Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.01.2011, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 06.01.2011, Qupperneq 20
20 6. janúar 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um sameiningu Landlæknisemb- ættisins og Lýðheilsustöðvar. Til stóð að umrædd sameining gengi í gegn um ára- mótin en henni hefur nú verið frestað að minnsta kosti til 1. mars. Full ástæða er til að staldra nú við, leggja áform um umrædda sameiningu á hilluna og huga þess í stað að víðtækari og árangursríkari sameiningu stofnana Velferðarráðuneyt- isins. Undir hið nýja ráðuneyti falla nokkrar nefndir og eftirlitsstofnanir um heilbrigð- isþjónustu, ásamt stofnunum og ráðum sem sinna forvörnum og lýðheilsu. Sameiningu Landlæknisembættis og Lýðheilsustöðvar er ætlað að styrkja og efla starf þeirra, og leiða til hagræðingar í rekstri. Engin úttekt liggur þó fyrir um þessi áætluðu fjárhags- legu samlegðaráhrif sameiningarinnar. En því er ekki lagt til að ganga lengra í sam- einingarátt stofnana sem vinna á sama sviði? Betri nýting mannaflans, aukin sam- vinna og hagræðing í rekstri yrði augljós- lega enn meiri með víðtækari sameiningu stofnana, ráða og nefnda. Í umsögn sinni um frumvarpið leggur stjórn FÍH til að það verði dregið til baka en þess í stað unnið að víðtækari sameiningu stofnana á sviði forvarna og lýðheilsumála, ásamt eftirliti með heil- brigðisþjónustu. Stjórnin leggur til að unnið verði að sameiningu þeirra stofnana sem nú fjalla um þessi mál, í eina stofn- un sem beri heitið Heilbrigðisstofa. Heil- brigðisstofa skiptist í þrjú deildaskipt svið: (1) Eftirlit, en undir það falla Landlæknir, Lyfjastofnun og Geislavarnir; (2) Forvarn- ir/lýðheilsa, en undir það falla Lýðheilsu- stöð og Heyrnar- og talmeinastöð; og (3) Nefndir, en því sviði tilheyra Lyfjagreiðslu- nefnd og Vísindasiðanefnd. Stjórn FÍH leggur til að forstjóri veiti Heilbrigðisstofu forstöðu og að hann skuli vera menntaður á heilbrigðissviði og hafa menntun og/eða reynslu af stjórnun. Hverri deild stýri deildarstjóri og þannig geti hið 250 ára gamla heiti „landlæknir“ lifað áfram, en tilfinningatengsl margra við það starfsheiti virðast ráðandi afl í framlögðu frumvarpi. Stjórn FÍH fullyrðir að með stofnun og starfsrækslu slíkrar Heilbrigð- isstofu fengist mikill faglegur ávinning- ur í formi samvinnu sérfræðinga og sam- þættingu verkefna. Auk þess næðist fram verulegur fjárhagslegur ávinningur með fækkun forstjóra og skilvirkari dreifingu verkefna. Sameining stofnana Velferðar- kerfið Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga Ófagleg samheiti Kristján L. Möller, fyrrverandi ráðherra vegamála, segir það ófagleg vinnu- brögð hjá Félagi íslenskra bifreiðaeig- enda að gagnrýna fyrirhugaða veg- tolla umhverfis höfuðborgarsvæðið, enda standi síður en svo til að leggja þar á vegtolla – þetta heiti notenda- gjöld. Gott og vel, við skulum glugga í orðabókina. Ein skilgreining orðsins tollur er á þessa leið: „afgjald, leiga (fyrir afnot)“. Tollur er sem sagt afgjald fyrir afnot, eða not- endagjald. Þetta vissu raunar allir nema Kristján. En hann veit það þá núna. Gjald fyrir notkun vegar Ef við flettum upp orðinu vegatollur í Íslenskri orðabók verður þetta enn skýrara. Þar er vegatollur skilgreind- ur sem „gjald sem er innheimt af vegfarendum (bifreiðastjórum) fyrir notkun vegar.“ Ef þessi skrif fara fram hjá Kristjáni ætti kollegi hans í þing- flokki Samfylkingarinnar og ritstjóri orðabókarinnar, Mörður Árnason, að geta frætt hann um málið. Svo skal böl bæta … Áralöng þögn yfirvalda um tuttugufalda leyfi- lega díoxínmengun frá sorpbrennslunni Funa í Skutulsfirði hefur að vonum vakið furðu. Halldór Halldórs- son, sem var bæjarstjóri á Ísafirði þegar niðurstöður mælinga lágu fyrir, tekur undir að málið sé alvarlegt. Það beri hins vegar að ræða án upp- hrópana, enda hafi mengunin verið margfalt meiri í Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri og myndi því kalla á margfaldar upphrópanir. Halldór er glöggur en þarna yfirsést honum mergur málsins. Það er ekki nákvæmt magn mengunar- innar sem veldur hneykslan, heldur að mikilvægum upp- lýsingum sem snerta hag almennings hafi svo gott sem verið stungið undir stól. stigur@frettabladid.is Þ að er einkennilegt að þjóð (eða stjórnvöld fyrir hennar hönd) sækist eftir undanþágu til þess að fá að hleypa eitr- uðum reyk út í andrúmsloftið í meira magni en reglur sem þjóðin sjálf hefur undirgengist kveða á um. Það er þeim mun einkennilegra þegar um er að ræða samþykkt sem byggir að miklu leyti á frumkvæði þessarar sömu þjóðar. Þannig er þó málum háttað varðandi nokkrar sorpbrennslur sem starfa hér á landi og losa margfalt meira magn af eiturefninu díoxíni út í andrúmsloftið en kveðið er á um í reglum EES. Á það hefur vissulega verið bent að þrátt fyrir þetta hafi stórlega dregið úr losun díoxíns út í and- rúmsloftið undanfarin ár. Það er auðvitað gott og blessað en samt sem áður ekki ásættanlegt að í nokkrum sveitarfélögum hér á landi sé losun díoxíns, eða hefur til skamms tíma verið, tugfalt yfir viðmiðunarmörkum. Það hljómar heldur einkenni- lega úr munni sérfræðinga að losun díoxíns sé langt undir því sem hættulegt geti talist þegar losunin er yfir, og það meira að segja víðáttulangt yfir, viðmiðunarmörkum sem við höfum sjálf átt þátt í að setja. Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur bendir í fréttaskýringu í blaðinu í dag á sérstöðu díoxíns meðal algeng- ustu mengunarefna vegna þess hversu alvarleg og langvinn áhrif þess eru á lífríkið og heilsu fólks. Því geti menn ekki leyft sér að umgangast efnið af léttúð. „Skoðun mín er einfaldlega sú, að ef díoxín og fúrön mælast einhvers staðar yfir viðmiðunarmörkum verður að grípa til aðgerða þegar í stað, hvort sem styrkur efnanna er rétt yfir viðmiðunarmörkum eða tvítugfaldur,“ segir Stefán. Til að bíta höfuðið af skömminni þá eiga reglur EES uppruna sinn í frumkvæði Íslendinga. Í fréttaskýringunni kemur fram bæði hjá Magnúsi Jóhannessyni, ráðuneytisstjóra umhverfisráðuneytisins, og Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, að Ísland hafi í tengslum við umhverfisráðstefnuna í Rio de Janeiro 1992 átt frumkvæði að því að settar yrðu reglur um mengunarvarn- ir sorpbrennsla, ekki síst vegna hagsmuna fiskútflytjenda. Magnús segir: „Reglurnar um þetta voru settar að frumkvæði Íslands og urðu síðar til þess að harðar reglur voru settar hjá Evrópusamband- inu. Ísland fékk þannig undanþágu fyrir ströngum reglum sem við börðumst fyrir að yrðu settar.“ Ekki síst þess vegna er illásættanlegt að íslensk yfirvöld skuli hafa látið undan þrýstingi Sambands sveitarfélaga um að fá undanþágu frá reglum EES um sorpbræðslu. Sömuleiðis að Sam- bandið og yfirvöld sveitarfélaganna sem um ræðir skuli hafa látið hagsmuni íbúa víkja vegna þess að það var of dýr biti að ganga frá sorpbrennslum, sem vissulega höfðu staðist reglur þegar þær voru byggðar, þannig að mengun frá þeim stæðist reglur. Það þekkist í leikjum barna að sá minnsti fái að vera með en er þó ekki settur undir sömu reglur og reyndari þátttakendur. Svoleið- is þátttakandi voru oft nefndur súkkulaði. Svo virðist sem Ísland hafi á mörgum sviðum ekki meiri metnað en svo í alþjóðlegum samskiptum en að vera súkkulaði; í þessu tilviki tilbúin að hugsa hnattrænt án þess að þó að fylgja því eftir með nauðsynlegum aðgerðum heima fyrir. Íslendingar á undanþágu frá reglum sem þeir hafa sjálfir haft frumkvæði að því að setja: Súkkulaði SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.