Fréttablaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 18
18 8. janúar 2011 LAUGARDAGUR Á öndverðri 21. öld hljóta mark-mið utanríkisstefnu að vera þau að bægja frá þjóðinni hættum sem samfara eru hnattvæðingunni og hámarka sjálfsforræði hennar á tímum þegar athafnasemi þjóð- ríkisins eru sífellt þrengri skorð- ur settar. Með örari og fjölþættari samskiptum og opnari mörkuð- um verða úrlausnarefnin fjölþjóð- leg og snerta margar þjóðir í senn. Þess vegna leysa þjóðríkin sífellt færri vandamál ein og sér. Þau geta ekki haft áhrif á lausn þeirra nema í nánu samstarfi. Án sam- þykkis hinna ríkjanna næst engin lausn. Vandamál á alþjóðavettvangi verða til í samfléttu margra og verða ekki leyst nema í samfléttu margra. Umhverfismál, vinnu- markaðsmál, þróun fjármálakerf- is heimsins, efnahagsmál og varn- armál, svo nokkur dæmi séu nefnd, verða að hættulegri ringulreið án aðkomu og mótunar þeirra stóru efnahagsheilda sem myndast hafa eftir endalok kalda stríðsins. Þess- um málaflokkum fjölgar ár frá ári. Meira að segja stóru löndin tengj- ast bandalögum og telja fullveldi sínu betur fyrir komið þar en ein og sér þar sem áhrifaleysið blasir við þeim. Fullveldi er að móta eigin þróun, eigin örlög. Á tímum hnatt- væðingar merkir það að geta haft áhrif á ákvarðanir annarra þjóða til að geta unnið eigin hagsmunum brautargengi. Það heitir að deila fullveldi. Þjóð lætur hluta af eigin fullveldi en fær hlutdeild í fullveldi annarra þjóða á móti. Skert fullveldi Í ljósi þessa íhuga nú flestar þjóðir framtíðarstöðu sína til þess að geta varið hagsmuni sína sem best. Við þurfum einnig að skoða þá kosti sem við okkur blasa. Við verðum að nálg- ast þessa greiningu út frá jarðbund- inni skynsemi en ekki af tilfinninga- semi eða stórkarlalegri þjóðrembu. Fyrsta spurningin sem við verðum að spyrja okkur er sú hvort okkur muni kannski farnast best ein og óstudd til framtíðar. Segja má að við höfum hvorki verið fullvalda né sjálfstæð frá 1918 til 1944. Við lýð- veldisstofnunina fengum við form- legt sjálfstæði en sömdum síðan við Bandaríkin um að afsala okkur einum mikilvægasta þætti fullveld- isins, sem eru varnarmál. Hér var ekki um að ræða að deila fullveldi, því við höfðum afar lítið um það að segja hvernig vörnunum var hátt- að eða hve lengi, eins og best kom í ljós þegar herinn fór nánast án þess að kveðja. En við afsöluðum okkur aldrei því formlega sjálfstæði sem við höfðum öðlast 1944. Við höfðum það í hendi okkar að segja varnar- samningnum upp. Ein á báti Þótt hrunið hafi að mestu leyti verið heimatilbúið hefði það aldrei getað gerst án þeirrar hnattvæðing- ar sem bankarnir tóku þátt í. Ríkis- stjórnir allt frá einkavæðingu bank- anna til 2008 lokuðu augunum fyrir þeirri vá sem stafaði af þátttöku okkar í fjármálalegri hnattvæð- ingu. Sú hætta kom ekki bara utan- frá heldur ekki síður af heimaslóð- um. Smáþjóð með örmynt var ein og sér. Flestar greiningar benda til þess að krónan muni ekki geta stað- ið af sér frelsi á fjármálamörkuð- um, sú tilraun mistókst. Ef við vilj- um vera áfram ein og sér munum við ekki geta búið við frjálst fjár- magnsflæði og frjáls gjaldeyris- viðskipti. Það mun hefta þróun atvinnulífsins. Við munum einn- ig eiga í erfiðleikum með alþjóð- lega samninga. Nú þegar grillir í útlínur valdamiðstöðva heimsins á öldinni. Það dylst engum að áhrif litlu þjóðanna fara dvínandi, nema þær myndi mótvægi við heimsveld- in bæði ný og gömul. Án mótvæg- is minnkar fullveldi og sjálfstæði litlu þjóðanna, því ákvarðanir sem snerta afkomu þeirra verða ann- ars teknar án aðkomu þeirra. Í vaxandi átökum um orku, vatn og hvers konar auðlindir munu styrk- leikahlutföllin skipta sköpum. Við horfum nú þegar upp á litlar þjóð- ir í Afríku verða auðveld fórnar- lömb Kínaveldis, sem ágirnist auð- lindir hvar sem er. Fræðilega séð getum við haldið áfram að vera ein og sér. Fórnarkostnaðurinn verður fyrst efnahagslegur, sem eina land- ið í vestanverðri Evrópu sem búa mun við haftastefnu. Við ættum að þekkja hana og afleiðingar henn- ar. En fórnarkostnaðurinn verður þó einkum stjórnmálalegur. Full- veldi okkar mun skerðast, því við munum trauðla hafa styrk til að ná fullnægjandi árangri við tvíhliða hagsmunagæslu okkar og verða undir. Hætt er við að lítil þjóð ein á báti verði leiksoppur þeirra stór- þjóða sem ásælast hér aðstöðu eða auðlindir. Það er barnaskapur að loka augunum fyrir því. Fullveldi og sjálfstæði Stjórnmál Þröstur Ólafsson hagfræðingur Þjóð lætur hluta af eigin fullveldi en fær hlutdeild í full- veldi annarra þjóða á móti. SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Á vormánuðum 2009 efndi ríkis stjórn Íslands til víð- tæks samráðs undir forystu for- sætisráðuneytisins um sóknará- ætlanir fyrir alla landshluta til eflingar atvinnulífs og lífsgæða til framtíðar undir yfirskriftinni Sóknaráætlun 20/20. Markmið verkefnisins var meðal annars að kalla fram sameiginlega framtíð- arsýn, móta atvinnustefnu, kort- leggja samkeppnishæfni landsins og samþætta áætlanagerð innan stjórnsýslunnar. Sóknaráætlunar- ferlið var viðamikið og alls tóku um 1.000 manns þátt í því víða um land; almennir þátttakendur á átta landshluta- fundum, aðilar vinnumarkað- arins og full- trúar í Vísinda- og tækniráði, í sérfræði - ráðum, verk- efnahópum og innan stjórn- sýslunnar auk kjörinna full- trúa á Alþingi og í sveitar- stjórnum. Við stöndum eftir með sterkt stefnumarkandi skjal, grunn að atvinnustefnu, kafla um sam- keppnishæfni, niðurstöður þjóð- funda og gríðarlegt magn grunn- upplýsinga um landshluta. Niðurstöður Sóknaráætlunar 20/20 Niðurstöðurnar hvað varðar stjórnsýsluna er Ísland 2020, stefnumarkandi skjal sem inni- heldur 20 mælanleg víðtæk markmið á sviði efnahags-, þró- unar-, þekkingar-, sjálfbærni- og velferðarmála til næstu tíu ára. Markmið Íslands 2020 gegna því tvíþætta hlutverki að bæta hér velferð, þekkingu, efnahag og sjálfbærni og stuðla að jákvæðri þróun ásamt því að nýtast stjórn- sýslunni til að sameina krafta sína og vinna saman að sameig- inlegum mælanlegum markmið- um. Á hverju ári verður svo staða markmiðanna opinberuð. Markmiðin eru eftirtalin: 1. Að skuldir ríkissjóðs verði ekki hærri en 60% af landsfram- leiðslu árið 2020. 2. Verðbólga verði árið 2020 ekki hærri en tvö prósentustig umfram verðbólgu í þeim þrem- ur ríkjum ESB þar sem hún er lægst. 3. Vextir verði árið 2020 ekki hærri en tvö prósentustig umfram vexti í þeim þremur ríkjum Evr- ópu þar sem vextir eru lægstir. 4. Þróunarstuðull Sameinuðu þjóðanna fyrir Ísland verði sam- bærilegur við stuðul fimm efstu þjóða. 5. Að vöxtur framfarastuðuls- ins haldist ætíð sá hinn sami og vöxtur þjóðarframleiðslu. 6. Að minnka hlutfall örorkulíf- eyrisþega af íbúafjölda úr 8,4% í 7,0% árið 2020. 7. Að lækka hlutfall atvinnu- lausra niður fyrir 3% árið 2020. 8. Að auka jöfnuð á Ísland með lækkun Gini-stuðuls fyrir ráðstöf- unartekjur í um 25 árið 2020. 9. Að bæta stöðu jafnréttismála þannig að gildi jafnréttisvísitöl- unnar global gender gap index verði nálægt 0,9 árið 2020. 10. Að auka vellíðan og góða andlega heilsu þannig að meðal- tal mælinga, samkvæmt WHO 5 kvarðanum, hækki úr 64 árið 2009 í 72 árið 2020. 11. Að hlutfall Íslendinga á aldr- inum 20-66 ára sem ekki hafa hlotið formlega framhaldsmennt- un fari úr 30% niður í 10% árið 2020. 12. Að 4% af landsframleiðslu sé varið til rannsókna, þróun- ar og nýsköpunar og að hlutfall framlags fyrirtækja í samkeppn- issjóði og markáætlanir sé 70% á móti 30% framlagi ríkisins. 13. Að Ísland verði meðal 10 efstu þjóða árið 2020 í rafrænni stjórnsýsluvísitölu og rafrænni þátttökuvísitölu sem mæld er af Sameinuðu þjóðunum. 14. Að hátækniiðnaður skapi 10% af landsframleiðslu og 15% af útflutningsverðmætum árið 2020. 15. Að notkun vistvæns elds- neytis í sjávarútvegi verði a.m.k 20% árið 2020 og að 20% alls eldsneytis í sam- göngum verði vistvæn. 16. Að Ísland taki á sig sam- bærilegar skuld- bindingar og ríki Evrópu gagnvart loftslagssamn- ingi Sameinuðu þjóðanna árið 2020. 17. Að vistvæn nýsköpun og afurðir hennar verði helsta vaxtargreinin næsta ára- tug, með 20% árlegan vöxt í veltu sem tvöfaldist fyrir 2015, miðað við 2011. 18. Að árið 2020 gangi 75% nýrra bifreiða, undir fimm tonn- um að þyngd, fyrir vistvænu elds- neyti. 19. Að hlutfall innlendrar mat- vöru í neyslu landsmanna aukist um 10% fyrir árið 2020. 20. Árið 2020 verði færni íslenskra grunnskólanemenda sambærileg við 10 efstu þjóðir samkvæmt OECD PISA rannsókn- inni á lesskilningi og læsi á stærð- fræði og raungreinar. Skýr markmið og samhæfð eftirfylgni Stefnumörkunin Ísland 2020 var samþykkt í ríkisstjórn þriðjudag- inn 21. desember 2010. Hún end- urspeglar viðleitni stjórnvalda til þess að horfa fram á veginn og setja mælanleg langtímamarkmið sem unnið verður að með breyttu og endurskoðuðu skipulagi við stefnumótun og áætlanagerð. Alltof lengi hefur stefnumótun og áætlanagerð setið hjá garði innan stjórnsýslunnar. Við höfum ekki stuðst nægilega við þær stefnur og áætlanir sem við höfum þó gert. Vægi stefnumót- unar og áætlanagerðar þarf að aukast. Við þurfum að sameinast um gerð þeirra, einfalda vinnu- lag og skipulag í kringum ferl- ið, fækka aðgerðum og fylgja þeim betur eftir. Mikilvægt er að fækka og samþætta vinnu við lögbundnar áætlanir stjórn- sýslunnar, t.d. samgönguáætlun, samskiptaáætlun, byggðaáætlun, ferðamálaáætlun, heilbrigðisáætl- un o.fl. Við munum einnig tengja þær fjárlögum í auknum mæli og framkvæma það sem við setjum okkur út frá aðgerðaáætlunum. Sóknaráætlun 20/20 er stefnu- mörkun sem stjórnsýslan mun sameinast um að vinna með. Markmiðin hafa verið sett og það er von mín og trú að á grunni stefnumörkunarinnar geti stjórn- sýslan unnið sem ein heild út þennan áratug. Ísland árið 2020 Sóknaráætlun Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Við höfum ekki stuðst nægilega við þær stefnur og áætl- anir sem við höfum þó gert. Vægi stefnumótun- ar og áætlanagerðar þarf að aukast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.