Kylfingur - 01.02.1965, Page 7
SVEINN SNORRASON, forseti Golfsambands íslands:
Þegar ritstjóri KYLFINGS
kom til mín fyrir skemmstu og
heimtaði grein í blaðið, svaraði
ég auðvitað játandi, en þegar
til átti að taka, fannst mér úr
svo miklu að moða, að éghringdi
til ritstjórans og spurði hann
hvort hann vildi ekki þrengja
eitthvað efnisrammann. Hvort
sem talað var lengur eða skem-
fundum; þess vegna hóf hún
útgáfu KYLFINGS á fyrsta ári
klúbbsins. Þar átti að láta prent
og pappír geyma frásagnir um
ýmsa sögulega viðburði klúbbs-
ins. KYLFINGUR átti auk þess
að viðhalda áhuga félaganna á
leiknum og kynna þeim hann.
KYLFINGUR var gefinn út
af stjórn G.R. til ársins 1943,
og allan þann tíma var Helgi
H. Eiríksson ritstjóri hans og
driffjöður; komu fyrst út 6 blöð
á ári, en síðan færri. Árið 1943
tók Golfsamband íslands við út-
gáfu blaðsins og hafði hana á
hendi til 1959, að G.R. tók við
útgáfu þess að nýju, og hefur
séð um hana síðan.
Tilgangur stjórnarinnar að
geyma sögu klúbbsins ,,á prenti
og blöðum“ tókst vel, því í
KYLFINGI fyrri ára eru ómet-
anlegar heimildir, ,sem að
minnsta kosti sumar væru glat-
aðar, ef KYLFINGUR hefði
ekki haldið þeim til haga.
Haldið var upp á 30 ára af-
mæli klúbbsins 4. desember s.l.
í Leikhúskjallaranum. Við það
tækifæri var Helgi H. Eiríksson
gerður að heiðursfélaga G.R.
Einnig voru þeir Hallgrímur Fr.
Hallgrímsson og Ólafur Gísla-
son sæmdir gullmerki G.R. —
Eru heiðursfélagar G. R. nú
þrír; áður höfðu þeir Valtýr Al-
bertsson og Halldór Hansen
hlotið þá sæmd.
ÁRAMÓTAHJAL
ur við ritstjórann, kom það í
einn stað niður. Hann svaraði:
Skrifaðu bara eitthvað um golf-
ið á s.l. ári og horfurnar á hinu
nýbyrjaða.
í sem fæstum orðum vildi ég
segja, að s.l. ár hefur verið stór-
kostlegt í sögu íslenzkrar golf-
íþróttar. Við höfum því fyllstu
ástæðu til þess að vera mjög
ánægðir með þann árangur, sem
á s.l. ári hefur náðzt í golfíþrótt-
inni á íslandi og útbreiðslu
hennar.
Á árinu hefur félagatala allra
hinna eldri klúbba aukizt nokk-
uð og tveir nýir klúbbar verið
stofnaðir. Hefur tala golfiðk-
enda þannig nærri því tvöfald-
azt.
Árangur einstakra golfleikara
hefur aldrei verið betri en á s.l.
ári, en svo sem kunnugt er varð
Magnús Guðmundsson frá Ak-
ureyri íslandsmeistari á Lands-
mótinu í Vestmannaeyjum, og
náði þar langbeztum árangri
sem názt hefur síðan sögur
hófust af íslenzkum landsmót-
um í golfi.
Allt ber þetta vott um vöxt
og gróanda í íslenzkri golfsögu.
En það, sem okkur finnst þó
ánægjulegast við golfsögu s.l.
árs, er þó sú gleðilega stað-
reynd að unglingarnir hafa nú
af miklu kappi hafið golfiðkan-
ir, og á s.l. sumri tóku þeir í
fyrsta sinn þátt í landsmótinu
í sérstökum flokki. Er ekki of-
sögum sagt af því, að í engum
flokki var þar keppt af öðrum
eins áhuga og slíkri innlifun í
íþróttina og einmitt í unglinga-
flokknum. Það var sérstaklega
ánægjulegt að fylgjast með
keppninni þar. Til þess að örfa
enn betur þennan áhuga ung-
linganna, sýndi bæjarstjórn
Vestmannaeyja það drengskap-
arbragð í lokahófi, er hún bauð
til að loknu landsmótinu, að til-
kynna, að hún mundi gefa verð-
iaunabikar til keppni milli ung-
linga í Vestmannaeyjum og
Reykjavík, sem árlega skyldi
fram fara þeirra í milli. Á þrjá-
tíu ára afmælishófi Golfklúbbs
Reykjavíkur í desembermánuði
s.l., tilkynnti stjórn Golfsam-
bandsins enn fremur, að hún
hefði ákveðið að gefa klúbbn-
um verðlaunabikar, er vera
skyldi farandgripur í fastri ár-
legri unglingakeppni innan
klúbbsins. Er þess að vænta, að
með þessu verði unglingarnir
nokkuð örfaðir til þátttöku í golf
leik, og væri æskilegt að fleiri
aðilar veittu unglingum annarra
klúbba svipaða uppörvun. Það
er nefnilega engum vafa undir-
orpið, að þá fyrst verður að
vænta verulegs árangurs ein-
stakra golfleikara, sem saman-
burð þola við erlenda golfleik-
ara, þegar við höfum á að skipa
flokki leikmanna, sem iðkað
hefur iþróttina frá blautu barns-
beini, ef svo má að orði kveða.
Því þó að það sé ekki takmark
íþróttarinnar í sjálfu ,sér að
safna að sér verðlaunum elleg-
ar minjagripum um sigra yfir
erlendum golfleikurum, heldur
fyrst og fremst að efla heilbrigði
og hreysti, andlega og líkam-
lega, þá vilja afrekin oft og
tíðum verða haldbezta meðalið
til þess að vekja almennan á-
huga á íþróttagreininni, og þá
fyrst og fremst meðal yngri
manna. Unglingarnir verða því
grundvöllurinn að vexti og við-
gangi íþróttagreinarinnar sem
slíkrar, og þess vegna ber okk-
ur að taka höndum saman um
að rækja þann þátt enn betur
framvegis en hingað til.
Af þeim línum, sem hér að
framan hafa verið ritaðar, er
það auðsætt, að við höfum
5