Fréttablaðið - 17.11.2010, Síða 32

Fréttablaðið - 17.11.2010, Síða 32
 17. NÓVEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR „Frá því við vorum stelpur hefur uppáhaldssagan okkar verið af Signýju Karlsdóttur sem bjargaði Hlina kóngssyni úr skessuhöndum,“ segja systurnar Brynhildur og Þórey Mjallhvít Heiðar- og Ómars- dætur, sem hafa endursagt og myndskreytt íslenskar þjóð sögur og ævintýri. Þær fengu styrk frá Hlaðvarpanum, menningar- sjóði kvenna á Íslandi og bókin Sjáðu svarta rassinn minn sem Bóka útgáfan Æskan gefur út, er afraksturinn. „Við fórum gegnum íslenska þjóðsagnaarfinn og fundum margar skemmtilegar sögur þar sem stelpur eru í aðalhlut- verkum, lenda í ævintýrum og bjarga öðrum. Bókin okkar geymir fimm slíkar, fjór- ar íslenskar þjóðsögur og eitt ævintýri,“ segir Þórey Mjallhvít og getur nýrrar heimasíðu þeirra systra, fjoregg.is Brynhi ldur skrifar sögurnar og Þórey Mjall- h v í t m á l a r myndirnar. Þær segj- ast hafa sett sögurnar á nútímamál og jafnvel gert þær enn meira spenn- andi en áður. Má það? „Já, þetta eru munnmælasögur sem hafa lifað með þjóðinni í mörg hundruð ár og margoft breyst á þeim tíma. Svo voru þær skrá- settar á 19. öldinni en það gerir þær ekki ósnertan legar,“ útskýrir Brynhildur. „Aðrar þjóðir vinna með sinn þjóðsagnaarf. Disney- útgáfan af Grimmsævintýrum er róttækt dæmi um það. Við erum ekki að eyðileggja sögurnar eða færa yfir í nútímann. Við segjum þær bara eins og þær væru sagðar í dag og gerum þær aðgengilegar fyrir börn á 21. öldinni.“ Þjóðsögur á nútímamáli Brynhildur skrifaði og Þórey Mjallhvít málaði myndirnar í þjóðsagna- og ævintýrabókinni Sjáðu svarta rassinn minn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bækur frá Æskunni hafa fylgt þjóðinni í áttatíu ár því sú fyrsta kom út haustið 1930 og innihélt ljóð og sögur. Enn gefur Bókaútgáfan Æskan út áhugavert efni fyrir börn og fullorðna. Það er tímanna tákn að margar bókanna á þessu ári hafa konur samið og þýtt. „Við erum sérstaklega ánægð með að konur hafa samið og þýtt margar útgáfubókanna á þessu ári. Systurnar Brynhildur og Þórey Mjallhvít Heiðar- og Ómarsdætur hafa endursagt og myndskreytt íslenskar þjóðsögur og ævintýri, Hildur Þóra Ólafsdóttir samdi sögu um merfolaldið Kátínu og Josefina Margareta Morell mál- aði myndir. Una Margrét Jóns- dóttir er höfundur bókarinnar Allir í leik II – Leila Erludóttir þýddi bókina Leiktu við mig, eftir hina bandarísku Robin McClure, Sigrún Eiríksdóttir þýddi söguna Pottormarnir sleppa sér og Ásdís Guðnadóttir íslenskaði Padding- ton.“ Þetta segir Karl Helgason, fram- kvæmdastjóri Bókaútgáfunnar Æskunnar, og lýsir bókum árs- ins nánar. „Una Margrét segir frá söngvaleikjum barna í tveimur bókum og síðara bindið kemur út núna. Hún ræddi við fjölda fólks á ýmsum aldri og skaust til Færeyja, Grænlands og Bandaríkjanna auk þess að vafra víða á vefnum! Leikurinn lifir en börnum nútím- ans þykir Að járna rimbu áreiðan- lega jafneinkennilegur leikur og sautjándu aldar fólki hefði þótt klappleikir dagsins í dag!“ Karl spáir því að foreldrar barna á fyrsta ári muni kunna vel að meta uppeldishandbókina Leiktu við mig! sem geymi snjallar hugmyndir. „Þýðandinn, Leila Erludóttir, er ánægð með framlag höfundarins sem er þriggja barna móðir og hefur unnið að uppeldis- og menntamálum í fjölda ára. Það er léttleiki og fjör sem einkennir þessa fínu bók,“ segir hann. Margir fagna því áreiðanlega að bangsinn Paddington birtist á ný. Nokkrar bækur um ævintýri hans komu út hér á landi á árunum 1971 til 1987 en nýja bókin, Padd- ington í skemmtiferð, hefur ekki komið áður. Hún er með fallegum myndum eftir R.W. Alley. Síðasta bókin sem Karl nefnir er 1001 gamansaga eftir Helga Seljan, fyrrverandi alþingismann. „Helgi er þekktur fyrir gaman- vísur sínar og skemmtisögur sem hann hefur safnað. Hann sómir sér vel innan um kvennafansinn.“ Tímamótaár hjá Æskunni „Börnum nútímans þykir Að járna rimbu áreiðanlega jafneinkennilegur leikur og sautjándu aldar fólki hefði þótt klappleikir dagsins í dag,“ segir Karl. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Paddington í skemmtiferð Söguhetjan Paddington bangsi er vinsæll meðal barna víða um heim. Ný og vönduð útgáfa. Sagan hefur ekki komið út á íslensku áður. Sígilt efni og skemmti- legt. Pottormarnir sleppa sér Það gengur mikið á hjá pottormunum. Allt iðar af fjöri í máli og myndum. Frábærlega fyndin bók. „Hlýleg, skemmtileg og full af krafti.” The Children´s Bookseller Sjáðu svarta rassinn minn Íslenskar þjóðsögur og ævintýri Hér eru stúlkur í aðalhlutverki, röskar og ráðagóðar! Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir endursegir létt og lipurt og Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir skreytir fallega og fjörlega. Vönduð bók fyrir börn á aldrinum 8-88 ára! Kátína Hildur Þóra Ólafsdóttir, sextán ára menntaskólanemi, segir skemmtilega frá merfolaldinu Kátínu sem reynist gæðagripur. Listakonan Josefina Margareta Morell málaði fínar myndir. Frásögnin er á fjórum tungumálum: Íslensku, ensku, sænsku og þýsku.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.