Kylfingur - 01.02.1965, Page 18
Sverrir Einarsson, Pétur Björnsson, Magnús Guðmundsson, Gunnar Sólnes, Óttar Yngvason.
morgunverð og hádegisverð
„gratis“. Auk þessa gátu svo
allir þeir sem vildu, fengið að
búa inni á heimilum amerískra
golffélaga endurgjaldslaust, og
notuðu allfestir sér það.
Islenzku þátttakendurnir not-
uðu tímann vel til æfinga, og
var árangur upp og ofan. En
ekki tjáði að tala um það, við
vorum mætttir til þátttöku, og
þrátt fyrir allmisjafnan árangur
á æfingum, gerðum við okkur
vonir um að þurfa ekki að berj-
ast um neðsta sætið. Niðurstað-
an varð því miður önnur, að-
eins eitt land skildi okkur að
frá botninum, það ágæta land
Uruguay. Læt ég þetta nægja
um mótið sjálft.
Þykir mér nú rétt að staldra
lítillega við og reyna að leiða
hugann að því, hver ástæða
muni vera til þess að íslenzkir
kylfingar skuli ekki ná lengra
en raun ber vitni. Ber ekki að
skilja eftirfarandi hugleiðingar
sem neina afsökun á frammi-
stöðu okkar manna, heldur eins
konar uppgjör eða leit að skýr-
ingu á þessari staðreynd, sem
þá jafnframt gæti orðið til þess
að framámenn þes,sarar íþrótt-
ar geri einhverjar þær ráðstaf-
anir í nánustu framtíð til þess
að auka getu manna sem
nokkru nemur, þannig að við
getum átt von á því, ef áfram-
hald verður á þátttöku í þess-
um mótum og öðrum, að við
séum ekki alltaf að berjast um
síðasta sætið.
Hingað til hefur golf verið
okkur íslenzkum fyrst og fremst
leikur, þar .sem menn fá tæki-
færi til nokkurrar alhliða hreyf-
ingar úti í guðsgrænni náttúr-
inni í góðum leik og við hóflega
keppni. Reglur þessa leiks, og
á ég þar við forgjafakerfið, ger-
ir það að verkum, að þátttak-
endur mæta til leiks með nokk-
uð jafna sigurmöguleika, og er
ekki nema gott eitt um það að
segja, og situr sízt á mér að
afneita þeirri ágætu reglu. Þó
er ekki loku fyrir það skotið,
að slíkt getið dregið nokkuð úr
áhuga manna við að betrumbæta
sig í íþróttinni, en ef til vill
eru skiptar skoðanir um það, og
sé ég ekki ástæðu til að ræða
það nánar hér. Eins og golfið
16