Kylfingur - 01.02.1965, Side 3

Kylfingur - 01.02.1965, Side 3
X f% kXm(~ d 1. TBL. FEÐR. 1965 23. ÁRB. ÚTGEFANDI: GDLFKLÚBBLIR REYKJAVÍKUR Golfklúbhur Heykjavíkur Sumarið 1934 dvöldu þeir læknarnir Gunnlaugur Einars- son og Valtýr Albertsson erlend- is. Kynntust þeir þá golfleik og léku hann nokkuð þennan tíma. Þegar heim kom, sökn- uðu þeir að geta ekki haldið þessu áfram, en hér vantaði allt til slíks. Fóru þeir því að leita fyrir sér um stofnun golfklúbbs, ræddu við væntanlega þátttak- endur o. fl. Á fundi með nokkr- um áhugamönnum, sem hald- inn var 30. nóv. 1934, var ákveð- ið að vinna að stofnun golf- klúbbs og þriggja manna undir- búningsnefnd kosin. í hana voru kjörnir þeir Gunnlaugur Einars- son, Valtýr Albertsson og Gunn- ar Guðjónsson. Nefnd þessi undirbjó lög fyrir væntanlegan golfklúbb og boð- aði síðan til stofnfundar hinn 14. des. 1934 í Oddfellowhúsinu í Reykjavík. Á þessum fundi var samþykkt að stofna Golfklúbb íslands. Voru samþykkt lög fyrir klúbb- inn og kjörin stjórn, og í hana kosnir: Gunnlaugur Einarsson formaður, Gunnar Guðjónsson ritari, Gottfred Bernhöft gjald- keri, og meðstjórnendur: Val- týr Albertsson, Eyjólfur Jó- hannsson, Guðmundur Hlíðdal og Helgi H. Eiríksson. En ekki var nóg að halda stofnfund og skrá þar stofnend- ur að golfklúbb. Til þess að gera þessi samtök að meiru en hug- sjón, þurfti að kenna félögun- um að leika leikinn og útvega þeim svæði, sem hægt væri að leika á. 30 ára Þetta höfðu stofnendur að sjálfsögðu gert sér grein fyrir, og áður en þeir buðu til stofn- fundarins, höfðu þeir tryggt sér kennara og húsrými til innan- húskennslu var fáanlegt; von var líka um landsvæði, þar sem koma mátti fyrir nokkrum golf- brautum. Fundurinn fól nú stjórninni að fastráða kennara, taka á leigu húsnæði til kennslu o. fl. Þetta gekk nú allt eins og í sögu,— að minnsta kosti finnst okkur það nú. Tekið var á leigu svonefnt Austurhlíðarland, inn við Sund- laugar, ca. 6 ha svæði. Mátti þar koma fyrir 6 brautum og einhvern vísi að golfskála var hægt að hafa þar. Hinn 12. maí 1935 var hin „fyrsta golfbraut á íslandi“ vígð. í setningarræðu sinni sagði form. m. a.: ,,.... við höfum fengið góðan golf- völl, þótt lítill sé, og húsið gæti verið verra“. En hér var ekki um fram- Brautryðjendur golfíþróttarinnar á íslandi, læknarnir Valtýr Albertsson og Gunnlaugur Einarsson. — Aðalhvatamenn að stofnun Golfklúbbs íslands (Reykjavíkur). LAr'DGCpKASAFN 259130 , ÍSÍ.ANDS

x

Kylfingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.