Fréttablaðið - 12.11.2010, Side 64
12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
Bækur/ ★★★★
Ljósa
Kristín Steinsdóttir
Vaka-Helgafell
Ævi sveitakonunnar Pálínu Jóns-
dóttur, sem alltaf er kölluð Ljósa,
frá barnæsku til dauðadags er
viðfangsefni skáldsögu Kristín-
ar Steinsdóttur og ber nafn sögu-
hetjunnar. Ljósa elst upp í íslenskri
sveit á fyrri hluta síðustu aldar,
er hreppstjóradóttir og dekur-
barn sem á unglingsárum veikist
af geðhvarfasýki sem hún glím-
ir við til æviloka. Framan af ævi
er líf hennar þó nokkuð venjulegt,
hún fær ekki þann sem hún elskar,
giftist öðrum, eignast fimm börn,
býr manni sínum fallegt heimili og
fúnkerar nokkuð eðlilega. Sérlund-
uð reyndar, en skemmtileg og glað-
lynd. En geðhvarfasýkin hremmir
hana smám saman og síðustu árin
er hún meira og minna á valdi henn-
ar. Úthrópuð af sveitungum, vina-
laus og bókstaflega eins og dýr í
búri.
Kristín vinnur mikið þrekvirki
með þessari sögu. Þótt söguefn-
ið sé dimmt er sagan skemmtileg
og stílfærni höfundarins gerir það
að verkum að nánast ómögulegt er
að leggja bókina frá sér fyrr en að
lestri loknum. Sveitin afskekkta
lifnar fyrir augum lesandans og
Ljósa er frábærlega unnin persóna
sem grípur lesandann heljartök-
um og sest að í hjarta hans. Örlög
hennar eru þyngri en tárum taki og
hræra lesandann til djúprar með-
aumkunar.
Ást hennar á sínum kvensama
föður, sem á börn með konum á
öðrum hverjum bæ að fornum
hreppstjórasið, er leiðarstef í lífi
hennar og í raun vex hún aldrei upp
úr því að vera augasteinninn hans
pabba, þótt hann bregðist henni á
ögurstundu. Á köflum detta manni
í hug kvenhetjurnar úr skáldsög-
um Huldu sem dreymir um fegurð
og fjarlægar borgir á meðan þær
þrá í leynum listamanninn svikula
sem stoppaði í dalnum um stund, en
Ljósa er þó mun betur dregin per-
sóna en þær og nærfærnar og sann-
færandi lýsingar á geðhvarfasýk-
inni fullkomlega trúverðugar. Þetta
er persóna sem lesandinn elskar
með öllum hennar kostum og göll-
um. Sama má segja um aðrar per-
sónur bókarinnar, þær stíga upp
af síðunum og verða raunveruleg-
ar í huga lesandans eins og bestu
persónur Laxness. Senan í fjárhús-
unum er snilldarleg vísun í kind-
ardráp Rósu í Sjálfstæðu fólki og
ekki síður áhrifamikil.
En það er ekki bara persónusköp-
unin og söguefnið sem gera þessa
bók eftirminnilega. Mál, stíll og
bygging haldast í hendur og skapa
sterka og krefjandi sögu sem held-
ur athygli lesandans frá upphafi til
enda, vekur spurningar og slær á
alla strengi tilfinningaskalans.
Friðrika Benónýsdóttir
Niðurstaða: Vel stíluð og vel byggð
saga með frábærri persónusköpun.
Saga sem spannar allan tilfinninga-
skalann og ómögulegt er að leggja
frá sér.
Komdu með mér inn í skuggann
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 12. nóvember
➜ Tónleikar
21.00 Hljómsveitirnar Valdimar, Fu
Kaisha og Benjamín og helvítis jazz-
ararnir koma fram á 21. Grapevine
grass roots kvöldi sem haldið verður í
kvöld. Dagskrá hefst kl. 21. Ókeypis inn.
22.00 Hljómsveitin Myrká verður með
tónleika í Frystiklefanum í Sláturhúsinu
á Egilsstöðum í kvöld. Tónleikarnir hefj-
ast kl. 22 og er aðgangur ókeypis.
23.00 Tónleikar til heiðurs bandarísku
rokksveitinni Pearl Jam verða haldnir í
kvöld á Sódóma Reykjavík. Hljómsveit-
irnar Elsu Sultan og Vintage Caravan
koma fram. Tónleikarnir hefjast kl. 23 og
er aðgangseyrir 1.500 krónur.
➜ Leiklist
20.00 Leiktu betur, árleg spunakeppni
framhaldsskólanna fer fram í kvöld í
Tjarnarbíói. Dagskrá hefst kl. 20.00.
23.00 Leikritið „Einn koss enn og ég
segi ekki orð við Jónatan“ verður frum-
sýnt í Valaskjálf, Egilsstöðum í kvöld kl.
23. Leiksýningar standa út nóvember.
Miðaverð er 2.000 kr og 1.700 kr fyrir
eldri borgara. Miðapöntun í síma 867
1604
➜ Opnanir
16.00 Sýningin Grýlukerti verður
opnuð á skörinni, á efri hæð í Fógeta-
húsinu/Kraum að Aðalstræti 10, í dag.
Opnunin stendur frá 16-18.
➜ Sýningar
17.30 Ritlistarnemar við Háskóla
Íslands opna ljóðasýningu á Háskóla-
torgi (neðri hæð). Sýning ber heitið
STOPP og verður opin frá 17.30-19.30.
Gestir og gangandi velkomnir.
➜ Síðustu forvöð
20.00 Síðustu sýningar á Græna kallin-
um eru í dag og á morgun. Sýningarnar
byrjar kl. 20 báða dagana og eru fyrir
alla aldurshópa. Miðapantanir á mida-
sala@kopleik.is og í síma 554-1985.
➜ Málþing
Málþing á vegum Alþjóðamálastofnun-
ar Háskóla Íslands, Oslóarháskóla og
Háskólans Turku í Finnlandi verður hald-
ið í fundarsal Landsbókasafns Íslands
í dag frá 9-17. Fjallað verður um við-
brögð, stöðu og þátttöku Norðurland-
anna í Evrópusamruna. Þátttaka öllum
opin, skráning á ams@hi.is
➜ Listamannaspjall
12.00 Listamennirnir Ethan Hayes-
Chute og Magone Sarkovska sýna
myndir og spjalla um eigin verk í Skaft-
felli, Seyðisfirði, í dag kl. 12.
➜ Fyrirlestrar
12.30 Tíundi fyrirlesturinn í fyrir-
lestraröðinni „Eilífðarvélin“ sem Þjóð-
málastofnun og EDDA - öndvegissetur
standa fyrir verður haldin í dag. Magnús
Sveinn Helgason fjallar um nýfrjáls-
hyggjuna. Hefst kl. 12.30 og er haldinn í
Háskóla Íslands, Háskólatorgi stofu 104.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.
KORPUOUTLET, KORPUTORGI
Opið mánudag til laugardags frá 11 til 18.
Sunnudaga frá 12 til 18 • S. 578 9400.
Next vörur
frá kr. 500 - 2.000
Úrval af jakkafötum
frá kr. 9.995 - 19.995
NORTH ROCK ÚLPA, F/ FULLORÐNA
Outlet verð kr. 15.000
KULDASTÍGVÉL, F/ DÖMUR
Outlet verð kr. 6.000
CATMANDOO ÚLPA, F/ DÖMUR
Outlet verð kr. 8.000
CATMANDOO ÚLPA, F/ BÖRN
Outlet verð kr. 8.000
Stærsti lagermarkaður landsins
MEIRI SNJÓ
MEIRI SNJÓ
Seljavegur 2 - 101 Reykjavík
www.jogastudio.is - jogastudio@hotmail.com
Nýtt námskeið í
meðgöngujóga
í boði verður að taka einn, tvo eða þrjá mánuði og eru verðin eftirfarandi:
Einn mánuður – 10.000,-
Tveir mánuðir – 18.000,-
Þrír mánuðir – 22.000,-
Skráning hjá Ágústu í síma 772-1025. Eða á jogastudio.is
Nú er að fara af stað nýtt námskeið í meðgöngujóga hjá okkur. Við förum í öndun
og slökun, losum um mjaðmir og styrkjum kvið og bak. Sleppum taki á hræðslu
og lærum að slaka á milli hríða. Við tengjum okkur við okkur sjálfar og fóstrið.
Jóga stuðlar á betri meðvitund á líkama sál og huga.