Fréttablaðið - 17.11.2010, Síða 36

Fréttablaðið - 17.11.2010, Síða 36
 17. NÓVEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● bækur ● HITLER BRENNDI 100 MILLJÓNIR BÓKA Bókabrennur hafa verið stundaðar í gegnum söguna. Einna þekktustu bókabrennur heims fóru fram í seinni heimsstyrjöldinni í Þýskalandi, í valdatíð Adolfs Hitler. Hitler lét brenna um hundr- að milljón bækur, eða eyði- leggja á annan hátt, á tólf ára valdatíð sinni. Á eldinn var til dæmis kastað verkum Hein- richs Heine, þýsks skálds frá upphafi 19. aldarinnar. Árið 2006 brenndu kristilegir demókratar bók Dans Brown, Da Vinci Code, en þeir sögðu bókina árás á kristna trú. Kristilegir demókratar á Ítalíu brenna Da Vinci lykilinn eftir Dan Brown árið 2006. ● BARNABÓK OBAMA Of Thee I Sing: A Letter to my Daughters, ný barnabók eftir Barack Obama Bandaríkjaforseta, kom í verslanir vestan- hafs í vikunni. Bókin er prentuð í hálfri milljón eintaka og í tilkynningu út- gefandans, Random House, segir að dætur forsetans, Sasha og Malia, hafi orðið honum hvatning til að skrifa bókina. Bókinni er lýst sem „óði til þrettán frum- kvöðla í bandarísku samfélagi og þeirra hug- sjóna sem skapað hafi þjóðina – frá myndlist Georgiu O‘Keefe til hugrekkis Jackie Robinson og föðurlandsástar George Washington“. Handritið var tilbúið til útgáfu áður en Obama tók við embætti árið 2009, að því er segir í tilkynningu útgefanda. ● ÆVISAGA MICHAELS CAINE Breski leikarinn Michael Caine hefur skrifað ævisögu sína og kom bókin, The Elephant to Hollywood, út um mánaða- mótin september/október. Þar lýsir Caine ævi sinni, allt frá barnæskunni í fátækrahverfinu Elephant & Castle í London til sigranna í Hollywood. Maurice Micklewhite, eins og Caine heitir í raun og veru, lítur yfir líf sitt og ferilinn sem spannar fimm áratugi og hefur aflað honum Óskarsverðlauna í tvígang, riddaratign og stöðu goðsagnar í Hollywood. Hann talar um kvikmyndirnar sem hann hefur leikið í, stjörnurnar sem hann hefur leikið með og það sem gerist bak við tjöldin í draumaborginni Hollywood, þar sem hann hefur búið síðustu áratugina þótt hann haldi því fram að hjarta hans tilheyri og muni alltaf tilheyra Englandi. Það er útgáfufyrirtækið Hodder & Stoughton Ltd. sem gefur bókina út. Michael Caine fer yfir ferilinn í nýju sjálfsævisögunni The Elephant to Hollywood. ● ÁTJÁNDA BÓKIN UM KAY SCARPETTA Glæpa- sagnadrottningin Patricia Corn- well hefur sent frá sér nýja sögu þar sem réttarmeinafræðingur- inn Kay Scarpetta er í aðalhlut- verki. Bókin nefnist Port Mort- uary og dregur nafn sitt af lík- húsinu í Dover Port þar sem Scarpetta leggur stund á „sýndar krufningar“, nýja að- ferð við krufningar sem talið er að muni valda byltingu í réttar- meinafræði. Ekki líður á löngu þar til ungur maður finnst látinn skammt frá heimili hennar og við rannsókn kemur í ljós að hann muni hafa verið á lífi þegar hann var fluttur í líkhúsið og settur í kæli. Scarpetta notar nýju tæknina til að finna innri áverka og er innan tíðar komin í æsilegan eltingaleik við slægari og grimmari morðingja en nokkru sinni fyrr. Bækur Cornwell hafa notið mikilla vinsælda um heim allan undanfarinn áratug og nokkrar þeirra fást í íslenskri þýðingu Atla Magnússonar. - fsb Patricia Cornwell Við erum í hátíðarskapi og verðum með eftirfarandi tilboð í Glæsibæ og á Dalvegi fimmtudag, föstudag og laugardag 18.—20.nóv.: með öllum vefjum Nýju bökurnar okkar: Bleika bakan, Mexíkóbaka og Gríska gyðjan Afsláttarkort gilda ekki þessa daga, eingöngu auglýst tilboð.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.