Kylfingur - 01.02.1965, Síða 15
STJÓRN GOLFKLÚBBS NESS
Frá vinstri: Jón Thorlacius, Pétur Björnsson, Ragnar Jónsson, Sigurjón Ragnarsson, Ólafur Loftsson.
gjfULr 1U
GOLFKLÚBBUR NESS er
stofnsettur 4. apríl 1964. Hann
er 5. og jafnframt yngsti golf-
klúbburinn hér á landi.
Golfvöllur félagsins, sem er
9 holu völlur, 2380 metrar að
lengd, par 35, er staðsettur á
Suðurnesi, Seltjarnarnesi. Völl-
urinn er byggður á gömlum,
velræktuðum túnum og eru
brautirnar sléttar og mjúkar að
leika á. Þó að völlurinn sé yfir-
leitt flatur, býður hann upp á
tilbreytni í leik. Á einni braut-
inni þarf, til dæmis, að leika
yfir tjörn, tæpa 100 m. á lengd,
og mun það vera eina vatns-
torfæran á golfvelli hér á landi.
Sjór umlykur golfvöllinn á þrjá
vegu, og setur það sinn svip á
völlinn. Lengd brauta er sem
hér segir:
1. braut . . . par 4. 250 m
2. — . . . — 4. 300 -
3. — . . — 3. 125 -
4. — .. — 4. 260 —
5. — .. — 4. 240 -
6. — . . — 4. 380 -
7. — .. — 5. 400 -
8. — . . — 4. 280 —
9. — . .. — 3. 145 -
par 35 2380 m
Ætlunin er að lengja nokkrar
brautir, þannig að völlurinn
verði yfir 2400 metrar á lengd.
Leiðin út í Suðurnes liggur
eftir mjóum granda, sem tengir
Suðurnesið við landið og gerir
það líkara eyju en nesi. Fugla-
líf er þarna fjölskrúðugt og út-
sýni einkar fagurt. í góðu veðri
sést allur fjallahringurinn
kringum Reykjavík, og sést þá
einnig til Akraness, Keflavíkur
og Suðurnesja.
Klúbbhús hefur verið reist
á golfsvæðinu ásamt geymslu-
húsi fyrir vélar og áhöld. í hús-
inu eru ýmiskonar þægindi, svo
sem steypiböð, búningsherbergi
og þægileg setustofa með sjón-
varpi o. fl.
Klúbburinn tók til starfa
seint á síðastl. sumri, og voru
upphafsmenn að stofnun hans
Pétur Björnsson og Ragnar J.
Jónsson, sem báðir eru meðlim-
ir Golfklúbbs Reykjavíkur.
Klúbburinn er einkaklúbbur
og er ætlunin, að hann verði
rekinn á sama hátt og klúbbar
með sama sniði erlendis. Golf-
klúbbur Ness stendur utan sam-
taka Í.S.Í.
Vegna legu .sinnar að sjó, má
gera ráð fyrir að völlurinn sé
snjóléttur og þess vegna leik-
hæfur mikinn hluta vetrar.
Þangað er stutt að fara úr mið-
bænum, aðeins fárra mínútna
akstur.
Stjórn Golfklúbbs Ness skipa
eftirtaldir menn: Pétur Björns-
son, form., Ragnar Jónsson, rit-
ari, Sigurjón Ragnarsson, Ólaf-
ur Loftsson, Jón Thorlacius.
Áformað er að hefja kennslu
í golfi fyrir félaga snemma í
vor, því að margir félagsmenn
munu vera nýir í íþróttinni.
Rætt hefur verið um að Gcif-
klúbbur Ness og Golfklúbbur
Suðurnesja tækju upp samstarf
sín á milli, enda margir félags-
menn hjá báðum klúbbunum
byrjendur í golfi og áhugamál
svipuð.
Golfklúbbur Ness hélt 26.
september síðastl. opna keppni
á golfvellinum í Suðurnesi, og
mættu þar til leiks 36 keppend-
13