Fréttablaðið - 12.11.2010, Side 72

Fréttablaðið - 12.11.2010, Side 72
 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR44 sport@frettabladid.is KÖRFUBOLTI „Þetta er búið að ganga mjög vel persónulega fyrir okkur KR-ingana,“ segir Ellert Arnarson kátur. Ellert og Darri Hilmarsson hafa saman skorað 34,6 stig, tekið 8,6 fráköst og gefið 7,0 stoðsend- ingar að meðaltali í fyrstu fimm leikjum Hamars í Iceland Express deildinni. Þeir voru í aukahlut- verki hjá KR síðustu ár en hafa báðir blómstrað við að fá meiri ábyrgð. Hamarsliðinu var aðeins spáð 9. sætinu í deildinni en hefur engu að síður tekist að vinna sigra á KR (spáð 1. sæti), Keflavík (2. sæti) og Njarðvík (6. sæti) og það er ekki síst vegna frábærrar frammistöðu þeirra Ellerts og Darra. Darri steig fyrsta skrefið með því að skipta yfir í Hamar og Ell- ert fylgdi síðan í kjölfarið. „Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og fá að spila meira. Ég vissi líka að Gústi [Ágúst Björgvinsson] væri hörku þjálfari. Mér líður mjög vel í Hveragerði og Lalli formaður [Lárus Ingi Friðfinnsson] er fínn karl,“ segir Darri. „Ég þurfti að fá að spila til að bæta mig meira. Mér fannst þetta því vera rétta skrefið,“ segir Darri, sem er með 17,0 stig og 5,8 fráköst að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum. Darri segist hafa hringt í Ellert og beðið hann um að koma. „Ég var búinn að vera með KR í sumar og spilaði með liðinu á Hraðmóti Fjölnis. Ég var efins um hvort ég ætti að fara í KR eða Hamar en svo valdi ég Hamar og sé alls ekki eftir því núna,“ segir Ellert og bætir við: „Það var stór partur í þessu að Darri var búinn að skuldbinda sig að fara þang- að og það lá svona beint við að ég kæmi líka. Við keyrum síðan alltaf saman á æfingar,“ segir Ellert. Þeir Darri og Ellert spiluðu saman með KR upp alla flokka, alveg frá minnibolta upp í meist- araflokk. „Við erum búnir að spila saman síðan við vorum tíu ára. Ég þekki því Ella eins vel og hægt er,“ segir Darri. Darri segir að það hafi ekki verið létt ákvörðun að fara frá KR. „Við erum rosalega miklir KR-ingar þannig að það var ekk- ert auðvelt að fara frá KR. Það er mikil samkeppni í KR og barátta um mínúturnar. Núna fáum við að spila og sýna hvað við getum.“ „Manni hefur fundist maður vera tilbúinn í þetta í einhver þrjú ár. Það er mjög fínt að fá loksins að axla þessa ábyrgð,“ segir Ell- ert, sem hefur farið á kostum í leikstjórnandastöðunni en hann er með 17,6 stig og 7,0 stoðsend- ingar að meðaltali. „Fyrir mig persónulega vildi ég svara spurningunni hvort ég gæti ekki orðið mjög góður leikmaður í þessari deild. Kannski erum við líka að senda lúmsk skilaboð um að við hefðum átt að spila aðeins meira á sínum tíma,“ segir Ell- ert. Darri var mjög ánægður með að fá Ellert til sín í Hamarsliðið. „Það er mjög gaman að spila með honum. Hann er alveg hörku varnarmaður og svo er hann búinn að vera flottur núna í sókninni og kominn með bullandi sjálfstraust. Ég átti kannski ekki von á því að hann myndi skora svona mikið en ég vissi alveg að hann gæti þetta. Hann hefur bara ekki fengið tæki- færi til að sýna það,“ segir Darri. Ellert hrósar líka Darra. „Hann er búinn að vera frábær og er að fá þennan spilatíma sem hann á að fá í efstu deild. Hann er líka búinn að bæta sig mikið í sínu líkamlega atgervi,“ segir Ellert. Ellert var með 22,5 stig og 7,5 stoðsending- ar í síðustu tveimur leikjum þar sem Hamar vann bæði Reykjanes- bæjarliðin. „Liðinu virðist ganga betur þegar ég tek af skarið og er að reyna meira í sókninni,“ segir Ell- ert og bætir við: „Darri er búinn að vera skjóta því á mig að ég sé hættur að gefa boltann en þá bendi ég honum bara á tölurnar.“ Ellert hefur samt gaman af því að vera búinn að skora þremur stigum meira en Darri á tímabil- inu (0,6 í leik). „Ég verð eiginlega að láta hann heyra það áður en það breytist. Ég verð að nýta þennan montrétt,“ segir Ellert hlæjandi. ooj@frettabladid.is Blómstra í blómabænum Vinirnir og jafnaldrarnir Ellert Arnarson og Darri Hilmarsson hafa sprungið út í fyrstu fimm leikjunum sínum með Hamri þar sem liðið hefur unnið þrjú stórlið. „Núna fáum við að spila og sýna hvað við getum,“ segir Darri. Stórt stökk í tölfræðinni hjá Darra og Ellerti Darri Hilmarsson KR 2009-10 Hamar 2010-11 Stig 6,0 17,0 Fráköst 3,4 5,8 Framlag 8,5 15,6 Mínútur 17,5 33,1 Leikir Hamars í vetur Tap fyrir Haukum (Ellert 17 stig - 6 stoðsendingar, Darri 17 stig) Sigur á KR (Darri, Ellert 16 stig, Darri 15 stig) Tap fyrir Fjölni (Darri 22 stig, Ellert 10 stig) Sigur á Keflavík (Ellert 27 stig - 7 stoðsendingar, Darri 12 stig) Sigur á Njarðvík (Darri 19 stig - 8 fráköst, Ellert 18 stig - 8 stoðsend- ingar) Ellert Arnarson KR 2008-09* Hamar 2010-11 Stig 1,5 17,6 Stosendingar 1,9 5,0 Framlag 3,3 16,6 Mínútur 8,4 35,1 * Lék ekki síðasta vetur Við erum rosalega miklir KR-ingar þannig að það var ekkert auðvelt að fara frá KR. Það er mikil samkeppni í KR og barátta um mínúturnar. Núna fáum við að spila og sýna hvað við getum. DARRI HILMARSSON PAUL MCSHANE skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Pepsi-deildarlið Grindavíkur og snýr því aftur til Grindavíkur þar sem hann lék í áratug frá 1998 til 2007. Hann lék með Fram í tvö ár og svo með Keflavík í sumar. Paul McShane er fimmti leikjahæsti leikmaður Grindavíkur í efstu deild en hann á alls að baki 191 leik í úrvalsdeild karla. FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í fótbolta, hefur þurft að gera þriðju breytinguna á hópnum sínum fyrir vináttulands- leikinn í Ísrael á miðvikudaginn kemur. Ólafur hefur kallað á Blikann Arnór Svein Aðalsteinsson en hann kemur inn í hópinn í stað Grétars Rafns Steinssonar sem meidd- ist í leik með Bolton í fyrrakvöld. Arnór hefur leikið 8 landsleiki og alla undir stjórn Ólafs. Áður höfðu þeir Stefán Logi Magnússon og Steinþór Freyr Þor- steinsson komið inn fyrir þá Árna Gaut Arason og Rúrik Gíslason sem glíma einnig við meiðsli. - óój Þriðja breytingin á íslenska landsliðshópnum: Kallaði á Arnór Svein GOLF Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, endaði í fjórða sæti á Condado Open-mótinu á Spáni sem lauk í gær. Birgir Leifur var í fimmta sæti fyrir lokadaginn og hækkaði sig því um eitt sæti með góðri spila- mennsku í gær. Birgir Leifur lék hringina þrjá á 212 höggum, fjór- um höggum undir pari. Hann var fjórum höggum á eftir sigurveg- ara mótsins og aðeins einu höggi frá öðru sætinu. Birgir Leifur lék frábærlega á fyrri níu holunum í dag, þar sem hann lék á þremur höggum undir pari eftir að hafa meðal annars fengið örn á níundu holunni. Birgir Leifur varð fyrir áfalli á 13. holu þegar hann lék hana á sjö höggum og fékk tvöfaldan skolla. Birgir hafði fengið fugl á þessari sömu holu á fyrstu tveimur hring- unum. Birgir Leifur paraði næstu tvær holur og fékk síðan fugl á þeirri sextándu. Hann tapaði síðan höggi á 17. holu og endaði hringinn á 71 höggi, einu höggi undir pari. Arnar Snær Hákonarson úr GR fylgdi á eftir góðum öðrum degi með því að leika annan daginn í röð á 73 höggum, einu höggi yfir pari. Arnar hækkaði sig upp í 29. sæti en hann lék hringina þrjá á sjö höggum yfir pari. - óój Birgir Leifur Hafþórsson endaði í fjórða sæti á Condado Open-golfmótinu: Bara einu höggi frá öðru sætinu FJÓRUM HÖGGUM UNDIR PARI Birgir Leifur Hafþórsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Meðal annars efnis: Ekki missa af Fréttablaðinu um helgina „Ekki spyrja eins og kjáni“ – Sofi Oksanen er ekki sú fyrsta sem reiðist íslensku fjölmiðlafólki. Söngvarinn Lou Reed lét blaðamann heyra það. Engin eftirsjá að þessu spillta kerfi – Guðni Th. Jóhannesson um ævisögu Gunnars Thoroddsen og íslenska samtímasögu. Skyr er ekki bara skyr – Gömlu hráefnin hafin til vegs í nýjum búningi. Hátíðlegt og heimagert – Kræsingar til að gefa og gleðja um jólin.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.