Fréttablaðið - 12.11.2010, Síða 21
FÖSTUDAGUR 12. nóvember 2010 21
Sjálfstæði þjóðkirkjunnar hefur farið vaxandi síðasta
hálfan annan áratug, sem sést á
ýmsan hátt í starfi kirkjunnar
og stjórnun hennar. Það er einna
skýrast í stöðu kirkjuþings gagn-
vart stofnunum ríkisins. Stærsta
skref í átt til aukins sjálfstæðis
var án efa rammalöggjöf Alþing-
is um stöðu og starfshætti henn-
ar árið 1998. Með þeim lögum
minnkuðu afskipti Alþingis til
muna og hefur það reynst farsælt
fyrir ríki, kirkju og þjóð. Haldið
hefur verið áfram á þessari braut
og hafa seinni breytingar leitt til
enn aukins sjálfstæðis þjóðkirkj-
unnar. Einnig hafa verið lögfest-
ir samningar milli ríkis og kirkju
sem byggja á eignum og réttind-
um. Kirkjan er sjálfstæð gagn-
vart ríkisvaldinu, en í miklum
tengslum við þjóðina.
Kirkjuþing hefur æðsta vald
í málefnum kirkjunnar. Það er
að meirihluta skipað leikmönn-
um úr kirkjulegu starfi. Vægi
þess hefur aukist mikið síðustu
ár. Þingið hefst 13. nóvember
og þar koma saman 29 kjörnir
fulltrúar úr níu kjördæmum til
að taka mikilvægar ákvarðanir
um starf og starfshætti, fjármál
og eignamál og um stefnumörk-
un fyrir kirkjuna og þjónustu
hennar. Þingið á sér fyrirmynd
í löggjafarsamkomu landsins og
hefur vald til að setja allri starf-
semi kirkjunnar starfsreglur. Það
hefur endanlegt áhrifavald með
samþykktum sínum. Þegar þingið
ræður málum til lykta, sem ekki
eru ákvörðuð með starfsreglum,
er það oftast með þingsályktun-
um eða öðrum samþykktum. Yfir-
leitt felur kirkjuþing kirkjuráði að
framkvæma það sem felst í þings-
ályktunum en einnig getur þingið
ákveðið að skipa nefnd eða starfs-
hóp til að annast ákveðin mál.
Dæmi um þetta má sjá í skipan
þjóðmálanefndar kirkjunnar, sem
heyrir beint undir kirkjuþing og
er ráðgefandi nefnd. Annað dæmi
er væntanleg rannsóknarnefnd
um viðbrögð kirkjunnar við ásök-
unum á hendur fyrrverandi bisk-
upi Íslands. Slíkar nefndir eru
eins óháðar kirkjustjórninni og
hugsast getur og felst í þessari
skipan að þær skila niðurstöðu
sinni eða áliti til kirkjuþings
en ekki til stjórnar þjóðkirkj-
unnar, þ.e. kirkjuráðs, eða bisk-
ups Íslands. Þessi dæmi sýna að
kirkjan leitast við að festa sjálf-
stæði sitt í sessi með því að ráða
málum til lykta með lýðræðisleg-
um og skipulögðum starfsháttum
sínum í samræmi við lög og reglu
í landinu.
Starfsreglum kirkjuþings er
best lýst með því að þær hafa
gildi fyrir alla sem starfa innan
kirkjunnar. Stofnunum kirkjunn-
ar, embættum og starfsfólki er
því skylt að fara eftir þeim.
Vegna þess að ákvörðunarvald
kirkjuþings er afgerandi er nauð-
synlegt að kirkjuþingsmál hljóti
ákveðna þinglega meðferð og
ítarlega umræðu. Málum er ráðið
þannig til lykta að þau fara oftast
í gegnum fyrri umræðu og þarf
þingið að samþykkja hvort þau
fari til nefndar og síðari umræðu.
Þingið starfar því annars vegar á
þingfundum og hins vegar í þrem-
ur nefndum, allsherjarnefnd, lög-
gjafarnefnd og fjárhagsnefnd.
Viðkomandi nefnd leggur málið
síðan fram með breytingum til
seinni umræðu og þar með hlýt-
ur það afgreiðslu ef það er ekki
fellt eða dregið til baka.
Nokkur mikilvæg mál liggja
fyrir kirkjuþingi 2010, sem hefst
á laugardag. Fyrsta málið er lagt
fram af forsætisnefnd, sem ein-
göngu er skipuð leikmönnum.
Það varðar rannsóknarnefndina,
sem áður er getið, og er það án
efa bæði tímamótaverk og mikið
réttlætismál. Meðal annarra
mikilvægra mála er frumvarp
að nýjum þjóðkirkjulögum sem
gengur enn lengra í átt til sjálf-
stæðis kirkjunnar. Einnig mál er
varðar heildarstefnu í grunnþjón-
ustu kirkjunnar um allt land og
aukið samstarf. Fjöldi mála snýst
um breytingar á fyrri starfsregl-
um og stefnumörkun kirkjunnar,
s.s. í jafnréttismálum og meðferð
kynferðisbrota, innri samþykkt-
um kirkjunnar, skipulagi próf-
astsdæma og samstarfssvæða.
Að þessu sinni eru óvenju mörg
mál á málaskrá en auk þess má
búast við krefjandi vinnu í þeim
málum sem lúta að niðurskurði í
samræmi við kröfur ríkisvalds-
ins og erfiðar aðstæður í peninga-
málum þjóðarinnar.
Sjálfstæði þjóðkirkjunnar fer vaxandi
Fyrsta málið er
lagt fram af for-
sætisnefnd, sem eingöngu
er skipuð leikmönnum.
Það varðar rannsóknar-
nefndina og er það án efa
bæði tímamótaverk og
mikið réttlætismál.
Á dögunum var haldin alþjóð-leg ráðstefna í Reykjavík
undir yfirskriftinni Æskan – Rödd
framtíðar. Meginefni hennar var
kynning á rannsókn á öllum Norð-
urlöndunum, þ.m.t. sjálfstjórnar-
löndunum þremur, á meðal 16-19
ára ungmenna. Þar eru m.a. könn-
uð viðhorf ungmenna til samfélags-
ins, netnotkun ungmenna, viðhorf
til kynjajafnréttis, menntakerfis
og svo mætti lengi telja. Ennfrem-
ur er spurst fyrir um líðan og svo
daglega hegðun. Margt í þessari
könnun hefur vakið verðskuldaða
athygli en mig langar hér að nefna
sérstaklega eitt atriði.
Ef bornar eru saman niðurstöð-
ur frá öllum löndunum kemur fram
að íslensk ungmenni taka mest-
an þátt í íþróttastarfi utan skóla.
Þetta á bæði við um hreyfingu
utan skipulagðra íþróttafélaga
og þátttöku í skipulögðu íþrótta-
starfi á vegum íþróttafélaganna.
Þetta sýnir glöggt hversu víðtæk
þátttaka í íþróttastarfi er hér á
landi og hversu miklu skiptir að
halda vel utan um íþróttaiðkun
ungmenna.
Eftir að kreppan skall á haust-
ið 2008 hafa íþróttamál ekki farið
varhluta af þeim mikla niður-
skurði sem orðið hefur á öllum
sviðum opinbers rekstrar. Í fjár-
lögum í fyrra var niðurskurður í
þessum geira í kringum 10% og
gerist það á sama tíma og sveitar-
félög skera niður, fyrirtæki halda
að sér höndum við styrkveitingar
og líklega hefur aldrei verið erf-
iðara fyrir fjölskyldurnar í land-
inu að greiða félagsgjöld. Íþrótta-
hreyfingin hefur reitt sig á öflugt
net sjálfboðaliða sem hafa haldið
uppi starfinu í mörgum félögum og
sérsamböndum en stundum gleym-
ist þeirra þáttur þegar rætt er um
rekstur íþróttahreyfingarinnar.
Í ljósi þess að það þrengir mjög
að hjá íþróttahreyfingunni var
ákveðið að leggja til í fjárlögum
ársins 2011 að niðurskurður verði
um 5% á næsta ári. Ætlunin með
því er meðal annars að hlífa öðrum
fremur þeirri starfsemi sem snýr
að börnum og unglingum og
reyna að taka höndum saman með
íþróttahreyfingunni um að verja
þann góða árangur sem hefur
náðst í þátttöku íslenskra ung-
menna í íþróttastarfi. Af honum
getum við Íslendingar verið stolt.
Öflugt íþróttastarf ungmenna
Íþróttir
Katrín
Jakobsdóttir
mennta- og menn-
ingarmálaráðherra
AF NETINU
Ekki já og nei-fylkingar
Það er engin deila um að aðild að ESB eigi að bera undir þjóðaratkvæði.
Fari svo að hún verði samþykkt, sem er hóflega líklegt eins og sakir standa,
er eðlilegt að gera þær lágmarksbreytingar á stjórnarskránni sem nauðsyn-
legar eru, til dæmis með því að setja inn sértæk ákvæði líkt og þau sem
sett hafa verið á Írlandi sem heimila aðildina. Þær breytingar þyrftu þá að
fara í gegnum tvö þing með kosningum á milli, og sama þyrfti að gilda um
allar breytingar á stofnsáttmálum ESB sem kynnu að vera gerðar í fram-
tíðinni. Þetta er hófsöm leið og varfærin, og raunar ekki líkleg til að baka
okkur vinsældir syðra.
Ekkert annað á sjóndeildarhringnum kallar á heimildir til að framselja vald
til útlanda. Það þarf ekki að breyta stjórnarskránni til frambúðar vegna
deilna sem sér brátt fyrir á endann á. Látum ekki kljúfa okkur í já og nei-
fylkingar í kosningum sem snúast ekki um Brussel, heldur um okkur sjálf.
Vísir.is
Pawel Bartoszek
Þjóðkirkjan
Kristján
Björnsson
sóknarprestur og fulltrúi
í kirkjuráði
K
le
tta
g
a
rð
a
r
K
ö
llu
n
a
rk
le
ttsve
g
u
r
Sæ
b
rau
t
Héðinsgat
a
Tolli vinnustofa, Héðinsgötu 2, 104 Reykjavík
V I N N U S T O F A
Ég verð með vinnustofu mína opna
almenningi hvern föstudag frá
kl. 14-18 fram að jólum.
Allir velkomnir.
1919
R E STAU R A N T
AND LOUNGE
Radisson Blu 1919 Hótel Pósthússtræti 2 102 Reykjavík Sími: 599 1000
Í hjarta miðborgarinnar býður veitingastaðurinn 1919 upp á girnilega þriggja
og fimm rétta jólamatseðla og jólahlaðborð fyrir hópa. Flauelsmjúkir forréttir,
safaríkar jólasteikur og gómsætir eftirréttir koma þér í sannkallað jólaskap.
Pantaðu borð núna og njóttu þess að taka forskot á jólasæluna.
Hátíðarmatseðill
3ja rétta: 4.900 kr.
5 rétta: 6.900 kr.
Hlaðborð: 5.900 kr.
(fyrir hópa, samkv. pöntun)
JÓLIN KOMA TIL ÞÍN
FRÁBÆR VÍN Í ÚRVALI
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
VERTU MEÐ VIÐSKIPTIN
Í RASSVASANUM
Meiri Vísir.
m.visir.is
Fáðu Vísi í símannog iPad!
Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja
„like“ við Vísi á Facebook geta unnið
óvænta vinninga í hverri viku.