Kylfingur - 01.02.1965, Side 17
SVERRIR EINARSSON:
Árið 1958 var stofnað hið svo-
nefnda World Amateur Golf
Council. Tilgangur þessa félags-
skapar er að efla vináttu og
íþróttaanda meðal þjóða, með
því að halda annað hvert ár
sveita keppni um Eisenhower-
bikarinn.
Samkvæmt boði frá þeim að-
ilum, sem að stofnun þessa fé-
lagsskapar stóðu, gafst G.S.Í.
kostur á að gerast stofnaðili.
Þessu boði var tekið, hafandi
það helzt í huga, að halda opn-
um þeim möguleika að íslenzk-
ir kylfingar ættu þess kost, ef
aðstæður leyfðu, að taka þátt
í hinum alþjóðlegu sveitakeppn-
um, sem fyrr er getið.
Árið 1958 var hið fyrsta mót
haldið, og þótti þá jafnframt
viðeigandi að halda það á þeim
stað, sem hæst ber í sögu golfs-
ins eða St. Andrews-golfvellin-
um í Skotlandi.
Hvað okkur snertir, var ekki
hægt að halda þetta mót á hent-
ugri stað, og var því ákveðið
að .senda af íslands hálfu sveit
til þátttöku í þessu móti. Fjórir
menn voru sendir, þeir Magnús
Guðmundsson, sem jafnframt
var fyrirliði, Ólafur Ág. Ólafs-
son, Hermann Ingimarsson og
Sveinn Ársælsson.
Eins og við mátti búast, var
geta okkar manna engan veginn
sambærileg við getu annarra
þjóða, og höfnuðu þeir í neðsta
sæti. För þessi var raunar ekki
farin í þeim tilgangi að sækja
verðlaun, heldur eins og Magn-
ús mun hafa orðað það: Að
gefa til kynna tilvist okkar.
Eftir heimkomu þeirra félaga
var frekar hljótt um keppnis-
för þessa hvað viðkemur fram-
kvæmd og frammistöðu á mót-
inu. Reyndist því árangur af
för þessari harla lítill.
Næstu leikir voru haldnir ár-
ið 1960 í Bandaríkjunum, og
þar næst í Japan árið 1962. Ekki
mar-mfHAÍa
þótti mögulegt að senda lið til
þátttöku í þau tvö skiptin, og
komu þar til fjárhagsörðugleik-
ar vegna ferðakostnaðar. Nú í
ár 1964 fóru leikarnir fram í
Róm á Ítalíu. Vaknaði þá tals-
verður áhugi hjá kylfingum að
gefa nú enn á ný til kynna um
tilvist okkar. Golfsambandið
samþykkti að senda sveit kylf-
inga til þátttöku í þessu móti.
Á Golfsambandsþinginu í júlí-
mánuði var mál þetta rætt og
gerð samþykkt þar að lútandi.
Þegar velja átti endanlega í
sveitina, var þegar tekin ákvörð
un um tvo, þá Magnús Guð-
mundsson og Óttar Yngvason.
Fjórir aðrir kandidatar buðu sig
fram. Var því ákveðin keppni
þeirra í milli um hverjir tveir
skyldu hreppa hnossið, en áður
en af þeirri keppi varð, höfðu
tveir dregið sig til baka. Sveit-
in var því skipuð eftirtöldum
mönnum, þeim Magnúsi og Ótt-
ari, eins og fyrr er sagt, og
auk þeirra Pétur Björnsson og
Gunnar Sólnas. Einnig voru með
í förinni: undirritaður, sem var
fyrirliði og fararstjóri, og þá
Stefán Árnason, sem mætti sem
fulltrúi G.S.Í. á þingi W.A.G.C.
Ekki mun hér farið út í að
lýsa förinni og mótinu ýtarlega,
enda ekki stungið niður penna
í þeim tilgangi.
Af mótinu er það að segja,
að það stóð yfir dagana 3.—11.
október. Fengu þátttakendur 4
daga til æfinga, og síðan stóð
keppnin yfir 1 4 daga, leiknar
18 holur á degi hverjum. Völl-
urinn telst fremur erfiður, sér-
staklega par 4 holurnar; þar
verður að taka á öllu sínu. Par
5 holur bjóða hins vegar upp
á „birdie“, að því tilskildu, að
viðkomandi fái gott „drive“ og
fullkomið annað högg.
Um golfskálann má segja, að
þar er allt eins fullkomið og
hægt er að krefjast. Tveir veit-
ingasalir á efri og neðri hæð,
setustofa, stjórnarherbergi, mót-
tökusalur (lobby), tvær vín-
stúkur, útisundlaug, búnings-
klefar og fataskápar af full-
komnustu gerð, bað, nuddstofa
og ótal margt fleira, sem of
langt yrði upp að telja, og all-
ar voru þessar vistarverur mjög
rúmgóðar, ennfremur hátalara-
kerfi um allt húsið.
Meðan á mótinu stóð, var
keppendum séð fyrir ýmsu til
afþreyingar. Olgiata golfklúbb-
urinn hafði hanastél í golfskál-
anum að aflokinni mjög hátíð-
legri setningarathöfn. Þá var
borgar.stjórinn í Róm svo vin-
gjarnlegur að bjóða slíkt hið
sama í Ráðhúsi borgarinnar á
Capitolum. Þann sama dag að
kvöld bauð G.S.Í. (Golfsamband
Ítalíu) til kvöldverðar í Castel
St. Angelo, sem stendur við ána
Tiber. Var nú lát á veizluhöld-
um, en öll fóru þau fram æf-
ingadaga mótsins, og voru með
hinum mesta glæsibrag samfara
ákveðnu látleysi. Ölvaðan mann
sá maður aldrei.
Eins og áður .segir, var fram-
kvæmd öll með miklum mynd-
ugleik, en þó bar á einn skugga
gagnvart okkur íslendingum, en
það var hinn mikli kostnaður,
sem var þessu samfara. Ég
nefni íslendingana sérstaklega,
því ég hleraði hjá aðilum, sem
þarna voru, að flestir keppend-
ur annarra þjóða þurftu lítinn
persónulegan kostnað að bera
af þátttöku sinni. Sem dæmi má
nefna, að fyrir kylfusvein (Cad-
dy) þurfti að greiða 2 pund á
dag, skápaleiga 600 lírur yfir
leiktímann. Auk þessa var mat-
urinn í klúbbnum mjög dýr.
Þess má geta hér til samanburð-
ar, að þegar mót þetta var hald-
ið Merion Golf Club í Pennsyl-
vaníu í Bandaríkjunum, þurfti
ekki að greiða kylfusveininum,
og einnig fengu þátttakendur
15