Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 66
38 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR „Ég er með venju lega gólfdrauga inni h já mér. Þeir eru und ir rúmi og reyna stundum að hrey fa það.” Fíasól krakkar@frettabladid.is Krakkasíðan er í helgar- blaði Fréttablaðsins 1.995,- Erlendar bækur í miklu úrvali! Úrval er breytilegt eftir verslunum. folk@frettabladid.is Kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox er stödd hér á landi til að kynna nýjustu bók sína, Lostaleiki. Daður- drottningin Tobba Marinós hefur lengi haft mætur á Tracey og því ákvað Frétta- blaðið að sameina þessar tvær drottningar og ræddi við þær um karlmenn, kyn- líf og íslenska deitmenn- ingu. „Það er svo mikil mýta að allar konur geti fengið fullnægingu ein- ungis við samfarir. Það er í raun- inni bara fáránlega lágt hlutfall sem nær því,“ segir kynlífssér- fræðingurinn Tracey Cox, sem er hér á landi að kynna bók sína Lostaleiki. „Konan þarf að kunna á sig og geta sagt rekkjunauti sínum hvaða svæði þurfi að örva og hvað hann eigi að gera. Flest- ar konur virðast samt ekki geta talað um þetta og því er ekkert við karlmennina að sakast. Þeir þurfa bara leiðbeiningar.“ Tracey segir líka aðra algenga mýtu vera þá að karlmenn vilji stöðugt kyn- líf. „Það er svo mikið bull. Þegar karlmenn eru í kringum fertugt minnkar áhuginn á kynlífinu til muna. En samt fara þeir á barinn með strákunum og tala endalaust um kynlíf.“ Ömurleg deitmenning Þegar talið berst að íslensku deit- menningunni er ljóst að margt þarf að laga samkvæmt daður- drottningunni Tobbu Marinós. „Hér er bara farið á rúntinn og Laugavegurinn keyrður aftur og aftur,“ segir Tobba, en bætir við að einstaka strákur leggi það á sig að bjóða í bíó. Tracey verð- ur gjörsamlega orðlaus og spyr hvers vegna ekki sé hægt að bjóða í hádegismat eða fara út og fá sér drykk. „Ástæðan er sú að íslensk- um strákum finnst þeir vera að reyna of mikið með því að bjóða stelpunni eitthvað fínt,“ segir Tobba. Hún segir líka marga stráka vilja sleppa deitinu. „Þeir tékka kannski á stelpunni um kvöldið og athuga hvort hún sé að djamma. Svo sendir hann henni SMS seinna um nóttina og vill þá hitta hana. Svo vaknar stelpan bara um morg- uninn heima hjá honum og allt í rugli,“ segir Tobba og bætir við að ef strákurinn hafi einhvern áhuga á stelpunni yfirleitt geti hann bara fundið eitthvað almennilegt fyrir þau að gera. Regla um síðasta söludag Tracey segir konur oft búa sér til óraunhæfar væntingar þegar komi að karlmönnum. „Konur eru mjög duglegar við að búa til tálsýn af því sem er fyrir fram- an þær. Þær vonast til að maður- inn geti orðið eitthvað sem hann er bara alls ekki. Svo verða þær fyrir vonbrigðum þegar lengra er komið í sambandinu.“ Tobbu finnst líka fáránlegt að vinkon- ur geti ekki farið í sama gaur- inn með áralöngu millibili. „Mér finnst að það ætti að vera regla hérna í íslensku samfélagi sem segir til um að þó svo að einhver vinkona þín hafi deitað gaur fyrir tíu árum megir þú fara í hann. Það hlýtur bara að vera einhver „síðasti söludagur“.“ En hvað eiga íslenskar stelpur þá að gera til að koma í veg fyrir stefnumótaklúður? „Stelpur eiga að vera duglegri að segja „nei“ og láta ekki bjóða sér á svona asna- leg deit,“ segir Tobba og Tracey er henni fullkomlega sammála. „Þið getið allavega byrjað á því að hætta þessum fáránlegu rúnt- um,“ segir hún og hlær. Aldrei við Íslending kennd Þegar Tracey kom til landsins fyrir sex árum voru uppi sögu- sagnir um að hún ætti vingott við íslenskan mann. Er eitthvað hæft í þeim orðrómi? „Nei, almáttug- ur. Þessi maður hitti mig í mið- bænum og spurði mig hvort mig langaði að setjast inn á einhvern veitingastað og fá mér að borða. Þóra, bókaútgefandinn minn, var með mér og þar af leiðandi gerði ég mér enga grein fyrir því að þetta væri stefnumót. Þegar við vorum búin að borða rölti hann með mér að hótelinu og spurði hvort hann mætti koma upp, en ég náttúrulega neitaði því,“ segir Tracey, sem hefur því aldrei verið við íslenskan karlmann kennd. „Íslenskir karlmenn eru gullfallegir en ég er ekki alveg á lausu núna,“ segir Tracey og gerir því út um allar vonir ein- hleypu íslensku karlmannanna. kristjana@frettabladid.is Íslenskir karlar gullfallegir HITTI ÁTRÚNAÐARGOÐIÐ Tobba Marinós vísar oft í Tracey Cox í bókum sínum og var því ánægð með áritað eintak frá kynlífssérfræðingnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MYNDIR VERÐA FRUMSÝNDAR Í KVIKMYNDAHÚSUNUM Í KVÖLD; Easy A, Unstoppable, Artúr 3, Baaria, Jackass 3D og Gnarr, sem fjallar um kosningabaráttu Besta flokksins. „Ég er bara mjög ánægður með þetta,“ segir rapparinn Ástþór Óðinn. Hann lenti í þriðja til þrettánda sæti í evrópsku laga- keppninni I-Mego með lag sitt Mamma. Mörg hundruð lög voru send í keppnina og lag Ástþórs, sem er bæði sungið á íslensku og ensku, var valið úr þeim hópi. „Þetta kom mér á óvart. Ég hlustaði á hin lögin og þau voru virkilega góð.“ Lagið fjallar um mömmu hans sem lést fyrir fimmtán árum. Þar skrifar Ástþór henni bréf og segir frá því hvernig líf hans er í dag. „Hún hefði brosað,“ segir rapparinn, spurður hvað henni hefði fundist um árangurinn ef hún hefði verið á lífi. Ástþór fær í verðlaun hljóðnema og heyrnartól sem munu nýtast vel í hljóðveri sem hann rekur í Kópavogi ásamt félögum sínum. Bandaríska útgáfufyrirtækið Expat Records heyrði lagið Mamma og ætlar að gefa plötu Ástþórs, Both Ways út. Hann er um þessar mundir að þýða lögin Mamma og Í gegnum tímans rás yfir á ensku fyrir bandarísku útgáfuna, sem er væntanleg næsta vor. „Þetta lítur allt bara mjög vel út,“ segir rapparinn. - fb Mamma hefði brosað ÁSTÞÓR ÓÐINN Rapparinn komst í eitt af efstu sætunum í evrópsku lagakeppn- inni I-Mego. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Dansstúdíó World Class stendur fyrir danshátíð í dag og á morg- un með heimsþekktum dansara frá Los Angeles. Sonny Freddie Peder sen heitir hann og kenn- ir meðal annars hiphop-dans og hefur sérstakur stíll hans vakið mikla athygli. Hann starfar nú sem dans- höfundur Nicole Scherzinger, söng- konu PussyCat Dolls, en hefur einnig unnið með Paulu Abdul úr American Idol og söngvar- anum Chris Brown. Hátíð- in er ætluð öllum og kostar 5.900 krónur. Hægt er að skrá sig hjá World Class. Dansar með stjörnunum Þungarokkssveitirnar Sólstaf- ir og XIII halda fjölskyldu- og unglingatónleika á laugardaginn kl. 16 á Sódómu Reykjavík. „Við höfum fengið fjölda fyrirspurna um að halda tónleika fyrir þá sem hafa ekki aldur til að komast inn á skemmtistaði,“ segir Aðalbjörn Tryggvason, söngvari Sólstafa. „Um leið erum við að gefa helgar pöbbum færi á að gera eitthvað uppbyggilegt með börnunum sínum.“ Rokka fyrir fjölskyldur SÓLSTAFIR Rokka fyrir unglinga á laugardaginn. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.