Kylfingur - 01.02.1965, Blaðsíða 4

Kylfingur - 01.02.1965, Blaðsíða 4
Fyrsta stjórn Golfklúbbs íslands (Reykjavikur). Efri röð frá vinstri: Guðmundur J. Hlíðdal, Helgi H. Eiríksson, Walter Arneson, golfkennari, Gimn- laugur Einarsson, Gunnar Guðjónsson. — Neðri röð: Eyjólfur Jóhannsson og Gottfred Bernhöft. tíðarstað að ræða, og það var stjórn og félagsmenn búnir að gera sér ljóst; var því þegar farið að líta í kringum sig í leit að stað, sem gæti verið var- anlegri. Á Austurhlíðarvellinum var leikið í tvö sumur, 1935 og 1936 og fram til 5. maí 1937. Sumarið 1936 var ,sótt um land undir golfvöll á Bústaða- hálsi. Samþykkti Bæjarráð að leigja klúbbnum þarna land, og var leigusamningur dags. 8/6 1936. Var stærð landsins 37.3 ha, og leigt tií 30 ára. Þetta var mýrlendi mikið og malargryfjur, en mýrarnar voru ræstar fram og síðan ræktað þarna ca. 13 ha tún. En maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, og nú vant- aði klúbbhús. Ekki voru menn á eitt sáttir um, hvernig húsið ætti að vera; vildu sumir reisa varanlegt hús og vandað, en aðrir aðeins til bráðabirgða. Þeir, ,sem vildu byggja varan- lega, urðu hlutskapari, og var Golfskálinn, sem var klúbbhús G. R. í meira en tuttugu ár, byggt samkvæmt teikningum Sigmundar Halldórssonar og á einum fegursta stað bæjarins. Bar húsið alla tíð vitni um stór- hug og bjartsýni forráðamann- anna, þó að ný viðhorf og kröf- ur síðari tíma gerðu það ekki lengur að öllu leyti í samræmi við fyllstu kröfur, sem gerðar eru til slikra húsa. Á hinum ræktaða landi voru gerðar níu brautir; voru það þó aðeins hluti af fyrirhuguðum framtíðarvelli, sem hér átti að byggja. Mikið starf og amasamt hlýt- ur það að hafa verið að sjá um þessar framkvæmdir, frá því að landið var fengið, snemma sum- ars 1936 og til þess að landið var tekið til afnota á miðju sumri 1937. Þarna voru grafnir ca. 8000 m af ræsum, síðan plægt og sáð í ca. 13 ha af landi og gerðar á því níu golfbrautir, og auk þess byggt glæsilegt klúbbhús. Eins og fyrr segir, varð klúbb- urinn að flytja af Austurhlíðar- vellinum í maí 1937. Var þá leigt til bráðabirgða land inni í Sogamýri. En illa gekk að halda því, og urðu þess lítil not. Það var því lítið um golfleik um tíma, en 1. ágúst 1937 var fyrsta keppnin haldin á nýja vellinum. Vígsla golfvallarins og skál- ans fór fram réttu ári síðar, í viðurvist krónprinshjóna ís- lands og Danmerkur. En þrátt fyrir vígslu bæði golfskála og -vallar var hvorugt fullgert, og þrátt fyrir ötult starf stjórna og fjölda félaga í meir en 20 ár, var hvorugt fullgert, þegar flutt var á nýjan völl. En það var fyrst og fremst því að kenna, að kröfur manna og tímans urðu því meiri sem meira var gert er árin liðu. Auk þess var hin síðustu ár, þegar sýnilegt var, að flytja þurfti bráðlega á nýjan völl, aðallega hugsað um að hafa völlinn í not- hæfu ásigkomulagi, og endur- bætur látnar sitja á hakanum. Þó að þarna væru fengin góð- ur völlur og klúbbhús, sem var til fyrirmyndar, þá fór nú samt svo, að ýmsir annmarkar komu í ljós, og það fyrr en búizt var 2

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.