Kylfingur - 01.02.1965, Side 27
manna er afar hörð. Á þeim
vettvangi er að mæta mörgum
ungum, snjöllum golfleikurum,
sem flestir leika með „kraft-
sveiflunni“. Þessi sveifla er af-
brigði frá hinni formföstu eldri
sveiflu, og ,,veltan“ á höndun-
um í baksveiflunni, sem ein-
kenndi eldri sveifluna, er horf-
in og í staðinn er komin „horn-
rétta aðferðin“, þar ,sem kylfu-
hausinn snýr alltaf rétt við bolt-
anum, allt í gegnum sveifluna.
Boltinn flýgur hærra en áður
og veitir meira öryggi. Hend-
urnar bera hátt í lok sveifl-
unnar.
í Bandaríkjunum fara fram
keppnir í hverri viku, allt árið
um kring, og ferðast atvinnu-
mennirnir um landið þvert og
endilangt, eftir því hvar keppn-
irnar eru haldnar. Arnold Pal-
mer hefur keypt sér tveggja
hreyfla flugvél, sem hann not-
ar til þess að ferja sig milli
keppnisstaða. Tekur hann þá
iðulega með sér allt að tíu „Dri-
vera“ og velur þá kylfuna er
honum þykir henta bezt fyrir
viðkomandi keppni. Hann hefur
stofnsett fyrirtæki, ,sem fram-
leiðir tæki til golfiðkana undir
sínu eigin nafni. Palmer hefur
fastan samastað suður í Florida,
þar sem hann býr með konu
sinni og börnum, og leikur golf
árið um kring.
Til marks um það, hve spenn-
an er mikil í stóru keppnunum
í Bandaríkjunum, mætti til
dæmis nefna einvígið milli
þeirra Palmers og Chi Chi Rod-
rigues, frá Puerto Rico, í Mast-
ers-keppnini síðasta ár, sem
Palmer að lokum vann.
Það var að draga til úrslita
í þessari frægu keppni, sem er
72 holur, og staðan var svipuð
hjá báðum. Áhorfendur, sem
skiptu tugum þúsunda, skiptust
í tvo hópa og hrópuðu óspart
eggjunarorð til þeirra. Rodri-
gues, sem talinn er ein lengsta
„skyttan“, hafði oftast haft vinn-
inginn í teigskotum yfir Palmer,
sem kaus að leika af öryggi
fremur en lengd, þar eð hann
leiddi keppnina um þetta leyti.
„Her Palmers“ var orðinn heit-
ur í hamsi og hrópaði á hinn
fræga „endasprett" hans.
Þeir voru staddir í 11. holu,
sem var yfir 500 yarda löng, par
5 og Rodrigues ,sló fyrri af teig.
Boltinn nam staðar meira en
300 yarda frá teignum, við mik-
il fagnaðarlæti áhorfenda. Pal-
mer gekk nú á teiginn og sló,
og hafnaði boltinn heldur fjær
en bolti Rodrigues og lustu þá
aðdáendur hans upp miklu fagn-
aðarópi. Rodrigues tók spoon
(3. kylf) og sló bolta sinn alla
leið inn á ,,green“. Aðdáendur
hans, sein flestir voru Suður-
Ameríkumenn, viðhöfðu mikil
fagnaðarlæti og eggjuðu Palmer
að sýna slíkt hið sama. Palmer
tók þá járn upp úr pokanum,
gekk að bolta sínum og lagði
hann með fallegu skoti á
„green“ið, nær holu en bolti
Rodrigues var. í
Fagnðarlátum áhorfenda ætl-
aði aldrei að linna, og hafði
þetta þau áhrif á Rodrigues, að
hann drógst afturúr í keppninni,
en Palmer hélt áfram til sigurs.
Það er álitið, að Palmer hafi
orðið að sanna „her sínum“
mátt sinn og megin, eins og hetj-
urnar í rómversku leikjunum
í fornöld, þegar lýðurinn heimt-
aði blóð.
Reglur um röð keppenda að
lokinni undirbúningskeppni:
8 keppendur: 16 keppendur:
1:5 1:9
3:7 5 : 13
3 : 11
2 : 6 7 : 15
4 : 8
2 : 10
6 : 14
4 : 12
8 : 16
32 keppendur:
Efri: Neðri:
1 : 17 2 : 18
9 : 25 10 : 26
5 : 21 6 : 22
13 : 29 14 : 30
3 : 19 4 : 20
11 : 27 12 : 28
7 : 23 8 : 24
15 : 31 16 : 32
25