Kylfingur - 01.02.1965, Blaðsíða 19
er stundað á íslandi í dag, er
ekkert sem hvetur menn til
dáða. Flestir hverjir ná fljót-
lega þeim árangri að komast
niður fyrir forgjöf 18. Þar með
öðlazt maðurinn rétt til þátt-
töku í Meistaramóti íslands, sem
til þessa hefur verið toppurinn
í íslenzku golfíþróttarlífi. Að
vísu skyldi maður ætla, að flest-
ir myndu strita við að lækka
,sína forgjöf, en sá galli fylgir
þeirri gjöf Njarðar, að ekkert
er við unnið, nema síður sé.
Þau tíu ár, sem ég hef haft af-
skipti af íþrótt þessari, hefur
mér virzt sem lítið hafi verið
gert til þess að hvetja menn til
frekari dáða. Algengast er, að
menn mæti til iðkunar þessar-
ar íþróttar eingöngu í þeim til-
gangi að þeysast um völlinn
þveran og endilangan og af-
greiða svo og svo margar hol-
ur, sex, tíu eða 18 eftir atvik-
um. Þetta er einnig ofur eðli-
legt, þar eð enginn þeirra golf-
klúbba, sem lengst hafa starfað
og átt hafa yfir að ráða sæmi-
legum golfvöllum, hafa gert á-
kveðnar tilraunir til að hvetja
menn til kerfisbundinna æfinga,
með því að skapa til þess sæmi-
lega aðstöðu. Á nýja golfvellin-
um í Grafarholti er enn ekki
gert ráð fyrir æfingasvæði, þar
sem menn geti æft hina ýmsu
þætti íþróttarinnar án þess að
vera í vegi fyrir þeim, sem um
völlinn leika. Að vísu hafa flest-
ir klúbbar komið sér upp íslátt-
arneti, en mjög eru skiptar
skoðanir um gildi slíks útbún-
aðar, þar eð engin leið er að
átta sig á því hvort viðkomandi
„slæsar“ eða „húkkar“,svo mað-
ur tali nú ekki um hve langt
maður slær. Þess má geta, að
á Olgiata-golfvellinum varð
maður hvergi var við þessi
ísláttarnet. Það, sem við þurf-
um fyrst og fremst, til að bú-
ast megi við auknum framför-
um, er að mínu viti það, sem
erlendir kalla „driving range“,
og þeir kannast við, sem leikið
hafa á golfvöllum erlendis. Sem
sagt svæði, nægilega víðáttu-
mikið til að menn geti slegið
vild sína. Svæðið þarf að
merkja á þann hátt, að hver
og einn geti kynnzt sem bezt
sinni eigin högglengd, og jafn-
framt reynt að auka hana, og
þá ekki síður hitt, sem virðist
enn veigameira þegar til alvör-
unar kemur, að vera beinskeytt-
ur. í sambandi við slíkt æfinga-
svæði er nauðsynlegt að hver
klúbbur eigi yfir að ráða nægi-
legum birgðum af æfingakúl-
um, sem svo yrðu leigðar út
og ætti sú uphæð, sem þannig
fæst inn, að geta staðið undir
endurnýjunarkostnaði á kúlum.
Þá ber ekki síður að benda á
nauðsyn þess að koma fyrir
„bunkerum“ á viðeigandi stöð-
um, því að slík fyrirbæri spila
hreint ekki svo litla rullu í golf-
leik þeirra útlendinga. Tel ég
vonlítið um stórstígar framfarir
okkar manna á erlendum vett-
vangi, ef ekki er undinn bráð-
ur bugur að byggingu slíkra
torfæra. Öll þessi atriði, sem ég
hef nefnt, eru forustumönnum
íþróttarinnar kunn, en af ein-
hverjum ástæðum ekki verið
hugað að sem skyldi. Er það
von mín og ósk, að íslenzkir
kylfingar taki sig saman í and-
litinu og endurskipuleggi íþrótt
þessa og allar aðstæður til iðk-
unar hennar, svo að við getum
horft vongóðir fram á við um
bættan árangur.
Aðstöðu slíka, sem ég hef
nefnt, ætti að vera auðvelt að
skipa á hverjum stað, en þá
kemur upp annað vandamál,
vandamál, sem alltaf hefur ver-
ið erfitt að fást við, en þar á
ég við kennaravandamálið. Það
er, eins og gefur að skilja, of-
vaxið hinum minni klúbbum og
sömuleiðis hinum stærri, að
bera einir kostnaðinn af öllu
sem því tilheyrir, að ráða til
sín kennara. Hefur því þetta
mál oftast heyrt undir G.S.Í.
Erlendir kennarar hafa verið
ráðnir öðru hverju, en árangur
af veru þeirra verið mjög mis-
jafn. Má þar helzt rekja ástæð-
una til erfiðleika vegna tungu-
málsins, auk hins, sem áður er
er getið, erfiðrar aðstöðu til æf-
ingakennslu. Nú hagar svo til,
að við eigum meðal okkar ís-
lenzkan kylfing, sem kynnt hef-
ur sér þessa íþrótt öðrum frem-
ur og náð talsverðum árangri.
Á ég þar vissulega við Magnús
Guðmundsson. Auk þess hefur
hann einnig talsveróa reynslu
af að kenna, þótt í annarri íþrótt
sé. Ég tel fyrir mitt leyti, að
fátækt íslenzkrar golfíþróttar sé
slík, að við höfum ekki efni á
því að láta slíkan mann ganga
okkur úr greipum af þeirri á-
stæðu einni, að hann eigi undir
það högg að sækja, að verða
dæmdur atvinnumaður ef hann
tæki að sér að miðla okkur af
reynslu sinni. Eins og nú standa
sakir, er mönnum heimilt að
taka á móti sem nemur 14 þús.
krónum árlega í laun fyrir
kennslu í íþróttum án þess að
vera dæmdur atvinnumaður í
þeirri grein. Mér er ekki kunn-
ugt um hvernig þe&si upphæð
er ákveðin né hvort hún á við
um golfíþróttina, en það er
hverjum manni ljóst, að miðað
við þessa upphæð og kaup-
greiðslu í dag, þá gætum við
notið Magnúsar ca. einn mánuð
á ári, og mundi það ekki þykja
góð nýtni á þessum tímum ger-
nýtingar. Eins og gefur að skilja
mundi Magnús aldrei geta geng-
izt inn á það að vera dæmdur
atvinnumaður á íslandi í þess-
ari íþrótt, því þar með yrði
hann útilokaður frá öllum golf-
keppnum á íslenzkri grund, þar
eð ekki er um neina atvinnu-
mennsku að ræða hér, auk þass
sem hann yrði útilokaður frá að
keppa fyrir ísland á erlendum
amateura-mótum. Annaðhvort
er því að gera, að sótt verði
um undanþágu fyrir Magnús
gagnvart þessari reglugerð eða
að önnur leið verði farin, sem
ekki verður rædd hér.
Þá vil ég að lokum ræða lítil-
lega um áframhaldandi þátttöku
okkar í Eisenhowermótinu. Hjá
sumum hefur komið fram sú
skoðun, að eins og málum sé
háttað hjá okkur nú í íþróttum
á því stigi að við séum ekki
frambærilegir þátttakendur. Að
okkar vettvangur ,sé miklu
fremur Norðurlöndin og megin-
land Evrópu. Þar sé um ýms
mót að ræða, sem okkur standi
nær að taka þátt í, meðan við
séum að öðlast meiri reynslu.
17