Kylfingur - 01.02.1965, Page 13

Kylfingur - 01.02.1965, Page 13
Frá Golflandsmótinu í Vestmannaeyjum 1964. hring. Sigraði hann á 182 högg- um, 20 höggum betri en naasti keppandi, sem var Viðar Þor- steinsson frá Akureyri. Það var mjög gaman að fylgjast með unglingunum, en vonandi verða þátttakendur fleiri með tíman- um. Það er alltaf eitthvað ævin- týralegt við að koma til Vest- mannaeyja. Hlýlegar móttökur og vilji Eyjarskeggja til að leysa vanda allra, gerir það að verk- um, að kylfingar hafa einungis góðar endurminningar þaðan. Mótsstjóri var Sverrir Einars- son, en aðstoðarmótsstjóri Al- freð Þorgrímsson, ,sem stóð sig með mestu prýði. Starf móts- stjóra kom að mestu á Alfreð, vegna þess að Sverrir ákvað á síðustu stundu að keppa á mót- inu. Að loknu Golflandsmótinu, bauð bæjarstjórn Vestmanna- eyja öllum þátttakendum móts- ins ásamt eiginkonum, til mikils hófs að Hótel H. B., og voru allir sammála um að bæjar- stjórn Vestmannaeyja hafi með þessu sýnt mikla rausn og höfð- ingsskap. Kylfingar sækja ekki Golf- landsmótið eingöngu til að ná í verðlaun. Það geta ekki allir verið fyrstir. — Golflandsmótið er og verður alltaf kynningar- hátíð, þar sem kylfingar ís- lands koma saman einu sinni á ári, halda Golfþing og leika golf. Mörg traust vináttu- bönd hafa skapazt á Golflands- móti, og er það gott. Myndirnar frá Landsmótinu í Vestmannaeyjum hefur Viðar Þorsteinsson, Reykjavík, góð- fúslega lánað KYLFINGI. Fyr- ir utan það að vera efnilegur kylfingur, er Viðar einnig ágætur áhugaljósmyndari. Viítal Vii Háta. Nýlega heimsótti fréttaritari KYLFINGS Kára Elíasson, að Mávahlíð 22, og spurði hann frétta af Unglingadeild G.R. — í Unglinganefndinni eru, auk mín, Viðar Þorsteinsson og Ólafur Loftsson, sagði Kári. — Og ég verð að segja, að það hefur verið gaman að starfa í nefndinni. — Var góð aðsókn að kapp- leikjunum síðastl. sumar? — Þeir voru of fáir, ungling- arnir, sem tóku þátt í kappleikj- um klúbbsins. Það þarf að reka áróður fyrir golfi hér í Reykja- vík, og við þurfum að fá fleiri 12—16 ára drengi. Oftast voru þeir 6, sem tóku þátt í kapp- leikjum, og svo voru það feð- urnir, sem fylgdust af áhuga og spenningi hver með sínum dreng. — Eru nokkrir efnilegir, — kannske tilvonandi íslands- meistarar? — Já, .sérstaklega beir Hans Isebarn, Jónatan Óh.fsson og Eyjólfur Jóhannsson. Eins og kunnugt er, sigraði Eyjólfur í unglingaflokknum í Vestmanna- eyjum síðastl. sumar. Má bæta því við, að hann var eini sigur- vegarinn, sem G.R. átti á Golf- landsmótinu. Hans Isebarn sigr- aði í Nýliðakeppninni á móti mjög sterkum andstæðingum. Jónatan Ólafsson sigraði í Reykjavíkurmóti drengja, sem háð var jafnhliða Nýliðakeppn- inni. Þannig hafa þessir þrír drengir skipt á milli sín þrem- ur stórum kappleikjum. — Telur þú rétt, að leyfa ung- lingum að taka þátt í öllum kappleikjum klúbbsins? — Ég tel, að við eigum að leyfa þeim þátttöku í ýmsum minni háttar kappleikjum. Þeir eru mjög áhugasamir, dreng- irnir. 11

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.