Kylfingur - 01.02.1965, Qupperneq 6
Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur 1965. — Aftari röð frá vinstri: Tómas Árnason, vara-
formaður, Guðmundur Halldórsson, innheimtugjaldkeri, Páll Ásg. Tryggvason, form. vall-
arnefndar, Ingólfur Isebarn, formaður kappleikanefndar og formaður byggingarnefndar.
Fremri röð frá vinstri: Gunnar Þorleifsson, gjaldkeri, Þorvaldur Ásgeirsson, formaður,
Óttar Yngvason, ritari.
má ekki gleyma því, að fleiri
hafa verið í stjórn klúbbsins en
þeir, og margir þeirra hafa unn-
ið klúbbnum ómetanlegt gagn,
og þó að nöfn þeirra séu ekki
nefnd hér sérstaklega, þá eru
þau ekki gleymd heldur geymd.
Ein,s og minnzt var á í upp-
hafi, var ekki nóg að stofna
klúbbinn; það þurfti líka að
kenna mönnum að leika leikinn.
Oftast hafa brezkir kennarar
verið fengnir til kennslunnar,
en þó eru nokkrir Bandaríkja-
menn þar á meðal. Þessir kenn-
arar hafa kennt hér: Walter
Arneson og bróðir hans Rube,
sem voru hér á árunum 1935
—39, og má vafalaust mikið
þakka þeim, að golfið dó ekki
út hér í fæðingarhríðunum.
Ýmsir setuliðsmenn kenndu
golf á stríðsárunum, t. d. Waar-
ra og Wilson; eftir stríðið G.
Treacher og Collinson 1946—■
49, Gus Faulkner 1950, 1952 og
1955, auk fleiri, ,sem dvalið hafa
hér um skemmri tíma. Koma
kennaranna var alltaf lyftistöng
og fjörgjafi fyrir Golfklúbbinn
og lyfti golfíþróttinni á hærra
stig, en það var kostnaðarsamt
og oft nærri ofviða klúbbnum
fjárhagslega.
Ekki hefur verið neitt minnzt
á árangur manna í íþróttinni
eða frammistöðu í keppnum.
Það yrði nokkuð rúmfrekt og
vafasamt hvar ætti að hætta
svo að einhverjum væri ekki
gert rangt til. En öll árin hefur
áhugi félaganna og keppnisgleði
verið mikil. Helztu keppnisvið-
burðir á hverju ári eru Hvíta-
sunnukeppnin, Olíukeppnin,
Meistarakeppnirnar og Nýliða-
keppnin. (Því miður hefur þó
kvennakeppnin fallið niður um
langan tíma). Þessar keppnir
hafa verið fastir liðir frá fyrstu
árum klúbbsins. Síðar hafa
bæzt við Coco-Cola keppnin, Ar-
neson keppnin og Jason Clark
keppnin. Að auki eru svo ýms-
ar minni keppnir, sem lokið er
á einum degi og ekki skulu tald-
ar írekar.
Þá eru enn ónefndar tvær
keppnir, önnur er firmakeppn-
in, sem tekin var upp 1945. Er
þetta fjáröflunarleið klúbbsins
og ávallt mikill viðburður, og
mikið um að vera hjá klúbb-
félögum á meðan hún stendur
yfir. Hin er bændaglíman, sem
hefur verið haldin frá fyrsta
ári klúbbsins. í henni gera
menn upp sakir við andstæð-
inga ,sína frá sumrinu, reyna
að hefna fyrri ósigra eða endur-
taka og árétta yfirburði, sem
þeir hafa sýnt fyrr á leikárinu.
Að lokum er svo öllu, bæði von-
brigðum og gleði dembt í einn
allsherjar pott, og þegar hann
er tæmdur, eru allar ýfingar
gleymdar og aðeins eftir minn-
ingar um gleði og góðan félags-
skap líðandi sumars í guðs-
grænni náttúrunni, fjarri ys og
þys borgarinnar.
•
Stjórn Golfklúbbsins þurfti
að koma ýmsum tilkynningum
og upplýsingum til meðlima
klúbbsins. Hún kaus heldur að
gera það á prenti heldur en á
4