Fréttablaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 2
2 8. janúar 2011 LAUGARDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Ísland hefur nokkra sérstöðu hvað líffæragjafir varðar því hér á landi eru um 70 pró- sent allra nýrnagjafa lifandi. Í Noregi og Svíþjóð eru lifandi nýrnagjafar 35 til 40 prósent en í Finnlandi eru þeir sjaldséðir. Runólfur Pálsson, umsjónarmaður líffæraígræðslu- teymis Landspítalans, segir vaxandi stuðning við það að nota lifandi gjafa en slíkt sé þó enn umdeilt. „Því fylgir alltaf ákveðin áhætta fyrir gjafann en hún er þó mjög lítil. Hér á landi hafa um 130 einstaklingar gefið nýra í gegnum tíðina og hefur þeim vegnað mjög vel,“ segir hann. Rætt er við Runólf um heitustu umræðuefni í heimi líffæragjafa í sérblaðinu Heilsa og hreyfing sem fylgir Fréttablaðinu. Þau eru líffæraskortur og leiðir til að sporna við slíkum skorti. Auk þess ræðir hann um þá ólöglegu starfsemi sem sprottið hefur upp vegna líffæraskorts. „Vesturlandabúar fara til vanþróaðra landa á borð við Indland og Pakistan til að fá líffæri,“ segir Runólfur en ólöglegar líffæraígræðslur ná yfir breitt svið. „Oftast er um lifandi gjafa að ræða sem gefa nýra gegn greiðslu.“ - sg / Heilsa og hreyfing 12 Ísland hefur nokkra sérstöðu hvað varðar líffæragjafir: 70 prósent nýrnagjafa lifandi LÍFFÆRAÍGRÆÐSLUR Vaxandi stuðningur er við það að nota lifandi gjafa en slíkt er þó enn umdeilt. NORDICPHOTOS/GETTY SPURNING DAGSINS UMHVERFISMÁL Umhverfisnefnd Alþingis hefur falið Ólínu Þor- varðardóttur alþingismanni að hafa umsjón með endurskoðun löggjafar um upplýsinga- og við- bragðsskyldu stjórnvalda til að kanna hvaða þátt veilur í lögum kunni að hafa haft í Funamálinu. Bæjarfulltrúar, bæði í meiri- og minnihluta, báðu íbúa afsökun- ar á andvaraleysi sínu á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag. Umhverfisnefnd fjallaði um Funamálið í gærmorgun að frum- kvæði Ólínu en henni innan hand- ar við endurskoðun laganna verða nefndarritari umhverfisnefnd- ar ásamt öðrum lögfræðingum þingsins. Í fréttatilkynningu nefndarfor- manns, Marðar Árnasonar, segir að fara eigi yfir löggjöfina „og athuga hvaða þátt veilur í lögum kunna að eiga í þeim mistökum sem nú eru augljós“. Ólína hyggst skila áliti á nefndarfundi fyrir lok janúarmánaðar. Ólína segir fundinn hafa verið góðan í alla staði og mikið af upp- lýsingum hafi komið fram. Þá hafi rangfærslur verið leiðréttar. „Nefndin tekur þetta mál mjög alvarlega. Niðurstaða fundarins er sú að fara yfir þá lagabálka sem eiga við um upplýsingaskyldu stjórnvalda gagnvart mengun og umhverfisáhrifum. Eins lög sem gilda um starfsleyfi fyrirtækja, hollustuhætti og aðbúnað og heilsuvernd almennings.“ Ólína segir að allt stefni í að umhverfis- nefnd geri sjálf tillögur um laga- breytingar. Málefni Funa voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðar á miðvikudag. Bæjarfulltrúar Í-listans lögðu fram bókun þar sem lýst er „þung- um áhyggjum af þeirri mengun sem sýnt er að komið hefur frá sorp- brennslunni Funa á undanförnum árum. Sérstaklega séu upplýsingar um díoxínmengun í útblæstri Funa og í mjólkurafurðum frá Engidal áfall fyrir íbúa Skutulsfjarðar og trúnaðarmenn almennings í sveit- arfélaginu. Í-listinn leggur til að Ísafjarðarbær óski eftir því við heilbrigðisyfirvöld að þau láti nú þegar fara fram rannsókn á heilsu- fari allra starfsmanna Funa og íbúa í innsta hluta Skutulsfjarðar.“ Gísli H. Halldórsson, forseti bæj- arstjórnar, lagði fram bókun meiri- hluta bæjarstjórnar. Þar harm- ar meirihlutinn þá stöðu sem upp er komin. Gísli sagði á fundinum að honum hefði ekki verið kunn- ugt um mengunina. „Ég get tekið undir með bæjarfulltrúum Í-listans að ef mér hefði verið ljós alvarleiki þessa máls hefði ég gripið það feg- ins hendi að loka stöðinni strax.“ svavar@frettabladid.is / sjá síðu 12 Bæjarfulltrúar biðja Ísfirðinga afsökunar Umhverfisnefnd lætur skoða löggjöf um upplýsingaskyldu stjórnvalda vegna Funamálsins. Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðar var lagt til að heilsa starfsmanna Funa og margra íbúa yrði rannsökuð sérstaklega vegna díoxínmengunar. SKARPHÉÐINN JÓNSSON Í EFRI-ENGIDAL Funamálið hófst með díoxínmælingu MS í mjólk frá Efri-Engidal. Nú er mælt með að allir á svæðinu fari í læknisskoðun vegna hugsanlegs heilsutjóns. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON SVEITARSTJÓRNIR „Það er með öllu óásættanlegt að ríkisstjórnin skuli ætla að leggja auka skatt á ákveðinn hluta þjóðarinnar,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarfulltrúi, sem vill að bæj- arstjórn Kópa- vogs skori á ráðherra sam- göngumála að draga til baka allar hugmynd- ir um vegtolla til og frá höfuð- borgarsvæðinu. Ármann segir hingað til hafa verið sátt um að greitt væri fyrir vegafram- kvæmdir í gegnum eldsneyti á bíla. Kostnaður við að kaupa og reka bíl hafi sennilega aldrei verið hærri. „Fólk á höfuðborgar- svæðinu og í nágrenni þess getur ekki tekið á sig frekari byrðar,“ segir Ármann. - gar Veggjöldum mótmælt: Ráðherra hætti við alla vegtolla ÁRMANN KR. ÓLAFSSON DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur hafnað kröfu Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðu- neytisstjóra, um að máli sérstaks saksóknara á hendur honum fyrir innherja- svik verði vísað frá dómi. Baldur byggði kröfu sína á þeirri forsendu að Fjármálaeft- irlitið (FME) hefði tilkynnt honum í maí 2009 að rannsókn á máli hans hefði verið látin niður falla. Þar með hefði málinu verið lokið og ekki mætti rannsaka sama málið tvisvar. Dómari telur að ekki megi líta á ákvörðun FME sem lokaafgreiðslu máls og bendir jafnframt á að með sömu rökum hafi fyrri kröfu Bald- urs um að rannsókn saksóknara á málinu yrði hætt verið hafnað. - sh Réttað yfir ráðuneytisstjóra: Frávísunarkröfu Baldurs hafnað BALDUR GUÐLAUGSSON Páll, er boltinn hjá Ara? „Já, en hann ætti að senda hann á mig. Ég er í opnu færi.“ Páll Magnússon, útvarpsstjóri RÚV, bauð 365 miðlum að selja sýningarréttinn að HM í handbolta 2011. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, líkti tilboði Páls við framhald af Áramótaskaupi Ríkisútvarps- ins og hafnaði því. DANMÖRK Danska þjóðin fylgist nú spennt með hverju fótmáli Mary krónprinsessu og Friðriks krónprins en Mary gengur með tvíbura. Talið er að fæðingin geti orðið nú um helgina. Danska dagblaðið BT sagði frá því í gær að sést hefði til Frið- riks krónprins á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld þar sem hann ræddi við fæðingar- lækni Mary. Krónprinsinn mun ekki taka þátt opinberum störfum næstu tvær vikurnar. Ekki fást aðrar upplýsingar um fæðinguna frá konungsfjölskyld- unni en að tvíburarnir muni koma í heiminn í þessum mánuði. Danska þjóðin spennt: Þess beðið að krónprinsessan verði léttari LANDBÚNAÐUR Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) sendu bréf til land- búnaðarráðuneytisins í gær, þess efnis að svínabændur væru nú að hækka svínakjötsverð sökum við- varandi kjúklingaskorts í búðum. „Sú staða sem uppi er í kjúklinga- framleiðslunni hefur leitt það af sér að svínakjötsframleiðendur sjái sér nú leik á borði og tilkynna ítrekað hækkun á svínakjöti til verslana [...],“ segir í bréfinu. Tíðar salmonellusýkingar í kjúkl- ingabúum hafa orðið til þess að borið hefur á kjúklingaskorti á mark- aðnum og birgðir hafa minnkað gífurlega. Fyrir áramót bauð ráðuneytið út 200 tonna inn- flutningskvóta á erle ndu m kjúklingi í ljósi aðstæðna. „Það er alveg ljóst að ráðuneyt- ið hefur brugðist við,“ segir Bjarni Harðarson, aðstoðarmaður landbún- aðarráðherra. „Verðbreytingar á svínakjötsmarkaði eru ekki á neinn hátt á ábyrgð ráðuneytisins.“ Fréttastofa Stöðvar 2 birti bréf SVÞ í kvöldfréttum sínum 6. janúar en það vekur athygli Bjarna að bréf- ið er dagsett í gær, hinn 7. janúar, sama dag og það barst ráðuneytinu. „Ég er mjög undrandi á því að sjá bréf til ráðuneytisins í sjónvarpinu sem hefur í raun ekki verið skrifað,“ segir hann. „Hingað barst bréfið ekki fyrr en 7. janúar.“ Ólafur Friðriksson, skrifstofu- stjóri ráðuneytisins, svaraði bréfi SVÞ í gær og vakti meðal annars athygli á þeim 200 tonnum af toll- kvóta af erlendum kjúklingi sem boðin voru út í lok ársins. - sv Landbúnaðarráðuneytið segir hátt verð á svínakjöti ekki vera á sína ábyrgð: Svarar bréfi með áminningu BJARNI HARÐARSON FÓLK Tvær brennur verða á höfuð- borgarsvæðinu í dag, annars vegar við Ægisíðu klukkan 17 og hins vegar í Leirdal klukkan 17.30, en þeim var frestað vegna veðurs á þrettándanum. Þrjár aðrar brennur verða á morgun og mánudag ef veður leyfir. Klukkan 18 á sunnudag verður brenna í Ásholtshverfi í Mosfellsbæ og á mánudag í Gufunesi klukkan 17.45 og við Valsheimilið klukkan 18. Flugeldasýningar verða á Ægisíðu og Mosfellsbæ. - þj Þrettándanum fagnað: Tvær brennur í borginni í dag Helga Bachmann, leikari og leikstjóri, lést í Reykjavík í gær 79 ára að aldri. Helga var fædd í Reykjavík 24. júlí 1931, dóttir Hallgríms Bachmann og Guðrúnar Jóns- dóttur Bachmann. Helga hóf að leika hjá Leikfélagi Reykjavík- ur 1952 og var fastráðin þar frá 1962 til 1976 en fastráðin við Þjóðleikhúsið frá 1976 þar til hún lét af störfum. Eiginmaður Helgu var Helgi Skúlason leikari sem lést árið 1996. Börn þeirra eru Hallgrímur Helgi rithöfundur, Skúli alþingismaður og Helga Vala, leikari og laganemi. Fyrir átti Helga Þórdísi Bachmann þýðanda. Helga Bach- mann látin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.