfélaginu hér á landi fyrir um tíu til fimmtán árum. Í áratugi hafði áherslan í HÍ verið á grunnnám en síður á rannsóknir. „Þá kom fram almenn krafa um nýsköpun,“ segir Magnús. „Það kallaði svo á breytingar innan háskólanna þar sem áherslan fór að beinast að meistaranámi og svo doktorsnámi.“ Við það breyttust allar forsend- ur fyrir fjárveitingum, en tvímenn- ingarnir segja lítið hafa breyst að því leyti. „Við svona breytingar breyt- ist líka eðli námsins þar sem ekki skiptir lengur meginmáli hversu margir nemendur séu útskrifaðir eða á hve mörgum sviðum, heldur númer eitt, tvö og þrjú að nemar fái að spreyta sig í bestu mögulegu vís- indum.“ Þó að framboð og ásókn í dokt- orsnám hafi aukist gífurlega segja þeir Magnús og Eiríkur að fjár- framlög hins opinbera hafi ekki fylgt þeirri þróun eftir, og það viti ekki á gott. Meðal annars hafi sam- keppnissjóðir staðið í stað og í raun rýrnað þegar litið er til gengisþró- unar, sem skipti miklu fyrir til- raunavísindi sem fela í sér mikil kaup á efni frá útlöndum. „Það sem við sjáum núna, er fjölgun doktorsnema frá 36 árið 1999 upp í 190 árið 2006 og svo 487 í júní á þessu ári. En þar sem fjár- veitingar hafa ekki fylgt því, þá sjáum við fram á hugsanlegt hrun í grunnvísindum í t.d. líf- og lækn- isfræði í doktorsnáminu því að útlit er fyrir að með miklum niðurskurði munu sterkustu doktorsnámssviðin verða verst úti.“ Nýsköpun er leiðin út úr kreppu Fjárlagafrumvarp næsta árs gerir ráð fyrir gríðarlegum niðurskurði á ríkisútgjöldum og eru mennta- mál þar engin undantekning. Útlit er fyrir að um 1.200 milljóna króna niðurskurður verði á framlögum ríkisins til rannsókna og þróunar, eða um átta prósent. Þykir Eiríki og Magnúsi það afar misráðið, enda er það þvert á viðbrögð annarra vestrænna ríkja sem líta á rann- sóknir og nýsköpun sem leið út úr kreppu. „Í Bandaríkjunum hafa menn aukið framlag til vísinda og líka í Þýskalandi og Frakklandi þrátt fyrir kreppu og í Bretlandi þar sem er verið að fara í mesta nið- urskurð hins opinbera í áratugi, er eitt af því örfáa sem ákveðið var að skera ekki niður einmitt fram- lag til vísinda. Það þykir einfald- lega ekki vera góð pólitík og ekki skynsamlegt að í samdrætti skuli maður minnka fjármagnið til þess sem á að skapa verðmæti framtíð- arinnar.“ Eiríkur segir að nær væri að fylgja fordæmi Finna sem stóðu vörð um nýsköpun. „Þeir efldu vísindastarfsemi í sinni kreppu og það er að skila sér núna, 15-20 árum síðar, með því að þeir eru komnir mjög hátt upp á nýsköpunarlistum og mjög mikill fjöldi lítilla nýsköpunarfyrirtækja að fara þar í gang. Þetta skilar sér þannig allt þó að það geti tekið langan tíma.“ Þeir Magnús og Eiríkur líta þannig á að nú sé búið að sverfa háskólastarf inn að beini, og hafði það í raun verið í fjársvelti fyrir. Þegar byrji að rofa til í efnahags- lífinu hérlendis og svigrúm ríkis- ins til fjárveitinga verði meira, ætti að sjá til þess að rétt verði staðið að málunum og fá erlenda fagaðila til að leggja mat á kerfið. „Þá þurfum við virkilega að end- urskipuleggja fjármögnun í nýsköpun hér á Íslandi. Það blasir við að núver- andi styrkjakerfi er allt- of veikt og þegar pening- ar fara að koma á ný inn í kerfið verðum við að fá erlenda aðila inn til að gefa okkur góð ráð.“ Rannsóknatengd nýsköpun er að mati þeirra Magnúsar og Eiríks einn af meginþáttunum hvað varðar nýsköpun í víðara samhengi, og þar af leið- andi í endurreisn íslensks samfélags. Þeim finnst þó vanta upp á skiln- ing stjórnvalda. „Maður hefur ekki heyrt frá rík- isstjórnarstiginu að rann- sóknartengd nýsköpun eigi að vera ein af leiðun- um út úr kreppunni. Það virðist vera skilningur á þessu víða, en ekki pólit- ískur vilji til að gera rann- sóknartengda nýsköpun að einni af okkar leiðum út úr kreppunni.“ Ótvíræðir kostir sam- keppnissjóða Samkeppnissjóðir fela í sér ákveðið faglegt verk- lag við úthlutun opinberra fjármuna til rannsóknar- starfa og hafa Magnús, Eiríkur og félagar þeirra talað mjög fyrir kost- um þess fyrirkomulags. Í því felst að vísindamenn sækja um styrk úr sjóði, umsóknin er metin af hlut- lausri nefnd fagmanna og niður- stöður svo metnar í jafningjamati svokölluðu. Magnús segir að jafningjamat sé eitt grundvallaratriðið í vísinda- störfum. „Það hefur tryggt vísinda- legar framfarir um aldir, og ef við nýtum okkur það ekki til að deila út fjár- munum þá erum við að klikka á fyrsta skrefinu og jafnvel að veita pen- inga til aðila sem hafa ekki sýnt fram á að þeir séu þess verðugir.“ Þessi áhersla á sam- keppnissjóði er einnig í samræmi við stefnu Vís- inda- og tækniráðs, sem markar stefnu stjórnvalda í vísinda- og tæknimál- um til þriggja ára í senn. Undir ráðinu eru ýmsir sjóðir en þeirra stærst- ir eru Rannsóknarsjóður og Tækniþróunarsjóður sem Eiríkur segir að sýni hvernig eigi að gera hlut- ina rétt. „Þeir gera hlut- ina á réttum forsendum og það sem ríkið og þjóðin fær út úr því er gott rann- sóknastarf.“ Þess vegna eru þeir ákafir talsmenn þess að samkeppnissjóðirnir verði efldir til muna og hærra hlutfall ríkisframlaga til rannsókna fari í gegnum slíka sjóði. Þess háttar áherslubreyting frá bein- um framlögum til háskól- anna þurfi þó alls ekki að skaða hagsmuni skólanna. „Um 70 prósent framlaga úr rann- sóknarsjóði skila sér í háskólana þannig að við lítum á það sem hags- munamál skólanna að stækka sam- keppnissjóðina frekar en að fá hærri bein framlög til skólanna sjálfra, því fé sem fer í gegnum sjóðina skilar sér beint í rannsóknir vísindamann- anna og doktorsnema.“ Þó að menntamálaráðherra hafi mælt með þessari sömu stefnu í ræðu og riti virðist ekki hafa verið einhugur innan ríkisstjórnar varð- andi hvaða leið ætti að fara. Sum ráðuneyti virðast tregari til að sleppa hendi sinni af sínum rann- sóknarsjóðum sem þau geta úthlutað eftir pólitískum forsendum og nefn- ir Magnús sjávarútvegsráðuneytið helst til sögu. „Það eru þrýstihópar innan atvinnuveganna sem þrýsta á og hafa sterk tengsl inn í ráðuneyt- in, sérstaklega hvað varðar sjávar- útvegsráðuneytið,“ segir hann, og bætir við að vísindamenn á sjávar- útvegssviði ættu ekki að óttast. „Ef sjávarútvegurinn er eins sterkur og við er að búast, ætti hann ekki að hræðast að fé yrði falið sterkum samkeppnissjóðum.“ Þeir Magnús og Eiríkur segja aug- ljóst að einhver hræðsla sé í ríkis- stjórn um að fara þá leið, en það tjái ekki neitt. Enginn eigi að fá að hafa óeðlilegt forskot á annan í þessum efnum og samkeppnissjóðir tryggi frekar gæðaeftirlit, endurnýjun og sé því besta fyrirkomulagið sem í boði er. Miklir möguleikar í framtíðinni Hvað varðar framtíðina velkjast þeir Eiríkur og Magnús ekki í vafa um hvert svarið er. „Það fer eftir því hvers konar samfélag við viljum hafa. Ungt fólk í dag fer þangað sem það vill vera þannig að ef við getum ekki boðið því upp á metnaðarfullt háskólanám eða leiðir til að svala sköpunarþörf- inni í vísindum, mun það fara annað og ekki koma aftur nema réttu tæki- færin séu til staðar.“ Þar eru rannsóknir og nýsköpun eitt lykilatriðið að framtíðarvonum landsins. „Það hefur líka meiri áhrif til framtíðar við atvinnusköpun,“ segir Eiríkur. „Pólitíkusar segjast ætla að redda 20 þúsund störfum, bara rétt sisvona, en ég held að það sé erfitt. Menn eiga frekar að horfa til lengri tíma.“ Magnús klykkir svo út með því að ef vandað nám verði í boði hér á landi sé tvímælalaust hægt að byggja til framtíðar. „Enginn heldur að Ísland verði nafli alheimsins, en við höfum tæki- færi á ýmsum fræðasviðum. Við verðum hins vegar að vinna málin á réttan hátt og á réttum forsend- um.“ Nýsköpun er leiðin úr kreppu Nokkur uggur er í fræðasamfélaginu hér á landi þar sem vís- indamenn hafa margir áhyggjur af stöðu rann- sókna á háskólastigi eins og Þorgils Jónsson komst að. Á tímum nið- urskurðar óttast þeir Eiríkur Steingríms- son og Magnús Karl Magnússon, prófessor- ar við læknadeild HÍ, að verði seglin dregin saman í rannsóknum og nýsköpun verði það þjóð og fræðasamfélagi til skaða. PRÓFESSORARNIR Eiríkur Steingrímsson og Magnús Karl Magnússon, prófessorar við læknadeild HÍ, eru í hópi fræðimanna sem eru uggandi um framtíð doktorsnáms á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þorgils Jónsson thorgils@frettabladid.is Samkeppnissjóðir eru þeir rannsóknarsjóðir þar sem áhersla er lögð á fag- legt jafningjamat og gæðaeftirlit við úthlutanir. Umsækjendur þurfa að sannfæra stjórnir sjóða og fagráð þeirra um ágæti og notagildi væntanlegra rannsókna sinna. Allir sjóðir sem eru undir Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) lúta þess- um reglum, þar á meðal Rannsóknarsjóður og Tækniþróunarsjóður. Hlutfallið af framlögum ríkisins til rannsókna, sem fara í gegnum sam- keppnissjóði er um 15% en samsvarandi hlutfall á Norðurlöndum er 25- 33% og í Bandaríkjunum er hlutfallið um 85%. Hvað eru samkeppnissjóðir? Ungt fólk í dag fer þangað sem það vill vera, þannig að ef við getum ekki boðið því upp á metnaðarfullt háskólanám eða leiðir til að svala sköp- unarþörfinni í vísindum, mun það fara annað og ekki koma aftur nema réttu tækifærin séu til staðar. MAGNÚS KARL MAGNÚSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.