Kylfingur - 01.02.1965, Qupperneq 14

Kylfingur - 01.02.1965, Qupperneq 14
FYRSTA STJÓRN GOLFKLÚBBS SUÐURNESJA: Fremri röð, frá vinstri: Þorbjörn Kjærbo, gjaldkeri, Ásgrímur Ragnars, formaður, Einar Arason, vallarnefndarform. Aftari röð, frá vinstri: Helgi Sigvaldason, form. kappleikan., Kristján Pétursson, varaform. og ritari, Bjami Albertsson, meðstjórnandi, Guðm. Jóhannsson, húsn. form. Golfklúbbur Sudurnesja í mörg ár hefur verið rætt um að koma upp golfvelli í ná- grenni Keflavikur. en ætíð strandað á því, hve kastnaðar- samt það yrði að rækta land undir hann. í febrúarbyrjun 1964 kom Kristján Pétursson, ráðningar- stjóri á Kefiavíkurflugvelli fram með hugmyndina að nýju og taldi líkur til að hægt væri að fá leigt ræktað land undir lítinn golfvöll í Leirunni. Kristján fékk í lið með sér Ásgrím Ragnars, fulltrúa hjá Flugmálastjórninni, og þeim tókst að fá vilyrði fyrir leigu á Stórahólmstúni og þremur samliggjandi grasbýlum, Ráða- gerði,Hrúðunesi og Garðhúsum. Eigendur þessara jarða eru þeir Kjartan Bjarnason, Stórahólmi og Gísli Sighvatsson, Garði, og hafa þeir sýnt frábæran skiln- ing og velvild á framgangi þessa máls. Þess má til gamans geta, að Stórihólmur er gamalt höfuð- ból, sem á landnámsöld hét Hólmur og var numið af Stein- unni gömlu, frænku Ingólfs Arnarsonar. Ingólfur er sagður hafa gefið frænku sinni megn- ið af Reykjanesinu, og hefur henni þótt búsældarlegast þarna í Leirunni, enda var þar um langan aldur ein aðal verstöð á íslandi, og túnið, sem nú er leikið golf á, er búið að vera í rækt í meira en eitt þúsund ár. Hóllinn, sem 2. teigur er stað- .settur á, var öskuhaugur Stein- unnar gömlu. Að svo komnu máli var ákveð- ið að stofna golfklúbb á Suður- nesjum, og var stofnfundur haldinn 4. marz 1964, í Lög- reglustöðinni á Keflavíkurflug- velli. Á fundinum mættu 20—30 stofnendur, en aðeins tveir þeirra höfðu leikið golf áður. Klúbbur- inn var stofnaður þennan dag og fékk nafnið Golfklúbbur Suð- urnesja, enda eru meðlimirnir úr Keflavík, Njarðvíkum,Kefla- víkurflugvelli, Sandgerði og Leirunni. Formaður var kosinn Ásgrímur Ragnars, varaformað- ur og ritari Kristján Pétursson, gjaldkeri Þorbjörn Kjærbo og meðstjórnendur Einar Arason, Bjarni Albertsson, Ingvar Jó- hannsson og Helgi Sigvaldason. Vegna annríkis Ingvars og Helga voru síðar skipaðir í stjórn Guðmundur Jóhannsson og Sævar Sörensen í þeirra stað. Stofnendur urðu síðan 86 og 20 varnarliðsmenn af Keflavík- urflugvelli, aukameðlimir. Þeg- ar þessi grein er rituð, eru 93 íslenzkir meðlimir og 20 amer- ískir aukameðlimir, en loka varð fyrir fleiri meðlimi að svo stöddu, þar sem völlurinn er ekki nema 9 holur og rúmir 1500 metrar á lengd, en von- andi rætist fljótlega úr stækk- un vallarins, því margir eru þeir, sem bíða eftir að komast í klúbbinn. Golfvöllurinn í Leiru heitir Hólmsvöllur, og segja má að þegar á þessu fyrsta starfssumri sé hann kominn í betra horf, að lengdinni undanskilinni, heldur en aðrir golfvellir á ís- landi. Klúbbhúsið var fokhelt í september 1964, og verður inn- réttað í vetur. Á sumrinu hafa farið fram nokkrar keppnir auk meist- arakeppni klúbbsins. Leikn- ar voru 18 holur í undan- keppni, og Óli B. Jónsson var þar lægstur á 77 höggum, en Jón Þorsteinsson annar með Framh. á bls. 14. 12

x

Kylfingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.