Kylfingur - 01.02.1965, Side 5

Kylfingur - 01.02.1965, Side 5
Bygging golfskála hófst vor- ið 1964, og var hann orðinn fok- heldur þá um haustið. —:o:— Til þess að halda félags,skap saman, sjá um að hann lognist ekki út af, heldur dafni og á- hugamál hans komist í fram- kvæmd, þarf góða, duglega og fórnfúsa forgöngumenn. G. R. var engin undantekning í þessu efni, heldur þvert á móti þurfti hér miklu meira átak og þraut- seigju en víða annars staðar; því hér var um að ræða mál, sem allmargir töldu, að aðeins ætti erindi til fárra burgeisa og auðkýfinga. Það er því augljóst, að ef G. R. hefði ekki notið dug- mikillar fory.stu fyrsta for- manns klúbbsins, Gunnlaugs Einarssonar, sem með eldmóði og góðum stuðningi meðstjórn- enda sinna, dreif menn og verk áfram, væri klúbburinn ekki kominn þetta vel á legg. Því miður naut hans ekki við nema í 10 ár. Við lát hans varð Hall- grímur Fr. Hallgrímsson for- maður í næstu fjögur ár, og síð- an Ólafur Gíslason ,sex ár, — en hann hefur verið lengst allra manna í stjórn G. R. eða sam- tals 15 ár. Alls hafa 10 menn gegnt formannsstörfum í þessi 30 ár. Þó að hér hafi aðeins verið minnzt á formennina, þá Síðastl. haust var golfskáli G. R. fokheldur. Skálinn er kjallari (200 m.2) og hæð (380 m.2) og alls 1700 rúmmetrar. Golfskálinn verður glæsileg bygging, sem mun standast samanburð við marga golfskála erlendis. við. Reykjavík óx og nálgaðist völlinn, sem áður hafði verið „hálfa leið upp í sveit“, með byggingum í nágrenninu. Og átroðningur af gangandi fólki yfir völlinn, og börnum og ung- lingum í leik á vellinum fór vax- andi, svo að golfleikurinn fór að verða hættulegur þessum „gesturn". Og vegna vaxandi vinsælda golfleiksins stækkaði klúbbur- inn líka. Meiri kröfur voru gerð- ar um aukin þægindi og fl., sem sýndi, að hvorugt var til fram- búðar, hús eða völlur. Ekki var um .stækkun vallarins að ræða á þessum stað. Það var því ekki um annað að gera en leita enn að nýjum stað, þar sem full- nægt væri skilyrðum um 18 holu völl til frambúðar. Nokkr- ir staðir í nágrenni Reykjavík- ur,sem taldir voru líklegir, voru athugaðir, og að þeirri athugun lokinni var sótt um land upp við Grafarholt. Tók Bæjarráð og Bæjarstjórn umsókninni vel og var Golfklúbbnum árið 1957 úthlutað þar ca. 70 ha landi. Er þetta reyndar mun stærra land en þyrfti, en landslag er þarna hæðótt og grýtt og því stór svæði, sem ekki eru nothæf, inn á milli brautanna. Sænskur golfvallaarkitekt var Helgi H. Eiríksson, for- maður Golfklúbbs Rvíkur 1959—1961, varaformað- ur 1934—1944. — For- seti Golfsambands íslands 1941—1955. — Ritstjóri KYLFINGS 1935—1943. Var gerður að heiðurs- félaga G. R. á 30 ára af- mæli klúbbsins. fenginn til að skipuleggja völl- inn. Gerði hann uppdrátt að 18 holu velli ca. 7000 m löngum, sem síðan hefur verið verið unnið eftir í meginatriðum. Um sumarið 1958 var hafizt handa um vallargerðina, en ýms- ar tafir urðu á verkinu, og var það ekki fyrr en síðla sumars 1962, sem farið var að leika á vellinum, og það þó aðeins á fyrri 9 holunum. 3

x

Kylfingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.