Fréttablaðið - 17.11.2010, Side 12

Fréttablaðið - 17.11.2010, Side 12
12 17. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR VERKFRÆÐI Verkfræðingafélag Íslands vinnur að endurskoðun siðareglna sinna svo að þær endurspegli betur kröfur breyttra tíma til starfsins. „Eftir því sem verkefni verkfræð- inga hafa orðið fjölbreyttari og þjóðfélagið flóknara hefur þörfin aukist fyrir einfaldar, almennar reglur sem gætu þjónað sem almennur siðlegur hornsteinn fyrir öll störf sem verkfræðingar takast á við í krafti menntunar sinnar,“ segir Jóhanna Harpa Árnadóttir, formaður Verkfræðingafélagsins. „Það hefur mikið breyst í vinnuumhverfi verkfræðinga, bæði með tölvuvæðingu og rafrænni upplýsingamiðlun. Eins má nefna uppgang og hrun bankakerfisins.“ „Verkfræðingar hafa gegnt veigamiklu hlutverki í uppbyggingu landsins og sam- félagsins og eru meðvitaðir um að stéttin eigi líka að taka þátt í þeim breytingum sem nú eiga sér stað,“ segir Jóhanna. Þannig taki stéttin hlutverk sitt alvarlega og sýni að hún ætli áfram að vera traustsins verð. Gildandi siðareglur verkfræðinga eru að stofni frá 1955 en voru endurskoðaðar 1993. Sú endurskoðun, sem nú sér fyrir endann á og verður rædd á ráðstefnu félagsins á mið- vikudag, hófst vorið 2008. Síðastliðið vor var slembiúrtak stéttarinnar kallað til fundar með þjóðfundarfyrirkomulagi þar sem siða- reglur voru til umræðu. Jóhanna segir að niðurstaðan sé sú að hverfa frá áherslu á ítarlegar reglur um sam- band verkkaupa og verksala og leggja þess í stað áherslu á fáar en gagnsæjar megin- reglur þar sem fjallað er um virðingu og jafnrétti, faglega ábyrgð og ráðvendni og samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni. „Verk- fræðingar eru stétt sem hefur nógu mikið faglegt og siðferðilegt sjálfstraust til að meta hvað tókst vel og hvað tókst miður vel,“ segir Jóhanna Harpa Árnadóttir. peturg@frettabladid.is Hafa sjálfstraust til að meta hvað tókst vel og hvað miður Verkfræðingafélag Íslands undirbýr endurskoðun siðareglna. Jóhanna Harpa Árnadóttir, formaður félagsins, segir verkfræðinga meðvitaða um að stéttin eigi að taka þátt í þeim breytingum sem nú eiga sér stað. FORMAÐUR VERKFRÆÐINGAFÉLAGSINS Jóhanna Harpa Árnadóttir starfar sem verk- fræðingur í kerskála álversins á Grundartanga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Drög að nýjum siðareglum Verkfræðingafélags Íslands gera ráð fyrir þremur meginreglum. Ein þeirra er svohljóðandi og fjallar um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni: „Meðlimir VFÍ eru með- vitaðir um áhrif verka sinna á samfélag, umhverfi og náttúru“ Þetta felur í sér: ■ að hafa ávallt í huga öryggi, heilsu og velferð almennings ■ að stuðla að því að tæknilegar lausnir séu miðaðar við sjálfbærni og ábyrga nýtingu auðlinda ■ að vera heiðarlegur og opinn um margþætt áhrif tæknilegra lausna og annarra verkefna, og greina frá atriðum sem gætu ógnað öryggi almennings eða verið skaðleg umhverfinu ■ að stuðla að upplýstri samfélagslegri umræðu með því að taka þátt þegar hún beinist að fagsviði verkfræðingsins. Félagið heldur ráðstefnu um siðareglurnar í Nor- ræna húsinu á miðvikudag. Samfélagsleg ábyrgð DÓMSTÓLAR Karlmaður á sextugs- aldri hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að draga sér rúmlega 17,6 milljónir úr sölukössum fyrir lottó og íþrótta- getraunir. Hann var jafnframt dæmdur til að endurgreiða Íslenskri getspá fjármunina. Maðurinn dró sér féð á tæplega tveggja mánaða tímabili árið 2008. Hann játaði brot sitt fyrir dómi og hafði ekki gerst brot- legur við lög fyrr. Héraðsdómur Reykjavíkur leit svo á að í ljósi fjárhæða í málinu kæmi skilorðsbinding refsingar- innar ekki til álita. - jss Ákærður fyrir fjárdrátt: Dró sér rúmar 17 milljónir af getraunafé MÆTTI STORKI Á FÖRNUM VEGI Þessi kona gat ekki annað en kastað kveðju á storkinn sem hún mætti á göngustíg í almenningsgarðinum St. James Park í London. NORDICPHOTO/AFP SAMFÉLAGSMÁL Félag heyrnar- lausra ætlar að kæra Trygginga- stofnun ríkisins fyrir brot á rétt- indum fatlaðra. Heyrnarlausir sem leita eftir þjónustu hjá stofnuninni þurfa sjálfir að greiða fyrir táknmáls- túlk. Stöð 2 sagði frá málinu í gær- kvöld. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, for- maður Félags heyrnarlausra, segir að með þessu sé stofnunin að brjóta gegn réttindum heyrnar- lausra. Kæra Tryggingastofnun: Heyrnarlausir telja á sér brotið TAÍLAND, AP Rússneskur vopna- sali, Viktor Bout, var í gær fram- seldur til Bandaríkjanna frá Taílandi, þar sem hann var hand- tekinn fyrir tveimur árum. Bout er fyrrverandi hermaður í sovéska flughernum. Hann er sagður hafa stundað ólöglega vopnasölu til landa í Suður-Amer- íku, Afríku og Mið-Austurlönd- um, meðal annars til Moammars Gaddafí Líbíuleiðtoga og Charles Taylor, harðstjóra í Líberíu. Bandaríkjamenn hafa lengi reynt að fá hann framseldan, en Rússar hafa gert margvíslegar athugasemdir við það. - gb Vopnasalinn Viktor Bout: Framseldur til Bandaríkjanna VIKTOR BOUT Fluttur í járnum út á flug- völl í Bangkok. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.