Kylfingur - 01.02.1965, Qupperneq 8

Kylfingur - 01.02.1965, Qupperneq 8
ástæðu til þess að vera ánægðir með árangur síðasta árs. Hér er þó nokkru við að bæta. Svo sem vikið var að hér að fram- an, sýndi bæjarstjórn Vest- mannaeyja okkur á vinsemd i sambandi við Golflandsmótið á s.l. sumri, að halda öllum kepp- endum veglega veizlu, og vildi með því sýna þakklæti, eins og forseti bæjarstjórnarinnar, Gísli Gíslason, ,stórkaupmaður, sagði „fyrir þann menningarauka og skerf til bættrar heilbrigði og hollustu, sem golfíþróttin hefði fært Vestmannaeyjabæ." — Er þetta í fyrsta sinn, sem golf- íþróttinni er oþinberlega gerð- ur svo mikill heiður í sambandi við landsmótið, og ber það vissu- lega að þakka. Við .sendum flokk keppenda til alþjóðamótsins í Róm á s.l. hausti. Að sjálfsögðu höfðum við ekki gert okkur neinar von- ir um sigra á þvi móti, enda ekki við því að búast, eins og aðstaða til golfleika hefur verið hér á undanförnum árum. Hins vegar fögnum við því að hafa átt þess kost að geta verið með, því að það er aðalatriðið, og sent þangað drengilega fulltrúa til keppni, sem höfðu þroska til þess að taka mótlæti jafnt sem meðlæti. Af þessari för get- um við einnig dregið allmikinn lærdóm, og það fyrst og fremst, að næsta för til slíkrar keppni, sem sjálfsagt er að fara, verður að hafa meiri og umfram allt betri undirbúning heldur en raun varð að þessu sinni, enda var förin ákveðin fyrst tæpum þremur mánuðum áður en keppni hófst. í framhaldi af þessum bolla- leggingum um næstu þátttöku í alþjóðamótinu, sakar ekki að geta þess, að í desembermánuði síðastliðnum var samþykkt á stjórnarfundi í Norræna Golf- sambandinu, að veita Golfsam- bandi íslands aðild að því. Er þess að vænta, að í náinni fram- tíð komist á góð samvinna og gagnkvæm kynni við frændur okkar á hinum Norðurlöndun- um. Viðræður hafa farið fram við ýmsa forvígismenn íþróttamála utan þeirra staða þar sem nú eru starfandi golfklúbbar, og er þess að vænta, að þegar á þessu ári verði stofnaðir nýir klúbb- ar og aðstaða sköpuð til golf- iðkana á fleiri stöðum. Ég vil því endurtaka það, sem ég sagði í upphafi: Það er stór- kostlegt að vera golfleikari á íslandi í dag. Góð aðsókn að golf- kennslunni hjá G.R. Fréttaritari KYLFINGS hafði stutt viðtal við Þorvald Ás- geirsson, formann Golfklúbbs Reykjavíkur. Eins og kunnugt er, hefur Þorvaldur kennt byrj- endum í golfi í íþróttasalnum í Laugardal. — Hvað getur þú sagt mér í fréttum af golfkennslunni? — Ég er ánægður með hvað aðsókn er mikil. Það hafa ver- ið þetta 35—40 manns, þegar flest hefur verið, þar af kven- fólk 12—14 talsins. Flestir eru byrjendur. Þetta er fólk á öll- um aldri. — Hvað er kennt oft í viku? — Kennt er tvisvar vikulega. Helzt þyrfti að fjölga kennslu- stundunum. — Hefur þú verið einn um kennsluna? — Þegar mest hefur verið um að vera, hafa þeir Þorvarður Árnason og Páll Ásgeir Tryggva- son aðstoðað mig. 6

x

Kylfingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.