Kylfingur - 01.02.1965, Page 10
l'etur Björnsson, Magnús Guðmundsson, Óttar Yngvason.
Pétur Björns.son, Rvík og Gunn-
ar Sólnes, Ak., sem næstir voru
og á hælum þeirra voru Hafliði
Guðmundsson, Ak., Sveinn Ár-
sælsson, Vestm. og Gunnar Kon-
ráðsson, Ak.
Er 9 holur voru eftir af mót-
inu, var mikill spenningur kom-
inn í keppnina um 2. sætið, og
var röð manna í fyrstu sætun-
um eins og hér segir:
Magnús Guðmundsson 225 högg
Óttar Yngvason 258 —
Pétur Björnsson 259 —
Gunnar Sólnes 263 —
Hafliði Guðmundsson 265 —
Sveinn Ársælsson og
Gunnar Konráðsson 266 —
Sveinn Ársælsson, fyrrver-
andi íslandsmeistari, hefur hing
að til leikið létt og skemmti-
lega og fylgt fast á eftir fremstu
mönnunum, þrátt fyrir langvar-
andi æfingaleysi, vegna veik-
inda. Leikur Hafliða og Gunn-
ars Konráðssonar er alltaf góð-
ur, enda eru þeir einatt i
fremstu röð á Golflandsmótum.
í síðasta ,,holli“ leika saman
Magnús Guðmundsson, Óttar
Yngvason, Pétur Björnsson og
Gunnar Sólnes, og á undan fara
saman Hafliði, Sveinn, Gunnar
og Jóhann Eyjólfsson.
Pétur og Gunnar vinna báðir
högg af Óttari á fyrstu holu,
er Óttar lék einn yfir par, og
eru Pétur og Óttar þá orðnir
jafnir í 2. sæti. Á 2. holu verð-
ur Gunnar Sólnes svo óhepp-
inn að leika út yfir vallar-
takmörk og yfir flötina í öðru
höggi og minnka við það mögu-
leika hans allverulega til að ná
2. sæti. Á 4. holu vinnur Pétur
annað högg af Óttari og er þeir
ganga á teiginn að „Kaplagjót-
unni“ er Pétur kominn í 2. sæt-
ið, höggi á undan Óttari.
Gunnar Sólnes er nú 5 högg-
um á eftir Óttari í 4. sæti ásamt
Hafliða, sem leikið hefur fram
að þessu á pari, og er það ekki
í fyrsta skipti á Golflandsmóti
sem hann gerir slíkan enda-
sprett. Magnús Guðmundsson,
sem nú er kominn í sérflokk,
leikur jafnt og þétt, eftir að
hafa farið tvo undir par á fyrri
9 holunum. Á Kaplagjótunni
vinnur Pétur eitt högg til við-
bótar af Óttari, til þess að fara
2 högg yfir, þegar Óttar leikur
á 5 höggum. Á 8. holu nær Ótt-
ar öðru högginu til baka, er
hann leikur á „Birdie“. Nú
fréttist, að Hafliði hafi komið
inn á pari eftir daginn, og Gunn-
ar Sólnes þarf að leika síðustu
holuna á pari til þess að jafna
við hann á 300 höggum alls.
Leikurinn færist nú upp á flöt
á síðustu holu og endalok móts-
ins skammt undan. Gunnar Sól-
nes leikur á pari og jafnar við
Hafliða á 300 höggum. Magnús
Guðmundsson leikur einnig á
pari og er þar með orðinn ís-
landsmeistari á 270 höggum,
lægsta höggafjölda, sem Golf-
landmót hefur unnizt á, og set-
ur jafnframt vallarmet í Vest-
mannaeyjum, hvort sem er á 9,
18, 36 eða 72 holum. Það er
ólíklegt, að það met verði slegið
í náinni framtíð.
Óttar Yngvason leikur holuna
á pari og lætur Pétri eftir síð-
asta högg mótsins og jafnframt
möguleikann á 2. sætinu, en til
þess þarf hann að setja niður
síðasta ,,púttið“, sem er nokk-
urra feta langt. Það var grafar-
þögn við flötina, er hann gekk
að boltanum, og ekkert heyrð-
ist nema kliðurinn í fuglinum
uppi í bjarginu. Púttið geigaði
og Pétur og Óttar höfnuðu báðir
í 2. sæti og urðu að leika aftur
hring til úrslita. Þennan hring
vann Óttar og fékk 2. sætið, eft-
ir skemmtilega keppni.
Öldungakeppnin.
Þeim fjölgar ört, öldungun-
um. Má gera ráð fyrir, að eftir
nokkur ár verði það fríður hóp-
ur í Öldungakeppni Golflands-
mótsins. Þátttakendur voru 9,
og hafa þeir aldrei verið fleiri.
Á þessu ári öðluðust þeir Lárus
Ársælsson og Jón Thorlacius
rétt til þátttöku í þessari keppni
og vill KYLFINGUR nota tæki-
færið til að óska þeim til ham-
8