Kylfingur - 01.02.1965, Blaðsíða 23
REGLUGERÐ
fyrir Coco-Cola bikarinn
(keppni með og án forgjafar).
Gefinn Golfklúbb Reykjavíkur af
verksmiðjunni VÍFILFELL h/f, Reykjavík.
2 bikarar.
Bikarinn er farandbikar, sem vinnst til eignar, ef hann
vinnst 3svar í röð, eða 5 sinnum alls. Vífilfell h/f gefur fylgi-
bikar, 1. verðlaun í hvert sinn.
Leiknar skulu 72 holur í höggleik með og án forgjafar á 2 til 3
dögum, eftir því hvað kappleikanefnd G.R. ákveður í hvert
,sinn, þó þannig, að einn dag séu leiknar 36 holur. Keppn-
irnar skulu leiknar um leið og á sama hátt, þannig að kepp-
endur geti tekið þátt í báðum keppnunum samtímis.
Keppa skal um bikarinn einhvern tíma á tímabilinu 10. júní
og fram að Golflandsmóti ár hvert, þannig að keppninni sé
lokið eigi seinna en 5. júlí.
Keppnin er „OPIN“ og heimil öllum kylfingum, innlend-
um og erlendum, sem sýnt geta löglega forgjafarstaðfestingu.
Ef keppendur (með forgjöf) verða jafnir að loknum 72 hol-
um, skulu leiknar 18 holur til viðbótar, þar til úrslit fást.
Ef keppendur (án forgjafar) verða jafnir að loknum 72 hol-
um, skulu leiknar 18 holur til viðbótar, og ef keppendur eru
jafnir að þeim loknum, skal næsta hola ráða úrslitum. (Sud-
den death).
og það sem af er þessu ári, hafa
nokkrir nýir bætzt við, og er
þe&s að vænta, að enn bætist
við nokkrir eftir að landsmót
þetta hefur farið fram, eins og
jafnan hefur orðið raun á að
undanförnu.
Golfklúbbur Vestmannaeyja
átti 25 ára afmæli á síðastliðn-
um vetri, og hafði formaður
Golfsambandsins ráðgert að
mæta í hófi, sem af því tilefni
var haldið á vegum klúbbsins, en
því miður bönnuðu veður slíkt
ferðalag, en Golfsambandið
sendi klúbbnum til minningar
um þennan merkisáfanga kveðj-
ur .sínar og lítinn bikar.
Golfmeistari Vestmannaeyja
1963 var Lárus Ársælsson.
Frá Golfþingi
íslands 1964
Golfþing íslands 1964, var hald-
ið í Vestmannaeyjum 8. júlí.
Forseti sambandsins, Sveinn
Snorrason, setti þingið og bauð
fulltrúa velkomna. Minntist
Sveinn í upphafi látinna félaga,
þeirra Magnúsar Bjömssonar,
ríkisbókara og Sigmundar
Halldórssonar, byggingarfull-
trúa úr G. R. og Ásmundar
Guðjónssonar, stórkaupmanns
úr G. V.
Þingforseti var kjörinn Lárus
Ársælsson G. V. og þingritari
Magnús Magnússon, G. V.
Á þinginu mættu þessir full-
trúar: Frá G. R. Sveinn Snorra-
son, Halldór Magnússon, Óttar
Yngvason, Gunnar Þorleifsson,
Ingólfur ísebarn og Viðar Þor-
steinsson. Frá G. A.: Gunnar
Sólnes og Hafliði Guðmunds-
son. Frá G. V. Sverrir Einars-
son og Magnús Magnússon og
frá G. S. Óli B. Jónsson og Sæv-
ar Sörensen.
Forseti flutti skýrslu stjórn-
ar og gjaldkeri reikninga, og
var hvort tveggja samþykkt.
Gjaldkeri flutti þá fram fjár-
hagsáætlun fyrir næsta ár og
var hún samþykkt. Gerir hún
ráð fyrir 52.000,00 króna tekj-
um og gjöldum. Stjórnin flutti
fram tillögu um að framvegis
skuli keppni í II. flokki vera
72 holur. Þá var og tekin á-
kvörðun um fyrirkomulag ungl-
ingakeppni.
Inntökubeiðni Golfklúbbs
Suðurnesja var einróma stað-
fest.
Þá lá enn fremur fyrir inn-
tökubeiðni frá Golfklúbbi Ness,
en inntökubeiðnin hafði verið
send til umsagnar stjórnar
íþróttasambands íslands, og lá
umsögn ÍSÍ fyrir fundinum.
Taldi ÍSÍ Golfsambandinu ó-
heimilt að óbreyttum lögum
Golfklúbbs Ness að veita hon-
um inngöngu í Golfsambandið.
Var mál þetta því tekið af dag-
skrá.
Tillaga frá stjórn GSÍ um að
senda 4 þátttakendur auk far-
arstjóra og þingfulltrúa á al-
þjóðamótið í Róm.
Tillaga Óttars Yngvasonar:
23. Golfþing íslands samþykkir
að á landsmóti í Golfi 1964
skuli þátttakendum hvers flokks
raðað upp á ný eftir hvern
keppnisdag í samræmi við ár-
angur í þeim hluta keppninnar,
sem lokið er var einróma sam-
þyktt.
Á framhaldsaðalfundi 11.
júlí 1964 var gerð sú breyting
á tölu stjórnenda í 13 gr. að
21