Fréttablaðið - 17.11.2010, Side 19

Fréttablaðið - 17.11.2010, Side 19
Sögurnar... tölurnar... fólkið... 104 6-7 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 17. nóvember 2010 – 12. tölublað – 6. árgangur Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Dótturfélög íslenskra fyrirtækja og félög í eigu inn- lendra aðila í útlöndum sendu ekki arð af rekstri þeirra heim til móðurfélaga hér á fyrri hluta árs. Arð- greiðslur voru sömuleiðis ekki fluttar heim á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Arður af rekstri fyrirtækja hefur ekki verið flutt- ur heim á fyrsta ársfjórðungi á síðustu tíu árum en óvanalegt er að hann vanti fyrir annan ársfjórðung. Það hefur aðeins gerst í ár og í fyrra síðastliðinn ára- tug, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Arðgreiðslurnar töldu alla jafna í hundruðum millj- óna króna fram til 2002 þegar þær fóru yfir einn millj- arð króna. Hæstar voru þær árið 2007 þegar 82,6 milljarðar voru fluttir heim. Páll Jóhannesson, lögmaður hjá Nordik Legal, segir skiljanlegt við núverandi aðstæður að fyrirtæki haldi erlendum gjaldeyri utan landsteina. „Ég held að fáir séu hrifnir af því að flytja gjaldeyri inn í landið. Með því að greiða arð frá erlendu dótturfélagi til íslensks móðurfélags er notkun fjármuna bundin gjaldeyris- höftum, þar með talinni skilaskyldu nema við eigi þröngar undanþágur,“ segir hann. Dóttur félög inn- lendra fyrirtækja í öðrum löndum falla ekki undir gjaldeyrishöft sem voru innleidd fyrir tveimur árum. Arður af rekstri erlendra dótturfélaga var áður al- mennt undanþeginn tekjuskatti þar sem búið var að skattleggja hagnað dótturfélaga í heimalandi þess. Lögum um meðhöndlun arðs og söluhagnaðar var breytt í fyrrahaust á þann veg að yfirfæranlegt tap móðurfélagsins lækkar sem nemur fjárhæð móttekins arðs frá dótturfélagi. Viðskiptaráð og Samtök atvinnu- lífsins sögðu fyrr á árinu þetta leiða til tvísköttunar á arðgreiðslum og myndu arðgreiðslur ekki flytjast heim. „Þessar breytingar á skattalögum hvetja fyrirtæki ekki til þess að flytja gjaldeyri heim. Í ljósi hafta má velta fyrir sér hvort ekki hefði verið eðlilegra að fara í þveröfuga átt og skapa skattalegan hvata til þess að arður sé greiddur hingað til lands. Þess í stað voru slíkar arðgreiðslur gerðar ófýsilegri en áður, sem eykur neikvæð áhrif gjaldeyrishafta. Notkun erlends gjaldeyris er frjálsari í höndum erlends dótturfélags auk þess sem móðurfélagið glatar yfirfæranlegu tapi sem það gæti annars notað á móti síhækkandi skatt- lagningu hagnaðar hér. Ákvörðunin er ekki flókin nema fjárþörfin sé þeim mun meiri.“ segir Páll. Arðgreiðslur skila sér ekki inn í landið Gjaldeyrishöft og skattabreytingar hvetja ekki til þess að fjármagn sé flutt heim, segir sérfræðingur í skattamálum. 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 20 10 65,9 A R Ð U R A F R E K S T R I E R L E N D R A D Ó T T U R F É L A G A árin 2000 til 2010. 70 60 50 40 30 20 10 0 m ill ja rð ar Engin fjárlög Evrópusambandið verður fjárlaga- laust í byrjun næsta árs, og þarf því að láta sér duga þær upphæðir sem um var samið í fjárlögum fyrir árið 2010. Samkomulag tókst ekki milli Evrópuþingsins og aðildar- ríkjanna um fjárlögin vegna þess að sum aðildarríkin vilja ekki að Evrópuþingið fái meira að segja um afgreiðslu fjárlaga. Karpað um skatta Timothy Geithner, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, vill að Bandaríkjaþing a fg r e i ð i s e m fyrst t i l lögur repúblikana um að skattaafslátt- ur til handa auð- jöfrum standi þeim t i l boða til frambúðar. Geithner segir Bandaríkjastjórn eftir sem áður andvíga þessum hugmyndum. Kínverjar kaupa meira Kínverskt stjórnvöld hafa haldið áfram að kaupa banda- rísk ríkisskuldabréf í stórum stíl. Í september áttu Kínverjar 883,5 milljarða dala í bandarísk- um ríkis skuldabréfum, og hafði eignin þá hækkað um 1,7 prósent milli mánaða. Verðbólga hér á landi í október mældist 4,6 prósent samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs sem Eurostat, Hagstofa Evrópu- sambandsins, tók saman og birti í gær. Verðbólga minnkar því um 0,5 prósentustig milli mánaða en hún var 5,1 prósent hér á landi í septem- ber samkvæmt vísitölunni. Í Morgunkorni greiningar Ís- landsbanka kemur fram að miðað við þetta hafi verðbólga hér á landi hjaðnað umtalsvert síðasta árið en í október í fyrra mældist hún 13,8 prósent. Þar segir jafnframt að meginástæða hjöðnunar sé styrk- ing krónu frá upphafi árs. - þj Verðbólgan hjaðnar milli ára Brasilíska olíufyrirtækið Petro- bras hyggur hátt, en það áætlar að verða stærsti olíuframleiðandi heims árið 2015. Fundur mikilla olíulinda í hafinu út af ströndum landsins síðustu ár hefur gefið góðar vonir og hefur verið ákveðið að leggja út í fram- kvæmdir fyrir um 25 þúsund millj- arða íslenskra króna á næstu fimm árum. Petrobras stefnir að því að framleiða um 5,4 milljónir tunna af olíu á dag, en BP var stærsti framleiðandinn í fyrra með rétt tæplega fjórar milljónir tunna á dag. Fyrirtækið er að meirihluta í eigu brasilíska ríkisins. - þj Petrobras ætlar á toppinn Mundu að panta posa fyrir jólaverslunina! Tækni Hvernig farsíma vill fólk? Íslenskur kuldaklæðnaður Er að finna um allan heim Í glasi með Óla Kristjáni: Hvað er þetta Laphroaig?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.